Handbolti

Ólafur Bjarki flottur í langþráðum sigri Emsdetten

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Ólafur Bjarki Ragnarsson. Mynd/HSÍ
Íslensku leikmennirnir voru þrír markahæstu leikmenn TV Emsdetten í fjögurra marka sigri á TuS N-Lübbecke, 27-23, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Þetta var svo sannarlega langþráður sigur hjá liði Emsdetten sem var búið að tapa ellefu leikjum í röð og sat á botni deildarinnar fyrir leikinn.

Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði átta mörk fyrir Emsdetten og var markahæstur en Oddur Gretarsson skoraði fimm mörk og Ernir Hrafn Arnarson var síðan þriðji markahæstur með fjögur mörk.

Emsdetten tvöfaldaði stigatölu sína með þessum sigri en hann dugaði samt ekki liðinu til að komast af botninum. TuS N-Lübbecke er átta sætum og tíu stigum ofar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×