Fótbolti

Bjarni Þór vill losna úr herbúðum Silkeborg

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Bjarni Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson Mynd/Heimasíða Silkeborg
Umboðsmaður Bjarna Þórs Viðarssonar, leikmanns Silkeborg, var í viðtali við Bold.dk þar sem kom fram að Bjarni væri óánægður í herbúðum liðsins og vildi komast í burtu frá félaginu. Bjarni sem er uppalinn hjá FH er úti í kuldanum hjá þjálfara liðsins.

Bjarni var upphaflega fenginn til félagsins af Keld Bordinggaard sem lykilleikmaður en hann hefur lítið fengið að spila. Bjarni spilaði aðeins tólf leiki á síðasta tímabili, þar af sjö í byrjunarliði Silkeborg sem féll á síðasta tímabili. Þrátt fyrir að liðið hafi fallið um deild hefur staða Bjarna verið óbreytt. Bjarni sem hefur aðeins þrisvar komið inná á þessu tímabili í átján leikjum.

„Það var mjög skrýtið hvernig þetta atvikaðist, Silkeborg lagði mikið upp úr því að fá Bjarna á sínum tíma. Þeir voru með áætlun um að nota hann en af einhverjum ástæðum fær hann ekki tækifæri. Þetta er engin óskastaða, hann kom hingað því hann fékk ekki að spila hjá Mechelen og hann hefur engan tíma fengið til að sanna sig hjá Silkeborg,“ sagði Magnús Magnússon.

„Þeir vilja ekki nota hann og hann vill fara frá liðinu. Það er gagnkvæmur áhugi hjá báðum aðilum að leysa deiluna og vonandi getum við leyst þetta án vandræða. Það er hinsvegar erfitt fyrir leikmann að finna lið ef hann hefur ekkert verið að spila,“ sagði Magnús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×