Illa fer við hraðametstilraun Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2013 08:45 Uppþornuð stöðuvötn með marflötum botni er kjörinn vettvangur fyrir hraðametstilraunir. Á einu slíku í S-Kaliforníu reyndi ökuþórinn Brian Gillespie að slá hraðamet á Honda Insight bíl, en ekki vildi betur til en að hann missir stjórn á bílnum og fer óteljandi veltur, enda á 306 kílómetra ferð er það gerist. Hann hafði reyndar í fyrri tilraun náð 323 kílómetra hraða, en til stóð að bæta það er allt fór úrskeiðis. Bíll hans er tætlur einar eftir ósköpin, en það ótrúlega er að ökuþórinn slapp með minniháttar meiðsl. Sjá má þessa metnaðarfullu tilraun hans og hvernig fór í myndskeiðinu. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent
Uppþornuð stöðuvötn með marflötum botni er kjörinn vettvangur fyrir hraðametstilraunir. Á einu slíku í S-Kaliforníu reyndi ökuþórinn Brian Gillespie að slá hraðamet á Honda Insight bíl, en ekki vildi betur til en að hann missir stjórn á bílnum og fer óteljandi veltur, enda á 306 kílómetra ferð er það gerist. Hann hafði reyndar í fyrri tilraun náð 323 kílómetra hraða, en til stóð að bæta það er allt fór úrskeiðis. Bíll hans er tætlur einar eftir ósköpin, en það ótrúlega er að ökuþórinn slapp með minniháttar meiðsl. Sjá má þessa metnaðarfullu tilraun hans og hvernig fór í myndskeiðinu.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent