Handbolti

Kári sá eini í sigurliði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Kristjánsson.
Kári Kristjánsson. Mynd/HSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Bjerringbro-Silkeborg vann sinn leik í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en GOG Håndbold gerði jafntefli og Nordsjælland tapaði illa.

Kári Kristjánsson skoraði eitt mark þegar Bjerringbro-Silkeborg vann 31-28 heimasigur á TMS Ringsted. Kristian Kjelling og Mads Christiansen voru markahæstir hjá Bjerringbro-Silkeborg með sex mörk hvor.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir GOG Håndbold þegar liðið gerði 29-29 jafntefli á útivelli á móti SönderjyskE.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði þrjú mörk og Anton Rúnarsson var með tvö mörk þegar Nordsjælland steinlá 20-31 á útivelli á móti Álaborg.

Guðmundur Árni Ólafsson var ekki með Mors-Thy Håndbold  þegar liðið tapaði 25-31 á móti Ribe-Esbjerg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×