Styttist í GLA sportjeppa Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2013 13:15 Mercedes Benz GLA jepplingurinn Mercedes-Benz mun snemma á næsta ári setja á markað hinn nýja og netta GLA sportjeppa. Hann var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í haust og vakti mikla athygli. Eftirvænting ríkir fyrir komu GLA en þetta er fyrsti bíllinn í þessum stærðarflokki sem Mercedes-Benz framleiðir. Mikið er lagt í innanrýmið sem mun svipa mjög til hinna nýju A-Class og CLA. Ekkert mun skorta upp á kraftinn þrátt fyrir að vélarnar verði eyðslugrannar og umhverfismildar . Fyrsti framleiðslubíll GLA verður GLA 250 4Matic með tveggja lítra vél sem skilar 208 hestöflum. Sportjeppinn er með 7gíra DCT gírkassa. Hann verður aðeins 6,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. AMG ofurútfærslan á GLA verður með tveggja lítra, fjögurra strokka vél með túrbínu. Þetta er sams konar vél og í A 45 AMG og CLA 45 AMG. Vélin er geysi öflug og skilar 355 hestöflum. Sportjeppinn verður með 4MATIC fjórhjólakerfinu Mercedes-Benz og bætir það bæði veggrip og stöðugleika bílsins auk þess sem það eykur snerpu og öryggi í akstri. 4MATIC kerfið deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni, jafnt þegar ekið er á bundnu slitlagi sem utanvega. Stefnt er að því að GLA komi einnig með framhjóladrifi en sú útgáfa en líklega ekki væntanleg á markað fyrr en 2015. Mercedes-Benz ætlar nýja lúxus sportjeppanum stórt hlutverk og er honum stefnt í harða samkeppni við Audi Q3 og BMW X1.Laglegur jepplingur frá öllum hliðum. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent
Mercedes-Benz mun snemma á næsta ári setja á markað hinn nýja og netta GLA sportjeppa. Hann var frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt í haust og vakti mikla athygli. Eftirvænting ríkir fyrir komu GLA en þetta er fyrsti bíllinn í þessum stærðarflokki sem Mercedes-Benz framleiðir. Mikið er lagt í innanrýmið sem mun svipa mjög til hinna nýju A-Class og CLA. Ekkert mun skorta upp á kraftinn þrátt fyrir að vélarnar verði eyðslugrannar og umhverfismildar . Fyrsti framleiðslubíll GLA verður GLA 250 4Matic með tveggja lítra vél sem skilar 208 hestöflum. Sportjeppinn er með 7gíra DCT gírkassa. Hann verður aðeins 6,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. AMG ofurútfærslan á GLA verður með tveggja lítra, fjögurra strokka vél með túrbínu. Þetta er sams konar vél og í A 45 AMG og CLA 45 AMG. Vélin er geysi öflug og skilar 355 hestöflum. Sportjeppinn verður með 4MATIC fjórhjólakerfinu Mercedes-Benz og bætir það bæði veggrip og stöðugleika bílsins auk þess sem það eykur snerpu og öryggi í akstri. 4MATIC kerfið deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni, jafnt þegar ekið er á bundnu slitlagi sem utanvega. Stefnt er að því að GLA komi einnig með framhjóladrifi en sú útgáfa en líklega ekki væntanleg á markað fyrr en 2015. Mercedes-Benz ætlar nýja lúxus sportjeppanum stórt hlutverk og er honum stefnt í harða samkeppni við Audi Q3 og BMW X1.Laglegur jepplingur frá öllum hliðum.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent