Handbolti

Duvnjak valinn besti handboltamaður heims

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Domagoj Duvnjak.
Domagoj Duvnjak. Mynd/NordicPhotos/Getty
Króatinn Domagoj Duvnjak var valinn besti handboltamaður heims á árinu 2013 í kosningu á vegum handboltavefsíðunnar Handball-planet.com.

Kosningin var að hluta til netkosning og að hluta til ellefu manna dómnefnd skipuð handbolta-fréttamönnum allstaðar af úr heiminum.

Domagoj Duvnjak átti mjög gott ár en hann vann Meistaradeildina með HSV Hamburg og varð í þriðja sæti með króatíska landsliðinu á HM á Spáni. Króatar hafa unnuð brons á síðustu þremur stórmótum.

Hinn 25 ára gamli Duvnjak var valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð af þjálfurum og framkvæmdastjórum liðanna.

Domagoj Duvnjak er á sínu síðasta tímabili með HSV Hamburg (kom 2009) en hann hefur samið við THW Kiel en hann mun þar spila fyrir Alfreð Gíslason og keppa um sæti í liðinu við íslenska landsliðsmanninn Aron Pálmarsson.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×