Betur borgið til langframa að breyta í óverðtryggt Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2013 22:23 Langtíma-hagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán, að mati sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. Í bankakerfinu er enn nokkuð um að verðtryggð lán séu tekin þótt óverðtryggð séu mun vinsælli. Í skýrslu sérfræðingahóps um skuldaleiðréttingu eru vangaveltur um framtíð lánamarkaðar einstaklinga á Íslandi. Hvað leið sé heppilegust fyrir íslenskt efnahagslíf í þessum efnum. Þar segir: „Ljóst er að langtímahagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán. Auk þess eru hagfræðileg rök sem lúta að peningamálastjórnun þess efnis að skilvirkara sé að hafa áhrif á einkaneyslu í kerfi þar sem óverðtryggð lán eru stór hluti útgjalda heimila.“ Stöð 2 hefur áður fjallað um það að óverðtryggð lán hafi verið miklu vinsælli en verðtryggð á síðustu árum eftir hrunið. Sveinn Gíslason er útibússtjóri í aðalútibúi Arion banka í Reykjavík. Hann og undirmenn hans eru í nánu sambandi við viðskiptavinina og hafa því góða innsýn í eftirspurnina, en Arion banki var fyrsti bankinn á Íslandi til að bjóða upp á óverðtryggð lán.Enn talsvert um verðtryggð lán „Það er svipað hlutfall þeirra sem taka verðtryggð og óverðtryggð lán og sumir eru að taka bæði,“ segir Sveinn.Eru einhverjir að taka verðtryggð lán eingöngu? „Já, það er töluvert um það. Það er töluverður munur á greiðslubyrði verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Greiðslubyrði verðtryggðu lánanna er lægri og það er töluvert um það að fólk taki verðtryggð lán í dag.“ Sveinn segir að þetta ráðist allt af markmiðum sem fólk setur sér. Ef fólk villji eignamyndun í fasteign séu óverðtryggðu lánin betri en það muni talsverðu á greiðslubyrði. „Þetta snýst aðeins um það hvað fólk treystir sér í. Greiðslubyrði er lægri á verðtryggðu.“Skiptir engu hvað er tekið ef peningastefnan er í molum Það er talað um það í skýrslu sérfræðingahópsins að það sé æskilegt fyrir langtímaáhrif á hagkerfið að fara alfarið í óverðtryggt. Sérðu það fyrir þér í ljósi þess hvað er mikið um ný lán í verðtryggðu? „Vandamálið er óstöðugleiki og verðbólga. Það er meginvandi þeirra sem taka lán hvort sem það er óverðtryggt eða verðtryggt. Það á ekki að skipta máli fyrir lántaka ef verðbólga er núll hvort tekið er verðtryggt eða óverðtryggt. Ég vona að stjórnvöld og allir sem vettlingi geta valdið vinni að því að koma á meiri stöðugleika svo að okkar fjármálaumhverfi verði líkara því sem gerist á nokkar nágrannalöndum þar sem verðbólga er lítil og vextir mun lægri en hér,“ segir Sveinn. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Langtíma-hagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán, að mati sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. Í bankakerfinu er enn nokkuð um að verðtryggð lán séu tekin þótt óverðtryggð séu mun vinsælli. Í skýrslu sérfræðingahóps um skuldaleiðréttingu eru vangaveltur um framtíð lánamarkaðar einstaklinga á Íslandi. Hvað leið sé heppilegust fyrir íslenskt efnahagslíf í þessum efnum. Þar segir: „Ljóst er að langtímahagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán. Auk þess eru hagfræðileg rök sem lúta að peningamálastjórnun þess efnis að skilvirkara sé að hafa áhrif á einkaneyslu í kerfi þar sem óverðtryggð lán eru stór hluti útgjalda heimila.“ Stöð 2 hefur áður fjallað um það að óverðtryggð lán hafi verið miklu vinsælli en verðtryggð á síðustu árum eftir hrunið. Sveinn Gíslason er útibússtjóri í aðalútibúi Arion banka í Reykjavík. Hann og undirmenn hans eru í nánu sambandi við viðskiptavinina og hafa því góða innsýn í eftirspurnina, en Arion banki var fyrsti bankinn á Íslandi til að bjóða upp á óverðtryggð lán.Enn talsvert um verðtryggð lán „Það er svipað hlutfall þeirra sem taka verðtryggð og óverðtryggð lán og sumir eru að taka bæði,“ segir Sveinn.Eru einhverjir að taka verðtryggð lán eingöngu? „Já, það er töluvert um það. Það er töluverður munur á greiðslubyrði verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Greiðslubyrði verðtryggðu lánanna er lægri og það er töluvert um það að fólk taki verðtryggð lán í dag.“ Sveinn segir að þetta ráðist allt af markmiðum sem fólk setur sér. Ef fólk villji eignamyndun í fasteign séu óverðtryggðu lánin betri en það muni talsverðu á greiðslubyrði. „Þetta snýst aðeins um það hvað fólk treystir sér í. Greiðslubyrði er lægri á verðtryggðu.“Skiptir engu hvað er tekið ef peningastefnan er í molum Það er talað um það í skýrslu sérfræðingahópsins að það sé æskilegt fyrir langtímaáhrif á hagkerfið að fara alfarið í óverðtryggt. Sérðu það fyrir þér í ljósi þess hvað er mikið um ný lán í verðtryggðu? „Vandamálið er óstöðugleiki og verðbólga. Það er meginvandi þeirra sem taka lán hvort sem það er óverðtryggt eða verðtryggt. Það á ekki að skipta máli fyrir lántaka ef verðbólga er núll hvort tekið er verðtryggt eða óverðtryggt. Ég vona að stjórnvöld og allir sem vettlingi geta valdið vinni að því að koma á meiri stöðugleika svo að okkar fjármálaumhverfi verði líkara því sem gerist á nokkar nágrannalöndum þar sem verðbólga er lítil og vextir mun lægri en hér,“ segir Sveinn.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira