Fjórða kynningartilraunin á Alfa Romeo Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2013 09:15 Alfa Romeo Mito og Alfa Romeo Guillietta Bílgerðir koma og fara, en fyrir bílaáhugamenn er brotthvarf Alfa Romeo sárari en tárum taki, enda dáðir af mörgum fyrir góða aksturseiginleika. Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne hefur þó ekki gefist upp, en Fiat á sem kunnugt er Alfa Romeo. Hann ætlar í fjórða sinn frá því Fiat tók yfir Alfa Romeo fyrir 10 árum að sveipa hulunni af nýju kynningarplani á Alfa Romeo bílum. Mun það verða í apríl á næsta ári. Sala Alfa Romeo mun að líkindum verða minni en 100.000 bílar á þessu ári, en það hefur ekki gerst síðan árið 1969, svo ekki er bjart yfir merkinu um þessar mundir. Nýir bílar Alfa Romeo verða byggðir á afturhjóladrifnum undirvagni sem hannaður hefur verið af systurmerki Fiat, Maserati. Þessi undirvagn verður reyndar notaður í ýmsar fleiri gerðir bíla í Fiat fjölskyldunni, eða í Chrysler og Dodge bíla, þar á meðal Chrysler 300, Charger og Challenger. Í Alfa Romeo bílum mun hann sjást í Guilia sedan og langbak, stærri fólksbíl frá Alfa og í jepplingi í miðstærð. Þessum bílum verður beitt af krafti á Bandaríkjamarkaði og í Kína. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent
Bílgerðir koma og fara, en fyrir bílaáhugamenn er brotthvarf Alfa Romeo sárari en tárum taki, enda dáðir af mörgum fyrir góða aksturseiginleika. Forstjóri Fiat, Sergio Marchionne hefur þó ekki gefist upp, en Fiat á sem kunnugt er Alfa Romeo. Hann ætlar í fjórða sinn frá því Fiat tók yfir Alfa Romeo fyrir 10 árum að sveipa hulunni af nýju kynningarplani á Alfa Romeo bílum. Mun það verða í apríl á næsta ári. Sala Alfa Romeo mun að líkindum verða minni en 100.000 bílar á þessu ári, en það hefur ekki gerst síðan árið 1969, svo ekki er bjart yfir merkinu um þessar mundir. Nýir bílar Alfa Romeo verða byggðir á afturhjóladrifnum undirvagni sem hannaður hefur verið af systurmerki Fiat, Maserati. Þessi undirvagn verður reyndar notaður í ýmsar fleiri gerðir bíla í Fiat fjölskyldunni, eða í Chrysler og Dodge bíla, þar á meðal Chrysler 300, Charger og Challenger. Í Alfa Romeo bílum mun hann sjást í Guilia sedan og langbak, stærri fólksbíl frá Alfa og í jepplingi í miðstærð. Þessum bílum verður beitt af krafti á Bandaríkjamarkaði og í Kína.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent