Ekkert samráð við sveitarfélög sem tapa milljörðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2013 12:49 Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ekkert samráð var haft við sveitarfélög þegar ríkisstjórnin ákvað að fella niður milljarða í skatttekjum þeirra með því að gefa algjört frelsi á útteikt séreignasparnaðar upp að 70 milljörðum króna. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar er tvíþætt. Rúmlega helmingurinn, 80 milljarðar króna, er fjármagnaður af ríkissjóði með hækkun bankaskatts á banka og fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Síðari hlutinn, 70 milljarðar króna, er greiddur með skattfrjálsri úttekt séreignasparnaðar. Þannig getur fólk tekið út séreignasparnað upp að einni og hálfri milljóna króna án þess að greiða af því skatt. Það hefur hins vegar lítið farið fyrir tjóni sveitarfélaga vegna þessara aðgerða sem felast í töpuðum útsvarstekjum. Með þessu skattfrelsi er verið að taka drjúgan hluta tekna sveitarfélaga og eyða honum. Frá því var greint í Morgunblaðinu á fimmtudag að tekjutap hins opinbera, þ.e ríkis og sveitarfélaga, næmi 24 milljörðum króna vegna þessarar aðgerðar. Þetta verða fimm milljarðar á árinu 2014 og sveitarfélögin verða af þremur milljörðum. Alls mun tekjutapið á þremur árum nema 24 milljörðum, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.Ekkert samráðHafði ríkisstjórnin samráð við sveitarfélögin áður en ákvörðun var tekin um skattfrelsi? „Nei, það var ekki gert,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti sjálfstæðismanna komandi borgarstjórnarkosningum.Eru það eðlileg vinnubrögð? „Nei, við höfum undirstrikað hvað eftir annað að við viljum vera með í ráðum þegar verið er að taka stórar ákvarðanir.“Hvað er þetta mikið sem sveitarfélögin fara á mis við? „Við erum að tala um ansi marga milljarða eins og þetta lítur út í áætlunum. Að minnsta kosti einn og hálfur milljarður króna á næsta ári og svo auðvitað inn í framtíðina töluvert. Á móti kemur, sem ég vil taka skýrt fram, að við getum líka vænst þess að þessar aðgerðir hafi veltuaukandi áhrif og þar af leiðandi tekjuaukandi áhrif. Við þurfum að vega og meta það líka.“Auðvelt fyrir Bjarna Ben að taka upp símannÞað eru hæg heimatökin fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að hafa samband við þig. Þið eruð flokksbræður, en það var ekki gert? „Nei, ekki að þessu sinni. Við erum mjög óánægðir með það hjá Sambandi sveitarfélaga. Það skiptir auðvitað engu máli hvernig ríkisstjórnin er samansett. Við viljum hafa gott samband við ríkisstjórnir og það á að sjálfsögðu við um þessa.“ Halldór segist vænta þess að haft verði samband við SÍS við undirbúning lagafrumvarps um aðgerðir. „Við viljum vera með í ráðum. Við væntum þess að þær tekjur sem sveitarfélögin verða af verði bættar af hálfu ríkisins,“ segir Halldór. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Ekkert samráð var haft við sveitarfélög þegar ríkisstjórnin ákvað að fella niður milljarða í skatttekjum þeirra með því að gefa algjört frelsi á útteikt séreignasparnaðar upp að 70 milljörðum króna. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar er tvíþætt. Rúmlega helmingurinn, 80 milljarðar króna, er fjármagnaður af ríkissjóði með hækkun bankaskatts á banka og fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Síðari hlutinn, 70 milljarðar króna, er greiddur með skattfrjálsri úttekt séreignasparnaðar. Þannig getur fólk tekið út séreignasparnað upp að einni og hálfri milljóna króna án þess að greiða af því skatt. Það hefur hins vegar lítið farið fyrir tjóni sveitarfélaga vegna þessara aðgerða sem felast í töpuðum útsvarstekjum. Með þessu skattfrelsi er verið að taka drjúgan hluta tekna sveitarfélaga og eyða honum. Frá því var greint í Morgunblaðinu á fimmtudag að tekjutap hins opinbera, þ.e ríkis og sveitarfélaga, næmi 24 milljörðum króna vegna þessarar aðgerðar. Þetta verða fimm milljarðar á árinu 2014 og sveitarfélögin verða af þremur milljörðum. Alls mun tekjutapið á þremur árum nema 24 milljörðum, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.Ekkert samráðHafði ríkisstjórnin samráð við sveitarfélögin áður en ákvörðun var tekin um skattfrelsi? „Nei, það var ekki gert,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti sjálfstæðismanna komandi borgarstjórnarkosningum.Eru það eðlileg vinnubrögð? „Nei, við höfum undirstrikað hvað eftir annað að við viljum vera með í ráðum þegar verið er að taka stórar ákvarðanir.“Hvað er þetta mikið sem sveitarfélögin fara á mis við? „Við erum að tala um ansi marga milljarða eins og þetta lítur út í áætlunum. Að minnsta kosti einn og hálfur milljarður króna á næsta ári og svo auðvitað inn í framtíðina töluvert. Á móti kemur, sem ég vil taka skýrt fram, að við getum líka vænst þess að þessar aðgerðir hafi veltuaukandi áhrif og þar af leiðandi tekjuaukandi áhrif. Við þurfum að vega og meta það líka.“Auðvelt fyrir Bjarna Ben að taka upp símannÞað eru hæg heimatökin fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að hafa samband við þig. Þið eruð flokksbræður, en það var ekki gert? „Nei, ekki að þessu sinni. Við erum mjög óánægðir með það hjá Sambandi sveitarfélaga. Það skiptir auðvitað engu máli hvernig ríkisstjórnin er samansett. Við viljum hafa gott samband við ríkisstjórnir og það á að sjálfsögðu við um þessa.“ Halldór segist vænta þess að haft verði samband við SÍS við undirbúning lagafrumvarps um aðgerðir. „Við viljum vera með í ráðum. Við væntum þess að þær tekjur sem sveitarfélögin verða af verði bættar af hálfu ríkisins,“ segir Halldór.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarinn Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira