BMW i3 klikkar á árekstrarprófi NCAP Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2013 11:30 Rafmagnsbíllinn BMW i3. Rafmagnsbíllinn nýi frá BMW, i3 fékk fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP nýverið og verður það að teljast nokkuð áfallt fyrir þýska framleiðandann. Koltrefjarnar sem yfirbygging bílsins er smíðuð úr reyndust mjög sterkar en en öryggi í hliðarárekstri reyndist ekki með besta móti. Sama átti við öryggi gangandi vegfarenda vegna framenda bílsins. Fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP er svo sem ekki alslæmt, en BMW hafði vonast til þess að þessi nýi bíll fengi hæstu einkunn, þ.e. 5 stjörnur. Það hafa nýju bílarnir Mazda3, Suzuki SX4, Mercedes Benz CLA, Peugeot 308 og 2008, Mitsubishi Outlander, Jeep Cherokee, og Maserati Ghibli fengið. Meira að segja kínverski bíllinn Qorus 3 fékk fimm stjörnur hjá NCAP fyrir stuttu. Því er gleðin á BMW heimilinu ekki svo mikil með þessa einkunn i3 bílsins. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent
Rafmagnsbíllinn nýi frá BMW, i3 fékk fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP nýverið og verður það að teljast nokkuð áfallt fyrir þýska framleiðandann. Koltrefjarnar sem yfirbygging bílsins er smíðuð úr reyndust mjög sterkar en en öryggi í hliðarárekstri reyndist ekki með besta móti. Sama átti við öryggi gangandi vegfarenda vegna framenda bílsins. Fjórar stjörnur af fimm í árekstrarprófi NCAP er svo sem ekki alslæmt, en BMW hafði vonast til þess að þessi nýi bíll fengi hæstu einkunn, þ.e. 5 stjörnur. Það hafa nýju bílarnir Mazda3, Suzuki SX4, Mercedes Benz CLA, Peugeot 308 og 2008, Mitsubishi Outlander, Jeep Cherokee, og Maserati Ghibli fengið. Meira að segja kínverski bíllinn Qorus 3 fékk fimm stjörnur hjá NCAP fyrir stuttu. Því er gleðin á BMW heimilinu ekki svo mikil með þessa einkunn i3 bílsins.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent