Kanye West biður öryggisverði um að fjarlægja tónleikagest Orri Freyr Rúnarsson skrifar 16. desember 2013 15:31 Kanye West er enginn grínisti, enda laus við allan húmor - www.rollingout.com Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu enda er maðurinn varla fær um að opna á sér munninn án þess að hneyksla hálfan heiminn. Nú er hann aftur kominn í fréttirnar eftir að myndband náðist af kappanum biðja öryggisverði um að vísa kvenkyns áhorfenda af tónleikum hans í Bandaríkjunum. Aðdáandinn hafði þó ekki unnið sér margt til saka, heldur einungis beðið West um að fjarlægja „helvítis“ grímuna af andlitinu á sér. Þessari beiðni tók Kanye afar illa og gaf merki til öryggisvarða um að vísa ætti þessum tónleikagest af svæðinu. Kanye gerði svo örstutt hlé á laginu til að spyrja aðdáendur hvort að hann liti út eins og bévítans grínisti, íklæddur einhverskonar gimp-grímu, risaloðfrakka og loðskóm. Nei, hann Kanye er heldur betur enginn grínisti, hann er Kanye „moðerfokkin“ West að eigin sögn. Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu sem hefst eftir 35.sek.. Harmageddon Mest lesið Fannst ekki spennandi að spila Little Talks fimm sinnum á dag Harmageddon Elektrótónlist með sprengjuleitarvélmenni Ríkislögreglustjóra Harmageddon Tíu ástæður fyrir því að hugmynd Vigdísar er rosalega vond Harmageddon Vínilplatan snýr aftur Harmageddon Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon BDSM - hjartnæm reynslusaga Harmageddon Rokkprófið - Daníel Ágúst vs. Lay Low Harmageddon Átökin verði staðbundin ef til þeirra kemur Harmageddon Sannleikurinn: Halda að fólk myndi virkilega kaupa lélega tónlist og myndir Harmageddon
Tónlistarmaðurinn Kanye West hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu enda er maðurinn varla fær um að opna á sér munninn án þess að hneyksla hálfan heiminn. Nú er hann aftur kominn í fréttirnar eftir að myndband náðist af kappanum biðja öryggisverði um að vísa kvenkyns áhorfenda af tónleikum hans í Bandaríkjunum. Aðdáandinn hafði þó ekki unnið sér margt til saka, heldur einungis beðið West um að fjarlægja „helvítis“ grímuna af andlitinu á sér. Þessari beiðni tók Kanye afar illa og gaf merki til öryggisvarða um að vísa ætti þessum tónleikagest af svæðinu. Kanye gerði svo örstutt hlé á laginu til að spyrja aðdáendur hvort að hann liti út eins og bévítans grínisti, íklæddur einhverskonar gimp-grímu, risaloðfrakka og loðskóm. Nei, hann Kanye er heldur betur enginn grínisti, hann er Kanye „moðerfokkin“ West að eigin sögn. Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu sem hefst eftir 35.sek..
Harmageddon Mest lesið Fannst ekki spennandi að spila Little Talks fimm sinnum á dag Harmageddon Elektrótónlist með sprengjuleitarvélmenni Ríkislögreglustjóra Harmageddon Tíu ástæður fyrir því að hugmynd Vigdísar er rosalega vond Harmageddon Vínilplatan snýr aftur Harmageddon Sannleikurinn: Vodafone ráðleggur viðskiptavinum sínum að skipta yfir í Nova Harmageddon Móðir Sævars poetrix viðurkennir ofbeldi Harmageddon BDSM - hjartnæm reynslusaga Harmageddon Rokkprófið - Daníel Ágúst vs. Lay Low Harmageddon Átökin verði staðbundin ef til þeirra kemur Harmageddon Sannleikurinn: Halda að fólk myndi virkilega kaupa lélega tónlist og myndir Harmageddon