Belgíska liðið Zulte Waregem er í öðru sæti síns riðils í Evrópudeild UEFA eftir sigur á enska B-deildarliðinu Wigan á útivelli. Ólafur Ingi Skúlason var í byrjunarliði Belganna.
Zulte Waregem hafði betur, 2-1, eftir að hafa lent marki undir snemma leiks. Leon Barnett skoraði mark Englendinganna strax á sjöundu mínútu.
Thorgen Hazard færði sér mistök markvarðarins Lee Nicholls í nyt þegar hann skoraði jöfnunarmarkið og Junior Malanda skoraði svo sigurmark leiksins á 88. mínútu, með laglegu skoti frá vítateigslínunni.
Rubin Kazan er búið að tryggja sér efsta sæti D-riðils en liðið gerði 1-1 jafntefli við slóvenska liðið Maribor í kvöld.
Zulte Waregem er í öðru sæti með sjö stig en Wigan kemur næst með fimm stig. Zulte mætir Rubin í lokaumferðinni og dugir þá jafntefli til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar.
Fjölmargir leikir fóru fram í Evrópudeild UEFA í kvöld og má sjá úrslit þeirra hér fyrir neðan.
Ólafur Ingi og félagar í góðri stöðu | Úrslit kvöldsins
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

