GM selur bréf sín í PSA Peugeot Citroën Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2013 10:30 Brátt á GM ekkert í PSA. Þessi vika hefur aldeilis verið söguleg hjá General Motors. Þeir réð nýjan forstjóra, kraftkonuna Mary Barra, tilkynntu um brotthvarf Chevrolet í Evrópu og framleiðslu bíla í Astralíu og eru nú að selja sinn 7% hlut í PSA Peugeot Citroën. GM og PSA munu samt eiga í samstarfi við þróun undirvagna í bíla sína. Mun það eiga við MPV og Crossover bíla fyrirtækjanna og jafnvel fleiri bíla. Áætlanir um sameiginlega þróun undirvagna fyrir bíla í B-stærðparflokki hefur hinsvegar verið hætt, sem og þróun lítilla bílvéla. Fyrirtækin ætla áfram að eiga í samstarfi um sameiginleg innkaup íhluta. Hlutir GM í PSA Peugeot Citroën er 28,84 milljón hluta og vonast GM til að fá 500 milljónir dala fyrir þennan hlut, en GM keypti þennan hlut fyrir 22 mánuðum síðan á 400 milljónir dala. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent
Þessi vika hefur aldeilis verið söguleg hjá General Motors. Þeir réð nýjan forstjóra, kraftkonuna Mary Barra, tilkynntu um brotthvarf Chevrolet í Evrópu og framleiðslu bíla í Astralíu og eru nú að selja sinn 7% hlut í PSA Peugeot Citroën. GM og PSA munu samt eiga í samstarfi við þróun undirvagna í bíla sína. Mun það eiga við MPV og Crossover bíla fyrirtækjanna og jafnvel fleiri bíla. Áætlanir um sameiginlega þróun undirvagna fyrir bíla í B-stærðparflokki hefur hinsvegar verið hætt, sem og þróun lítilla bílvéla. Fyrirtækin ætla áfram að eiga í samstarfi um sameiginleg innkaup íhluta. Hlutir GM í PSA Peugeot Citroën er 28,84 milljón hluta og vonast GM til að fá 500 milljónir dala fyrir þennan hlut, en GM keypti þennan hlut fyrir 22 mánuðum síðan á 400 milljónir dala.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent