Stærsta vél í heimi Finnur Thorlacius skrifar 11. desember 2013 13:15 Stærsta strokkvél í heimi. Það væri alls ekki ónýtt að hafa 108.920 hestöfl undir húddinu, en vandinn er sá að þessi öfluga vél kemst ekki í vélarrúm neins bíls. Hún er ætluð í skip og er stærsta strokkvél sem framleidd hefur verið. Vélin er 14 strokka og sprengirými hennar er 25.480 lítrar. Hún er forþjöppudrifin dísilvél og hver strokkur hefur sprengirými uppá 1.820 lítra. Hún snýst reyndar afar hægt í samanburði við bílvélar, eða aðeins 22-102 snúninga á mínútu. Engu að síður hefur hún ógnartogkraft, eða 5.608.310 pund á hvert fet. Það þyrfti 109 bílvélar úr ofurbílnum Bugatti Veyron, sem er 1.000 hestöfl, til að jafna hestaflatölu þessarar vélar. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent
Það væri alls ekki ónýtt að hafa 108.920 hestöfl undir húddinu, en vandinn er sá að þessi öfluga vél kemst ekki í vélarrúm neins bíls. Hún er ætluð í skip og er stærsta strokkvél sem framleidd hefur verið. Vélin er 14 strokka og sprengirými hennar er 25.480 lítrar. Hún er forþjöppudrifin dísilvél og hver strokkur hefur sprengirými uppá 1.820 lítra. Hún snýst reyndar afar hægt í samanburði við bílvélar, eða aðeins 22-102 snúninga á mínútu. Engu að síður hefur hún ógnartogkraft, eða 5.608.310 pund á hvert fet. Það þyrfti 109 bílvélar úr ofurbílnum Bugatti Veyron, sem er 1.000 hestöfl, til að jafna hestaflatölu þessarar vélar.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent