Handbolti

Arftaki Guðjóns Vals fundinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson gat ekki leikið með Kiel í deildinni í gær vegna meiðsla á kálfa.
Guðjón Valur Sigurðsson gat ekki leikið með Kiel í deildinni í gær vegna meiðsla á kálfa. Nordicphotos/Getty
Guðjón Valur Sigurðsson er orðaður við pólska félagið Vive Targi Kielce í fjölmiðlum þar í landi.

Hornamaðurinn eldfljóti hafnaði á dögunum samningstilboði frá Þýskalandsmeisturum Kiel. Samningur Guðjóns Vals við þýska liðið rennur út í vor. Landsliðsfyrirliðinn hefur meðal annars verið orðaður við Barcelona.

Guðjón Valur átti magnað ár með íslenska landsliðinu og skoraði átta mörk að meðaltali í leikjum liðsins. Í áttunda skipti fór hann yfir 100 marka múrinn á fimmtán árum með landsliðinu líkt og fjallað var um í Fréttablaðinu á dögunum.

Þá greina danskir miðlar frá því að Kiel sé með arftaka Guðjóns Vals kláran. Hinn tvítugi Rune Dahmke muni spila í vinstra horninu ásamt Domenik Klein á næstu leiktíð.

„Ég hef fylgst vel með Rune síðustu tvö árin. Hann hefur bætt sig mikið og sýnt hæfileika sína. Ég er viss um að hann er tilbúinn að taka næsta skref og stimpla sig inn í þýsku úrvalsdeildina,“ er haft eftir Alfreð Gíslasyni, þjálfara Kiel.

Dahmes kemur úr unglingaliði Kiel en Þjóðverjinn er samningsbundinn Kiel til 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×