Handbolti

Flensburg aftur á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Gústafsson, leikmaður Flensburg.
Ólafur Gústafsson, leikmaður Flensburg. Nordic Photos / Getty Images
Flensburg endurheimti toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld en Kiel er þó enn skammt undan. Rúnar Kárason heldur áfram að gera það gott með sínu nýja liði.

Kiel vann Lübbecke örugglega á heimavelli, 37-30, en Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir fyrrnefnda liðið. Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað að þessu sinni en Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins.

Ólafur Gústafsson var ekki á meðal markaskorara Flensburg sem vann Balingen á útivelli, 32-24. Staðan í hálfleik var 16-13, Flensburg í vil.

Þá var Rúnar Kárason einn markahæstu manna Hannover-Burgdorf sem vann Gummersbach á útivelli, 25-21. Rúnar hefur spilað vel með Hannover eftir að hann kom til félagsins á dögunum frá Rhein-Neckar Löwen.

Flensburg er efst með 27 stig en Kiel er einu stigi á eftir auk þess að eiga leik til góða. Füchse Berlin er svo í þriðja sæti, einnig með 26 stig.

Hannover-Burgdorf er í sjöunda sæti deildarinnar með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×