Golf

Fugl á síðustu holunni tryggði McIlroy sigur í Ástralíu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Langþráður sigur hjá Rory.
Langþráður sigur hjá Rory. mynd/nordic photos/getty
Norður-Írinn Rory McIlroy vann sinn fyrsta sigur á árinu þegar hann vann opna ástralska meistaramótið í golfi í morgunsárið. McIlroy marði sigur á Adam Scott með því að fá fugla á síðustu holunni.

Adam Scott var með fjögurra högga forystu á McIlroy fyrir fjórða og síðasta keppnisdaginn en glopraði henni fljótt niður. Scott var þó í góðri stöðu þegar þeir komu á 18. holuna.

Scott átti eitt högg á McIlroy þegar á síðustu holuna kom. McIlroy fékk fugl og Scott fékk skolla og því var það Norður-Írinn sem fagnaði sigri á Scott sem hefur átt frábært ár en Scott vann bæði PGA meistaramótið og Masters á árinu.

McIlroy lék síðasta hringinn á sjö undir pari eða 66 höggum og sótti sigurinn með frábærri spilamennsku.

„Það er erfitt að fá ekki smá samviskubit yfir því hvernig ég vann,“ sagði Norður-Írinn sem sá fram á að ná ekki einum sigri á árinu í fyrsta sinn síðan 2008.

„Þetta er búið að vera erfitt ár en ég hef unnið vel í mínum málum. Það var gott að ná að vinna í dag,“ sagði McIlroy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×