Hallgrímur Jónasson og félagar í SönderjyskE gerðu 1-1 jafntefli á móti Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Hallgrímur spilaði allan leikinn.
SönderjyskE er áfram í neðsta sæti deildarinnar en var að ná í stig í þriðja leiknum í röð og nálgast nú liðin fyrir ofan aðeins. Bröndby er í 4. sætinu og mátti ekki við að tapa þessum stigum í toppbaráttunni.
Alexander Szymanowski kom Bröndby yfir á 19. mínútu en Niels Lodberg jafnaði sex mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum.
Hallgrímur Jónasson spilaði allan leikinn í miðri vörninni en hann hefur verið fastamaður hjá SönderjyskE á þessari leiktíð.
Hallgrímur og félagar náðu í stig á móti Bröndby
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn




„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn


Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn