Handbolti

Úrslitin ráðast á heimavelli Dags

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Handknattleikssamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitahelgin í EHF-bikarkeppninni, svokallað Final Four, fer fram í Berlín í Þýskalandi þetta tímabilið.

Alls sóttust sjö borgir eftir því að fá leikina til sín auk þess sem að Stuttgart kom einnig til greina. Ákveðið var að leita til Berlínar þar sem handboltinn hefur verið á mikilli uppleið vegna velgengni Füchse Berlin.

Dagur Sigurðsson er þjálfari Berlínarrefanna sem er eitt sextán liða sem komust í riðlakeppni EHF-bikarsins. Þeim verður skipt í fjóra riðla þann 5. desember næstkomandi.

Þetta er aðeins annað tímabilið sem EHF-keppnin er haldin með þessu fyrirkomulagi. Úrslitahelgin var haldin í Nantes í Frakklandi í fyrra en þá stóðu Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen uppi sem sigurvegarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×