McIlroy á erfitt val fyrir höndum 21. nóvember 2013 16:30 McDowell í búningi Íra á HM sem stendur nú yfir. AP/Getty Kylfingarnir Rory McIlroy og Graeme McDowell segjast vera í vanda staddir þegar kemur að því að velja landslið til að keppa fyrir. Þeir vilja helst að alþjóða Ólympíunefndin velji fyrir þá. Báðir eru þeir Norður-Írar en Norður-Írar geta keppt fyrir bæði Írland og Bretland. Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum árið 2016. "Þetta er mjög viðkvæmt mál bæði af pólitískum og trúarlegum ástæðum. Við Rory höfum ekki notið þess að þurfa að svara fyrir þessi mál. Það er erfitt að velja lið því sama hvert valið er þá munum við alltaf móðga einhvern," sagði McDowell. Hann mun reyndar sjálfur spila fyrir Írland á Ólympíuleikunum enda er hann að keppa fyrir þjóðina á HM núna. Ef hann vill keppa fyrir Bretland þá þurfa að líða þrjú ár frá því hann keppti fyrir Írland. Hann þarf því ekki að taka ákvörðun að þessu sinni en gæti þurft að gera það síðar og hann vill síður gera það. "Þar sem ég hef áður keppt fyrir Írland er ekkert óeðlilegt að ég sé að keppa fyrir þá núna. Ég þarf því ekki að velja á milli samkvæmt reglunum og það er léttir." McIlroy hefur ekki enn tekið ákvörðun og spurning hvort alþjóða Ólympíunefndin taki málið fyrir svo hann þurfi ekki að taka ákvörðun sjálfur. Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfingarnir Rory McIlroy og Graeme McDowell segjast vera í vanda staddir þegar kemur að því að velja landslið til að keppa fyrir. Þeir vilja helst að alþjóða Ólympíunefndin velji fyrir þá. Báðir eru þeir Norður-Írar en Norður-Írar geta keppt fyrir bæði Írland og Bretland. Keppt verður í golfi á Ólympíuleikunum árið 2016. "Þetta er mjög viðkvæmt mál bæði af pólitískum og trúarlegum ástæðum. Við Rory höfum ekki notið þess að þurfa að svara fyrir þessi mál. Það er erfitt að velja lið því sama hvert valið er þá munum við alltaf móðga einhvern," sagði McDowell. Hann mun reyndar sjálfur spila fyrir Írland á Ólympíuleikunum enda er hann að keppa fyrir þjóðina á HM núna. Ef hann vill keppa fyrir Bretland þá þurfa að líða þrjú ár frá því hann keppti fyrir Írland. Hann þarf því ekki að taka ákvörðun að þessu sinni en gæti þurft að gera það síðar og hann vill síður gera það. "Þar sem ég hef áður keppt fyrir Írland er ekkert óeðlilegt að ég sé að keppa fyrir þá núna. Ég þarf því ekki að velja á milli samkvæmt reglunum og það er léttir." McIlroy hefur ekki enn tekið ákvörðun og spurning hvort alþjóða Ólympíunefndin taki málið fyrir svo hann þurfi ekki að taka ákvörðun sjálfur.
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira