Walter hefði betur hlustað á Saul – Nýir þættir um lögmanninn í framleiðslu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. desember 2013 10:33 Þættirnir Better Call Saul munu fjalla um lögmanninn Saul Goodman sem áhorfendur Breaking Bad þekkja vel. mynd/365 Framleiðsla er hafin á þáttunum „Better Call Saul“ sem er hliðarsaga við þættina Breaking Bad. Þættirnir Breaking Bad fjalla um Water White, efnafræðikennarann sem leiðist út á glæpabrautina í kjölfar þess að hann greinist með krabbamein. Þetta kemur meðal annars fram á Mashable.com. Breaking Bad þættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda og verið tilnefndir til og hlotið fjölda verðlauna. Þættirnir Better Call Saul munu fjalla um lögmanninn Saul Goodman sem áhorfendur Breaking Bad þekkja vel. Einn framleiðanda þáttanna um Saul, er Peter Gould sem skapaði persónuna Saul Goodman. Í viðtali hjá Yahoo TV sagði Gould um Saul Goodman: „Hann klæðir sig fáránlega, hann setur upp auglýsingaskilti þar sem hann auglýsir sig með stórundarlegum auglýsingum en hann er góður lögmaður. Þegar hlustað er vandlega á ráð Saul til Walter má heyra að þau eru í raun mjög góð. Ef Walter hefði hlustað aðeins meira á Saul held ég að þættirnir hefðu farið á allt annan veg en að sama skapi hefðu þeir ekki verið jafn spennandi.“ Vince Gilligan, höfundur Breaking Bad, hlakkar til að sjá þættina um Saul og hefur mikla trúa á þeim. „Ég elska hugmyndina um lögmanninn sem gerir allt til þess að forðast að mæta í dómsalinn,“ segir Gilligan. Better Call Saul munu fjalla um líf og störf Saul Goodman áður en hann kemst í kynni við þá félaga Walter og Jessie Pinkman. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Framleiðsla er hafin á þáttunum „Better Call Saul“ sem er hliðarsaga við þættina Breaking Bad. Þættirnir Breaking Bad fjalla um Water White, efnafræðikennarann sem leiðist út á glæpabrautina í kjölfar þess að hann greinist með krabbamein. Þetta kemur meðal annars fram á Mashable.com. Breaking Bad þættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda og verið tilnefndir til og hlotið fjölda verðlauna. Þættirnir Better Call Saul munu fjalla um lögmanninn Saul Goodman sem áhorfendur Breaking Bad þekkja vel. Einn framleiðanda þáttanna um Saul, er Peter Gould sem skapaði persónuna Saul Goodman. Í viðtali hjá Yahoo TV sagði Gould um Saul Goodman: „Hann klæðir sig fáránlega, hann setur upp auglýsingaskilti þar sem hann auglýsir sig með stórundarlegum auglýsingum en hann er góður lögmaður. Þegar hlustað er vandlega á ráð Saul til Walter má heyra að þau eru í raun mjög góð. Ef Walter hefði hlustað aðeins meira á Saul held ég að þættirnir hefðu farið á allt annan veg en að sama skapi hefðu þeir ekki verið jafn spennandi.“ Vince Gilligan, höfundur Breaking Bad, hlakkar til að sjá þættina um Saul og hefur mikla trúa á þeim. „Ég elska hugmyndina um lögmanninn sem gerir allt til þess að forðast að mæta í dómsalinn,“ segir Gilligan. Better Call Saul munu fjalla um líf og störf Saul Goodman áður en hann kemst í kynni við þá félaga Walter og Jessie Pinkman.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira