Leob líka frábær mótorhjólamaður Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2013 10:30 Skildi það vera einhver íþrótt sem rallakstursmaðurinn Sebastian Loeb er ekki frábær í? Það er greinilega alvega sama í hverju Loeb tekur þátt, hann nær alltaf frábærum árangri. Meira að segja í grein sem hann hefur ekkert stundað áður, mótorhjólakstri. Um helgina tók Loeb þátt í margþættri mótorhjólakeppni gegn reyndum keppnismönnum í greininni. Loeb endaði í efri hluta þeirra 28 keppenda sem öttu kappi, eða í 13. sæti. Með því setti hann fyrir neðan sig margan reyndan keppnisökumanninn. Keppnin var fjórþætt því ekið var á Trial hjólum, Enduro-, Supermoto- og Road racing-hjólum og árangurinn úr þessum 4 keppnum lagður saman. Allir keppendurnir fyrir utan Loeb eru atvinnukeppnismenn í einni af þessum greinum og því er árangur hans enn athygliverðari. Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Skildi það vera einhver íþrótt sem rallakstursmaðurinn Sebastian Loeb er ekki frábær í? Það er greinilega alvega sama í hverju Loeb tekur þátt, hann nær alltaf frábærum árangri. Meira að segja í grein sem hann hefur ekkert stundað áður, mótorhjólakstri. Um helgina tók Loeb þátt í margþættri mótorhjólakeppni gegn reyndum keppnismönnum í greininni. Loeb endaði í efri hluta þeirra 28 keppenda sem öttu kappi, eða í 13. sæti. Með því setti hann fyrir neðan sig margan reyndan keppnisökumanninn. Keppnin var fjórþætt því ekið var á Trial hjólum, Enduro-, Supermoto- og Road racing-hjólum og árangurinn úr þessum 4 keppnum lagður saman. Allir keppendurnir fyrir utan Loeb eru atvinnukeppnismenn í einni af þessum greinum og því er árangur hans enn athygliverðari.
Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent