Handbolti

Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í EHF-bikarnum

Ólafur og Aron Kristjánsson.
Ólafur og Aron Kristjánsson.
Ólafur Andrés Guðmundsson var markahæstur hjá sænska félaginu Kristianstad er það vann stórsigur, 40-25, á Stiinta Municipal í EHF-bikarnum í dag.

Þetta var fyrri leikur liðanna í þriðju umferð keppninnar og Kristianstad svo gott sem komið áfram. Ólafur skoraði sjö mörk í leiknum.

Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað hjá Nantes sem sagði norska liðið Elverum, 28-21.

Einar Ingi Hrafnsson skoraði eitt mark fyrir OIF Arendal sem tapaði á heimavelli, 20-26, fyrir slóvakíska liðinu Sporta Hlohovec.

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði þrjú mörk fyrir Mors-Thy sem tapaði á heimavelli, 26-27, fyrir rúmenska liðinu HCM Constanta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×