„Klárlega biðarinnar og kuldans virði“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. desember 2013 20:02 Æstir aðdáendur Hringadróttinssögu biðu tímunum saman fyrir utan afþreyingarbúðina Nexus í nótt. Þetta gerðu þeir til að freista þess að næla sér í miða á sérstaka forsýningu á kvikmyndinni Hobbitanum tvö. Hátt í tvö hundruð manns biðu í röð fyrir utan Nexus þegar fréttastofu bar að garði klukkan rúmlega hálf ellefu í dag. Hörðustu aðdáendurnir höfðu þá beðið fyrir utan búðina frá því klukkan fjögur um nóttina. Mikil spenna var í loftinu og aðdáendur létu slabbið ekki á sig fá. Þeir klæddu sig eftir veðri og höfðu með sér heitt kakó og klappstóla. Það er ljóst að J.R.R. Tolkien, höfundur Hringadróttinssögu og Hobbitans, á sér stóran aðdáendahóp á Íslandi. Guðmundur Stefánsson er einn þeirra, en hann fékk sér húðflúr með texta úr sögunum. „Myndirnar eru það stór hluti af mínu lífi að ég ákvað bara að fá mér þetta tattú fyrir nokkrum árum,“ segir Guðmundur, sem kom beinustu leið af næturvakt í röðina og var mættur klukkan átta í morgun. „Þetta er klárlega biðarinnar og kuldans virði. Ekki spurning.“ Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Æstir aðdáendur Hringadróttinssögu biðu tímunum saman fyrir utan afþreyingarbúðina Nexus í nótt. Þetta gerðu þeir til að freista þess að næla sér í miða á sérstaka forsýningu á kvikmyndinni Hobbitanum tvö. Hátt í tvö hundruð manns biðu í röð fyrir utan Nexus þegar fréttastofu bar að garði klukkan rúmlega hálf ellefu í dag. Hörðustu aðdáendurnir höfðu þá beðið fyrir utan búðina frá því klukkan fjögur um nóttina. Mikil spenna var í loftinu og aðdáendur létu slabbið ekki á sig fá. Þeir klæddu sig eftir veðri og höfðu með sér heitt kakó og klappstóla. Það er ljóst að J.R.R. Tolkien, höfundur Hringadróttinssögu og Hobbitans, á sér stóran aðdáendahóp á Íslandi. Guðmundur Stefánsson er einn þeirra, en hann fékk sér húðflúr með texta úr sögunum. „Myndirnar eru það stór hluti af mínu lífi að ég ákvað bara að fá mér þetta tattú fyrir nokkrum árum,“ segir Guðmundur, sem kom beinustu leið af næturvakt í röðina og var mættur klukkan átta í morgun. „Þetta er klárlega biðarinnar og kuldans virði. Ekki spurning.“
Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein