Kvikmyndin er frumsýnd í apríl á næsta ári og segir frá sveit fíkniefnalögreglumanna sem verður fyrir barðinu á harðsvíruðum glæpamönnum, sem myrða meðlimi sveitarinnar einn af öðrum.
Það er David Ayer sem situr í leikstjórastólnum en hann leikstýrði síðast kvikmyndinni End of Watch. Skip Woods skrifar handritið en hann skrifaði handrit síðust Die Hard-myndar, sem lagðist misvel í gagnrýnendur.
Schwarzenegger fer með aðalhlutverk myndarinnar en í öðrum hlutverkum eru Sam Worthington, Olivia Williams og Terrence Howard.
Kynningarstiklu myndarinnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.