Handbolti

Ólafur með tíu mörk í stórsigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Mynd/HSÍ
Kristianstad styrkti stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með öruggum sigri á botnliði Rimbo í kvöld, 40-30.

Ólafur Guðmundsson skoraði tíu mörk fyrir Kristianstad í kvöld en liðið er með 23 stig í efsta sæti. Alingsås er í öðru sæti með 20 stig en á tvo leiki til góða.

Guif hafði betur gegn Sävehof, 30-27, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik. Heimir Óli Heimisson skoraði tvö mörk fyir Guif en Aron Rafn Eðvarðsson markvörður leikur með liðinu.

Kristján Andrésson er þjálfari Guif sem er í fimmta sæti deildarinnar með sextán stig.

Í Noregi skoraði unglingalandsliðsmaðurinn Óskar Ólafsson tvö mörk fyrir Follo sem tapaði fyrir Bækkelaget á heiamvelli, 31-23.

Einar Ingi Hrafnsson skoraði þá fimm mörk fyrir Arendal sem vann nauman sigur á Falk Horten, 26-25, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik. Sigurmark leiksins var skorað á lokasekúndunum.

Arendal er í níunda sæti deildarinnar með sex stig en þetta var þriðji sigur liðsins í níu leikjum. Follo er í næstneðsta sæti með þrjú stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×