Mögnuð endurkoma City dugði ekki til | Þrjú rauð á Anderlecht Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2013 10:23 Manchester City var einu marki frá því að næla í efsta sæti D-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-2 útisigur á Bayern München. Victoria Plzen nældi í Evrópudeildarsæti og rauð spjöld fóru á loft í Grikklandi. Liðsmenn FC Bayern komust í 2-0 gegn Manchester City eftir aðeins tólf mínútur. Þá fór Micah Richards meiddur af velli og stefndi í leiðindakvöld enska liðsins í Þýskalandi. David Silva minnkaði hins vegar muninn af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og möguleiki fyrir gestina. Í síðari hálfleik gengu City-menn á lagið. Aleksandar Kolarov jafnaði metin úr vítaspyrnu og Englendingurinn James Milner, sem lagði upp markið fyrir Silva, skoraði sigurmarkið. City hefði tekið toppsætið af Bæjurum hefði þeim tekist að bæta við einu marki. Þýska liðið heldur toppsætinu á betri markatölu í innbyrðisviðureignum liðanna. Olympiakos tryggði sér annað sætið í C-riðli með 3-1 sigri á Anderlecht. Javier Saviola skoraði tvö marka gríska liðsins. Hann klúðraði einnig vítaspyrnu í stöðunni 1-1 í upphafi síðari hálfleiks þegar Belgarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Saviola kom Olympiakos í 2-1 á 58. mínútu og Grikkirnir í góðum málum. Áður en yfir lauk fuku tveir til viðbótar útaf í liði Anderlecht auk þess sem Olympiakos bæði klúðraði og skoraði úr vítaspyrnu. Sigurinn tryggði liðinu annað sætið þrátt fyrir sigur Benfica á PSG í Portúgal. Victoria Plzen tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar með 2-1 sigri á CSKA Moskvu. Liðið fékk 3 stig í riðlinum líkt og Rússarnir en Tékkarnir skoruðu fleiri mörk á útivelli í innbyrðisviðureignum liðanna.Staðan í riðlunum eftir leiki kvöldsinsA-riðill Manchester United 1-0 Shaktar Donetsk Real Sociedad 0-1 Bayer Leverkusen United 14 Leverkusen 10 Donetsk 8 Sociedad 1B-riðill FC Kaupmannahöfn 0-2 Real Madrid Fresta varð viðureign Galatasaray og Juventus vegna snjókomu. Real 16 Juve 6 Galatasaray 4 FCK 4C-riðill Benfica 2-1 PSG Olympiakos 3-1 Anderlecht PSG 13 Olympiakos 10 (Olympiacos stendur betur innbyrðis) Benfica 10 Anderlecht 1D-riðillBayern München 2-3 Manchester City Vikotira Plzen 2-1 CSKA Moskva Bayern 15 Man City 15 Viktoria 3 CSKA 3 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Sjá meira
Manchester City var einu marki frá því að næla í efsta sæti D-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-2 útisigur á Bayern München. Victoria Plzen nældi í Evrópudeildarsæti og rauð spjöld fóru á loft í Grikklandi. Liðsmenn FC Bayern komust í 2-0 gegn Manchester City eftir aðeins tólf mínútur. Þá fór Micah Richards meiddur af velli og stefndi í leiðindakvöld enska liðsins í Þýskalandi. David Silva minnkaði hins vegar muninn af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og möguleiki fyrir gestina. Í síðari hálfleik gengu City-menn á lagið. Aleksandar Kolarov jafnaði metin úr vítaspyrnu og Englendingurinn James Milner, sem lagði upp markið fyrir Silva, skoraði sigurmarkið. City hefði tekið toppsætið af Bæjurum hefði þeim tekist að bæta við einu marki. Þýska liðið heldur toppsætinu á betri markatölu í innbyrðisviðureignum liðanna. Olympiakos tryggði sér annað sætið í C-riðli með 3-1 sigri á Anderlecht. Javier Saviola skoraði tvö marka gríska liðsins. Hann klúðraði einnig vítaspyrnu í stöðunni 1-1 í upphafi síðari hálfleiks þegar Belgarnir misstu mann af velli með rautt spjald. Saviola kom Olympiakos í 2-1 á 58. mínútu og Grikkirnir í góðum málum. Áður en yfir lauk fuku tveir til viðbótar útaf í liði Anderlecht auk þess sem Olympiakos bæði klúðraði og skoraði úr vítaspyrnu. Sigurinn tryggði liðinu annað sætið þrátt fyrir sigur Benfica á PSG í Portúgal. Victoria Plzen tryggði sér sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar með 2-1 sigri á CSKA Moskvu. Liðið fékk 3 stig í riðlinum líkt og Rússarnir en Tékkarnir skoruðu fleiri mörk á útivelli í innbyrðisviðureignum liðanna.Staðan í riðlunum eftir leiki kvöldsinsA-riðill Manchester United 1-0 Shaktar Donetsk Real Sociedad 0-1 Bayer Leverkusen United 14 Leverkusen 10 Donetsk 8 Sociedad 1B-riðill FC Kaupmannahöfn 0-2 Real Madrid Fresta varð viðureign Galatasaray og Juventus vegna snjókomu. Real 16 Juve 6 Galatasaray 4 FCK 4C-riðill Benfica 2-1 PSG Olympiakos 3-1 Anderlecht PSG 13 Olympiakos 10 (Olympiacos stendur betur innbyrðis) Benfica 10 Anderlecht 1D-riðillBayern München 2-3 Manchester City Vikotira Plzen 2-1 CSKA Moskva Bayern 15 Man City 15 Viktoria 3 CSKA 3
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Sjá meira