Það verða fjögur lið í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta á mánudaginn. Arsenal fór áfram upp úr sínum riðli í kvöld en áður höfðu Chelsea, Manchester United og Manchester City tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni.
BBC tók það saman í kvöld hvaða liðum ensku liðin fjögur geta mætt þegar dregið verður í hádeginu á mánudaginn.
Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið bíða ensku liðanna Arsenal, Chelsea, Manchester United og Manchester City.
Manchester United mætir einu af þessum liðum:
Galatasaray, Olympiakos, Schalke, Zenit St Petersborg eða AC Milan
Chelsea mætir einu af þessum liðum:
Bayer Leverkusen, Galatsaray, Olympiakos, Zenit St Petersborg eða AC Milan
Manchester City mætir einu af þessum liðum:
Real Madrid, PSG, Dortmund, Atletico Madrid eða Barcelona
Arsenal mætir einu af þessum liðum:
Real Madrid, PSG, Bayern München, Atletico Madrid eða Barcelona.
Þessum liðum geta ensku liðin mætt í 16 liða úrslitunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn

„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn
