Aron Kristjánsson: Afsakanir mega bíða þar til eftir mót Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. desember 2013 19:30 „Það eru mörg spurningamerki og margir sem geta ekki tekið þátt í æfingunum af fullu og sumir ekkert. Það gerir undirbúninginn erfiðari,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari karlalandsliðsins í handbolta eftir æfingu liðsins í dag. „Það er auðveldara fyrir lykilmenn að komast inn í leik liðsins en fyrir óreynda. Það er það jákvæða við það hverjir eru utan vallar. En liðið þarf auðvitað að finna taktinn og spila sig saman og því er slæmt þegar menn ná ekki þessum æfingaleikjum. „Það eru margir í stærri hlutverkum á æfingum en áður. Þeir hafa mjög gott af þessum æfingum og við getum einbeitt okkur að því að koma þeim inn í hlutina. Kannski verða þeir í stærri hlutverkum á mótinu,“ sagði Aron. Ólafur Guðmundsson var einn þeirra sem var í stóru hlutverki á æfingunni í dag og er Aron ánægður með stöðuna á Ólafi. „Hann er búinn að standa sig mjög vel í vetur og ég sé klárar framfarir hjá honum. Hann hefur bætt sig mikið í vetur. Hann hefur komið sterkur inn á þessar æfingar og eins og röðin er hjá okkur núna er hann framarlega. „Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru ekki með á þessum æfingum og þá er hann framarlega. Hann getur líka leyst varnarhlutverk sem er mjög mikilvægt í þessari stöðu sem við erum í í dag.“ Gunnar Steinn Jónsson er í fyrsta sinn í æfingahópnum hjá Aroni en bíður verðugt verkefni til að komast í lokahópinn sem fer á Evrópumeistaramótið í Danmörku. „Hann kemur vel út. Hann er fínn leikstjórnandi. Hann hefur staðið sig fínt og hefur þetta leikstjórnandagen og það er mikilvægt að hafa alltaf að minnsta kosti einn svoleiðis leikmann í liðinu. Snorri Steinn er í því hlutverki í dag en Gunnar Steinn er á góðum aldri. Það er gott að fá hann á æfingarnar og skoða hann,“ sagði Aron sem vill einblína á þann hóp sem hann hefur en ekki þá sem geta ekki verið með vegna meiðsla. „Þetta er leiðinda staða en við reynum að undirbúa okkur sem best og fá eins mikið út úr þessum æfingaleikjum í Þýskalandi og við getum svo við verðum eins klárir og hægt er þegar mótið byrjar. Við getum ekki verið að velta okkur of mikið upp úr þessu og væla yfir þessu. Við þurfum að taka þessa stöðu eins og hún er og vinna eins vel og við getum úr henni. Allar afsakanir mega bíða þar til eftir mót. „Hugarástandið skiptir miklu máli í þessum stórmótum og menn verða að klára það í þessum mikilvægu leikjum.“ Ekki er víst að Guðjón Valur Sigurðsson geti verið með landsliðinu í Danmörku og sagði Aron nokkuð líklegt að bæði Stefán Rafn Sigurmannsson og Bjarki Már Elísson færu til Danmerkur ef Guðjón Valur verði ekki heill. „Það er líklegt að báðir fari með. Það veltur líka á ástandinu á liðinu í heild sinni. Það eru mörg spurningamerki eins og með Vigni, varnarlega. Við þurfum að geta pússað þessu rétt saman og verið með dekkningar þar sem við þurfum að hafa þær,“ sagði Aron að lokum. EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira
„Það eru mörg spurningamerki og margir sem geta ekki tekið þátt í æfingunum af fullu og sumir ekkert. Það gerir undirbúninginn erfiðari,“ sagði Aron Kristjánsson þjálfari karlalandsliðsins í handbolta eftir æfingu liðsins í dag. „Það er auðveldara fyrir lykilmenn að komast inn í leik liðsins en fyrir óreynda. Það er það jákvæða við það hverjir eru utan vallar. En liðið þarf auðvitað að finna taktinn og spila sig saman og því er slæmt þegar menn ná ekki þessum æfingaleikjum. „Það eru margir í stærri hlutverkum á æfingum en áður. Þeir hafa mjög gott af þessum æfingum og við getum einbeitt okkur að því að koma þeim inn í hlutina. Kannski verða þeir í stærri hlutverkum á mótinu,“ sagði Aron. Ólafur Guðmundsson var einn þeirra sem var í stóru hlutverki á æfingunni í dag og er Aron ánægður með stöðuna á Ólafi. „Hann er búinn að standa sig mjög vel í vetur og ég sé klárar framfarir hjá honum. Hann hefur bætt sig mikið í vetur. Hann hefur komið sterkur inn á þessar æfingar og eins og röðin er hjá okkur núna er hann framarlega. „Aron Pálmarsson og Arnór Atlason eru ekki með á þessum æfingum og þá er hann framarlega. Hann getur líka leyst varnarhlutverk sem er mjög mikilvægt í þessari stöðu sem við erum í í dag.“ Gunnar Steinn Jónsson er í fyrsta sinn í æfingahópnum hjá Aroni en bíður verðugt verkefni til að komast í lokahópinn sem fer á Evrópumeistaramótið í Danmörku. „Hann kemur vel út. Hann er fínn leikstjórnandi. Hann hefur staðið sig fínt og hefur þetta leikstjórnandagen og það er mikilvægt að hafa alltaf að minnsta kosti einn svoleiðis leikmann í liðinu. Snorri Steinn er í því hlutverki í dag en Gunnar Steinn er á góðum aldri. Það er gott að fá hann á æfingarnar og skoða hann,“ sagði Aron sem vill einblína á þann hóp sem hann hefur en ekki þá sem geta ekki verið með vegna meiðsla. „Þetta er leiðinda staða en við reynum að undirbúa okkur sem best og fá eins mikið út úr þessum æfingaleikjum í Þýskalandi og við getum svo við verðum eins klárir og hægt er þegar mótið byrjar. Við getum ekki verið að velta okkur of mikið upp úr þessu og væla yfir þessu. Við þurfum að taka þessa stöðu eins og hún er og vinna eins vel og við getum úr henni. Allar afsakanir mega bíða þar til eftir mót. „Hugarástandið skiptir miklu máli í þessum stórmótum og menn verða að klára það í þessum mikilvægu leikjum.“ Ekki er víst að Guðjón Valur Sigurðsson geti verið með landsliðinu í Danmörku og sagði Aron nokkuð líklegt að bæði Stefán Rafn Sigurmannsson og Bjarki Már Elísson færu til Danmerkur ef Guðjón Valur verði ekki heill. „Það er líklegt að báðir fari með. Það veltur líka á ástandinu á liðinu í heild sinni. Það eru mörg spurningamerki eins og með Vigni, varnarlega. Við þurfum að geta pússað þessu rétt saman og verið með dekkningar þar sem við þurfum að hafa þær,“ sagði Aron að lokum.
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Sjá meira