Stórhættulegir og baneitraðir bóksölulistar Jakob Bjarnar skrifar 5. desember 2013 14:04 Bryndís og Kristján Freyr. Tekist er á um bóksölulistann sem allt hverfist um fyrir jól. Bókabúð Máls og menningar, Eymundsson og Iða neita að vera með í bóksölulista útgefenda sem sendur er út vikulega. Þeir segja listann beinlínis skaðlegan. Ekki þarf að hafa mörg orð um það; höfundar rýna sig rauðeyga við að skoða þennan lista og umræðan um bækur hverfist að miklu leyti um þessa sölulista.Skrípaleikur Kristján Freyr Halldórsson, verslunarstjóri í Bókabúð Máls og Menningar, segir þetta horfa þannig við bóksölum að þetta sé skrípaleikur og gefi alls ekki rétta mynd. Morgunblaðið var með ítarlega umfjöllun um þennan bóksölulista í morgun og þar kemur jafnframt fram að Eymundsson, Griffill Skeifunni og bókabúð Máls og menningar Laugavegi hafi neitað að vera með í verðlagseftirliti ASÍ. Þetta er önnur hlið á þessu sama máli. En, ef sjónum er beint einkum og sérílagi að bóksölulistunum þá óttast bóksalar skakka mynd og einsleitnina sem þessir listar boða og sýna. „Fólk skoðar þessa sölulista mjög mikið, mikil metsölulistavæðing hjá okkur. En, þetta er þessi fábreytni sem er í bóksölunni hjá þessum stórmörkuðum síðan þeir hófu að selja bækur, það hafa þeir gert síðustu 15 til 20 árin. Okkur finnst ekki hægt að bera okkur, okkur bóksalana við matvörumarkaði, með fullri virðingu þá er þetta ekki sambærilegt. Og það þjónar heldur engum tilgangi.“Ávísun á einsleitni Bóksölum finnst sitthvað bogið við það að matvörumarkaðir eingöngu með vinsælustu bækurnar og það bara fyrir jól. „Við sem erum að fást við bóksölu, erum að selja og versla með bækur allan ársins hring, okkur finnst sorglegt þegar verið er að fleyta rjómann með þessum hætti. Þetta þrengir markaðinn að öllu leyti og menningarleg fjölbreytni sem hefur verið í bókaútgáfu er í mikilli hættu með þessari þróun. Sem er mjög hættuleg,“ segir Kristján. Bóksalinn bendir jafnframt á annað atriði sem er að þetta fyrirkomulag styttir líftíma bókanna. „Þeim er hent uppá bretti, blessuðum bókunum, hjá okkur bókaþjóðinni, rétt fyrir jólin. Svo er þessu ýtt út aftur. Það er engin virðing fyrir bókunum með þessum hætti. Þetta er bara köld verslunarvara í þessum matvöruverslunum. Meðan við bóksalar, þó ég vilji ekki hljóma eins og einhver rómantíker, þá er það nú bara þannig að við lítum ekki á bókina sem kalda verslunarvöru. Hún skiptir okkur miklu meira máli heldur en hjá þessum verslunum. Þar eru þær á niðursettu verði, stundum undir kostnaðarverði – bækurnar skipta engu máli fyrir þá nema bara að fá fólk inn. Svo leggja þeir söluálag á aðra vöru og það er ekki tekið inn í dæmið.“Saga greinina undan sjálfum sér Þetta er gömul umræða, og var um þetta tekist á sínum tíma þegar stórmarkaðir fóru að selja bækur og jafnvel gefa út bækur, svo sem uppskriftabók Hagkaupa, sem ávallt trónir á toppi lista. En svo virðist sem hún hafi aldrei verið útkljáð af hálfu bókaútgefenda, rithöfunda og bóksala. „Nei, ég held því miður að ég og mínir kollegar höfum ekki sýnt útgefendum mikið aðhald. Við eigum í góðu samstarfi við útgefendur en þetta eru undarleg haltu-mér-slepptu-mér samskipti við stórmarkaðina. Þeir sjá sig knúna til að vera með til að missa ekki af einhverri „bölk-sölu“ en mér finnst þeir, því miður með þessum hætti, vera að saga þá grein í sundur sem þeir sitja á. Þessi þróun er uggvænleg, finnst okkur bóksölum. Ég vil taka það fram að ég er hef ekkert á móti því að bækur séu seldar í öðrum og annars konar verslunum en í bókabúðum. Það er gott að bækur séu fyrir augum fólks. En, fólk verður að sitja við sama borð.“Enginn velkist í vafa um að bóksölulistar hafa mikil áhrif á kauphegðun; hvaða bækur verða fyrir valinu í jólapakkann.Gefur rétta mynd Bryndís Loftsdóttir starfar nú fyrir bókaútgefendur en hún var áður verslunarstjóri hjá Eymundsson. Hún segir það vissulega rétt að þrjár bókaverslanir neiti nú þátttöku í Bóksölulistanum. „En, hann er eftir sem áður marktækur og mjög viðamikill. Þátttakendur sem senda okkur sölutölur eru allar verslanir í eftirfarandi verslunarkeðjum; A4, Bónus, Hagkaup, Krónunni, Nóatúni, Samkaup, Strax, Nettó og svo Bóksala Stúdenta með tvær búðir og Forlagsverslunin á Fiskislóð með eina búð. Það er skýr vilji Félags íslenskra bókaútgefenda að fá tölur frá sem flestum til að gera Bóksölulistann og allir sem selja bækur frá helstu útgefendum geta sent okkur sölutölur. „Bryndís bendir jafnframt á að Bóksölulistinn sé viðamesta samantekt sem unnin er út frá sölu bóka í landinu: „Honum er skipt í 7 flokka; íslensk skáldverk, þýdd skáldverk, íslenskar barnabækur, þýddar barnabækur, ævisögur, ljóðabækur og fræðibækur auk þess sem sérstakur kiljulisti er gefinn út. Vikulega birtast því þeir 70 titlar sem mest seljast í sínum flokki í ofangreinum verslunum sem skipta mörgum tugum samtals. Það má segja að þetta sé topp 10% listinn því í Bókatíðindum eru um 700 bækur.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Bókabúð Máls og menningar, Eymundsson og Iða neita að vera með í bóksölulista útgefenda sem sendur er út vikulega. Þeir segja listann beinlínis skaðlegan. Ekki þarf að hafa mörg orð um það; höfundar rýna sig rauðeyga við að skoða þennan lista og umræðan um bækur hverfist að miklu leyti um þessa sölulista.Skrípaleikur Kristján Freyr Halldórsson, verslunarstjóri í Bókabúð Máls og Menningar, segir þetta horfa þannig við bóksölum að þetta sé skrípaleikur og gefi alls ekki rétta mynd. Morgunblaðið var með ítarlega umfjöllun um þennan bóksölulista í morgun og þar kemur jafnframt fram að Eymundsson, Griffill Skeifunni og bókabúð Máls og menningar Laugavegi hafi neitað að vera með í verðlagseftirliti ASÍ. Þetta er önnur hlið á þessu sama máli. En, ef sjónum er beint einkum og sérílagi að bóksölulistunum þá óttast bóksalar skakka mynd og einsleitnina sem þessir listar boða og sýna. „Fólk skoðar þessa sölulista mjög mikið, mikil metsölulistavæðing hjá okkur. En, þetta er þessi fábreytni sem er í bóksölunni hjá þessum stórmörkuðum síðan þeir hófu að selja bækur, það hafa þeir gert síðustu 15 til 20 árin. Okkur finnst ekki hægt að bera okkur, okkur bóksalana við matvörumarkaði, með fullri virðingu þá er þetta ekki sambærilegt. Og það þjónar heldur engum tilgangi.“Ávísun á einsleitni Bóksölum finnst sitthvað bogið við það að matvörumarkaðir eingöngu með vinsælustu bækurnar og það bara fyrir jól. „Við sem erum að fást við bóksölu, erum að selja og versla með bækur allan ársins hring, okkur finnst sorglegt þegar verið er að fleyta rjómann með þessum hætti. Þetta þrengir markaðinn að öllu leyti og menningarleg fjölbreytni sem hefur verið í bókaútgáfu er í mikilli hættu með þessari þróun. Sem er mjög hættuleg,“ segir Kristján. Bóksalinn bendir jafnframt á annað atriði sem er að þetta fyrirkomulag styttir líftíma bókanna. „Þeim er hent uppá bretti, blessuðum bókunum, hjá okkur bókaþjóðinni, rétt fyrir jólin. Svo er þessu ýtt út aftur. Það er engin virðing fyrir bókunum með þessum hætti. Þetta er bara köld verslunarvara í þessum matvöruverslunum. Meðan við bóksalar, þó ég vilji ekki hljóma eins og einhver rómantíker, þá er það nú bara þannig að við lítum ekki á bókina sem kalda verslunarvöru. Hún skiptir okkur miklu meira máli heldur en hjá þessum verslunum. Þar eru þær á niðursettu verði, stundum undir kostnaðarverði – bækurnar skipta engu máli fyrir þá nema bara að fá fólk inn. Svo leggja þeir söluálag á aðra vöru og það er ekki tekið inn í dæmið.“Saga greinina undan sjálfum sér Þetta er gömul umræða, og var um þetta tekist á sínum tíma þegar stórmarkaðir fóru að selja bækur og jafnvel gefa út bækur, svo sem uppskriftabók Hagkaupa, sem ávallt trónir á toppi lista. En svo virðist sem hún hafi aldrei verið útkljáð af hálfu bókaútgefenda, rithöfunda og bóksala. „Nei, ég held því miður að ég og mínir kollegar höfum ekki sýnt útgefendum mikið aðhald. Við eigum í góðu samstarfi við útgefendur en þetta eru undarleg haltu-mér-slepptu-mér samskipti við stórmarkaðina. Þeir sjá sig knúna til að vera með til að missa ekki af einhverri „bölk-sölu“ en mér finnst þeir, því miður með þessum hætti, vera að saga þá grein í sundur sem þeir sitja á. Þessi þróun er uggvænleg, finnst okkur bóksölum. Ég vil taka það fram að ég er hef ekkert á móti því að bækur séu seldar í öðrum og annars konar verslunum en í bókabúðum. Það er gott að bækur séu fyrir augum fólks. En, fólk verður að sitja við sama borð.“Enginn velkist í vafa um að bóksölulistar hafa mikil áhrif á kauphegðun; hvaða bækur verða fyrir valinu í jólapakkann.Gefur rétta mynd Bryndís Loftsdóttir starfar nú fyrir bókaútgefendur en hún var áður verslunarstjóri hjá Eymundsson. Hún segir það vissulega rétt að þrjár bókaverslanir neiti nú þátttöku í Bóksölulistanum. „En, hann er eftir sem áður marktækur og mjög viðamikill. Þátttakendur sem senda okkur sölutölur eru allar verslanir í eftirfarandi verslunarkeðjum; A4, Bónus, Hagkaup, Krónunni, Nóatúni, Samkaup, Strax, Nettó og svo Bóksala Stúdenta með tvær búðir og Forlagsverslunin á Fiskislóð með eina búð. Það er skýr vilji Félags íslenskra bókaútgefenda að fá tölur frá sem flestum til að gera Bóksölulistann og allir sem selja bækur frá helstu útgefendum geta sent okkur sölutölur. „Bryndís bendir jafnframt á að Bóksölulistinn sé viðamesta samantekt sem unnin er út frá sölu bóka í landinu: „Honum er skipt í 7 flokka; íslensk skáldverk, þýdd skáldverk, íslenskar barnabækur, þýddar barnabækur, ævisögur, ljóðabækur og fræðibækur auk þess sem sérstakur kiljulisti er gefinn út. Vikulega birtast því þeir 70 titlar sem mest seljast í sínum flokki í ofangreinum verslunum sem skipta mörgum tugum samtals. Það má segja að þetta sé topp 10% listinn því í Bókatíðindum eru um 700 bækur.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira