Andri Snær: "Bóklestur er líkamsrækt hugans“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2013 21:51 Bóklestur er líkamsrækt hugans og það er veganesti inni í framtíðina fyrir unga drengi að taka sér hlé frá tölvuleikjum í bóklestur, segir Andri Snær Magnason, rithöfundur. Andri Snær og Vísinda-Villi skemmtu krökkum með vísindatilraunum og ævintýraferð í Elliðaárdal. Vilhelm Anton Jónsson og Andri Snær Magnússon fræddu börn um menningu vísinda og ævintýra í Toppstöðinni í Elliðárdal. Vísindabók Villa fékk fimm stjörnur í Fréttatímanum en hann vildi virkja áhuga ungra barna á vísindum. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Viðtal við þá Villa og Andra Snæ.Forvitni barna vegvísir að einhverju meira „Mér finnst bara svo dýrmætt að krakkar séu forvitnir. Ég átta mig alveg á því að krakkarnir átta sig á því hver ég er og ef ég get notað það til þess að koma inn forvitni eða gagnrýninni hugsun hjá þeim þá vil ég gera það,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, rithöfundur og tónlistarmaður. Villi sýndi skondnar tilraunir og lét meðal annars kaffið sitt gjósa eins og hver við ómælda kátínu barnanna.Að miðla tilfinningum, skilja hluti og verða það sem maður vill verða Andri Snær las upp úr Tímakistunni, nýrri bók. Andri Snær hefur í samtali við fréttastofuna áhyggjur af lesskilningi ungra drengja. „Bóklestur er líkamsrækt hugans. Við sjáum það ekki beinlínis utan á fólki ef það vanrækir lesturinn en ég held, sérstaklega á aldrinum 10-15 ára, þarf maður að hlaða inn ansi mikið af orðum bara til þess að greina veröldina og skilja heiminn. Svo er þetta svo skemmtilegt og tungumálið er lykill að því að geta miðlað tilfinningum sínum og skilið heiminn og skilið hluti og orðið það sem maður vill vera,“ segir Andri Snær.Voru niðurstöður PISA-könnunarinnar ekki mikið áfall? „Jú, fyrir þjóðina alla en þá líka hvatning fyrir höfunda að skrifa þannig að menn vilji lesa. Auðvitað þurfum við að taka okkur öll á og lesa fyrir og með krökkum og skapa hluti í kringum bókmenntirnar og draga krakka inn í heim ævintýrsins. Ég held við séum farin að sjá það núna, fyrir hagvöxt og þjóðarhag árið 2025 að ef að börn í dag lesa ekki þá getum við fengið það illilega í hausinn.“ Í meðfylgjandi myndskeiði er skyggnst inn í ævintýraheim Toppstöðvarinnar ásamt Viðtali við þá Villa og Andra Snæ. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Bóklestur er líkamsrækt hugans og það er veganesti inni í framtíðina fyrir unga drengi að taka sér hlé frá tölvuleikjum í bóklestur, segir Andri Snær Magnason, rithöfundur. Andri Snær og Vísinda-Villi skemmtu krökkum með vísindatilraunum og ævintýraferð í Elliðaárdal. Vilhelm Anton Jónsson og Andri Snær Magnússon fræddu börn um menningu vísinda og ævintýra í Toppstöðinni í Elliðárdal. Vísindabók Villa fékk fimm stjörnur í Fréttatímanum en hann vildi virkja áhuga ungra barna á vísindum. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Viðtal við þá Villa og Andra Snæ.Forvitni barna vegvísir að einhverju meira „Mér finnst bara svo dýrmætt að krakkar séu forvitnir. Ég átta mig alveg á því að krakkarnir átta sig á því hver ég er og ef ég get notað það til þess að koma inn forvitni eða gagnrýninni hugsun hjá þeim þá vil ég gera það,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, rithöfundur og tónlistarmaður. Villi sýndi skondnar tilraunir og lét meðal annars kaffið sitt gjósa eins og hver við ómælda kátínu barnanna.Að miðla tilfinningum, skilja hluti og verða það sem maður vill verða Andri Snær las upp úr Tímakistunni, nýrri bók. Andri Snær hefur í samtali við fréttastofuna áhyggjur af lesskilningi ungra drengja. „Bóklestur er líkamsrækt hugans. Við sjáum það ekki beinlínis utan á fólki ef það vanrækir lesturinn en ég held, sérstaklega á aldrinum 10-15 ára, þarf maður að hlaða inn ansi mikið af orðum bara til þess að greina veröldina og skilja heiminn. Svo er þetta svo skemmtilegt og tungumálið er lykill að því að geta miðlað tilfinningum sínum og skilið heiminn og skilið hluti og orðið það sem maður vill vera,“ segir Andri Snær.Voru niðurstöður PISA-könnunarinnar ekki mikið áfall? „Jú, fyrir þjóðina alla en þá líka hvatning fyrir höfunda að skrifa þannig að menn vilji lesa. Auðvitað þurfum við að taka okkur öll á og lesa fyrir og með krökkum og skapa hluti í kringum bókmenntirnar og draga krakka inn í heim ævintýrsins. Ég held við séum farin að sjá það núna, fyrir hagvöxt og þjóðarhag árið 2025 að ef að börn í dag lesa ekki þá getum við fengið það illilega í hausinn.“ Í meðfylgjandi myndskeiði er skyggnst inn í ævintýraheim Toppstöðvarinnar ásamt Viðtali við þá Villa og Andra Snæ.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira