Handbolti

Frábær útisigur hjá Snorra Stein og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Diener
Snorri Steinn Guðjónsson og félagar hans í GOG Håndbold unnu þriggja marka útisigur á Skjern, 33-30, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en Skjern var á toppnum fyrir leikinn.

Þetta var mjög góður sigur fyrir GOG-liðið sem hefur að vera að vinna leiki og tapa stigum á víxl að undanförnu.

Snorri Steinn skoraði þrjú mörk fyrir GOG í leiknum en liðið er í 5. sæti deildarinnar nú fimm stigum á eftir toppliði KIF frá Kaupmannahöfn og fjórum stigum á eftir Skjern.

Kasper Kildelund var markahæstur hjá GOG með átta mörk en Niklas Kirkeløkke skoraði sex mörk. GOG var 18-14 yfir í hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×