Nennir ekki lengur að telja húðflúrin Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. janúar 2013 06:00 Friðrik Jónsson fer yfirleitt til sama mannsins í Reykjavík til að láta flúra sig. Fréttablaðið/Vilhelm "Já, ég hugsa að ég sé sá tattúveraðasti á Eskifirði,“ segir Friðrik "Vader“ Jónsson, 25 ára Reykvíkingur sem hefur búið á Eskifirði undanfarin tvö ár. Friðrik er húðflúraður í bak og fyrir, og hefur ekki tölu á hversu mörg flúrin eru orðin. "Ég hef ekki hugmynd um hvað þau eru mörg. Ég hætti að nenna að telja fyrir löngu,“ segir Friðrik, en hann fékk fyrsta flúrið þegar hann var 16 ára gamall. Friðrik fluttist til Eskifjarðar þegar hann fékk vinnu í álverinu á Reyðarfirði og vöktu húðflúrin mikla athygli til að byrja með. "Það var svolítið gónt á mann í fyrstu, en núna er fólk orðið vant þessu,“ segir Friðrik. Hann fer reglulega til Reykjavíkur til að láta flúra sig. Friðrik segir ekki mikla tattú-menningu að finna á Eskifirði, en þó veit hann af einum og einum með flúr. "Þeir eru nú ekki margir. Allavega ekki svona mikið flúraðir.“ En er hægt að fá húðflúr fyrir austan? "Það er alveg hægt að láta flúra sig hérna, en ég fer yfirleitt alltaf til sama mannsins í Reykjavík,“ segir Friðrik, en sá heitir Jason og starfar hjá Reykjavík Ink. "Ég hef farið til hans í mörg ár og það er nóg fyrir mig að segja honum hvað ég vil og þá teiknar hann það. Eiginlega undantekningarlaust líkar mér vel við það, enda veit hann alveg hvað ég vil.“ "No comment" á Jar-JarUppáhaldsflúrið, mynd af Svarthöfða.Uppáhaldsflúr Friðriks er mynd af Svarthöfða sem hann fékk sér á handarbakið í fyrra, en það var Gunnar á Íslensku húðflúrsstofunni sem flúraði. "Ég er mikill Star Wars-aðdáandi,“ segir Friðrik og útilokar ekki að fá sér fleiri Star Wars-húðflúr. Hann hefur hins vegar ekki í hyggju að skreyta sig með hinum umdeilda Jar Jar Binks, eyrnastóra sprellikarlinum úr The Phantom Menace. "No comment. Hann er óþolandi.“ Húðflúr Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri Sjá meira
"Já, ég hugsa að ég sé sá tattúveraðasti á Eskifirði,“ segir Friðrik "Vader“ Jónsson, 25 ára Reykvíkingur sem hefur búið á Eskifirði undanfarin tvö ár. Friðrik er húðflúraður í bak og fyrir, og hefur ekki tölu á hversu mörg flúrin eru orðin. "Ég hef ekki hugmynd um hvað þau eru mörg. Ég hætti að nenna að telja fyrir löngu,“ segir Friðrik, en hann fékk fyrsta flúrið þegar hann var 16 ára gamall. Friðrik fluttist til Eskifjarðar þegar hann fékk vinnu í álverinu á Reyðarfirði og vöktu húðflúrin mikla athygli til að byrja með. "Það var svolítið gónt á mann í fyrstu, en núna er fólk orðið vant þessu,“ segir Friðrik. Hann fer reglulega til Reykjavíkur til að láta flúra sig. Friðrik segir ekki mikla tattú-menningu að finna á Eskifirði, en þó veit hann af einum og einum með flúr. "Þeir eru nú ekki margir. Allavega ekki svona mikið flúraðir.“ En er hægt að fá húðflúr fyrir austan? "Það er alveg hægt að láta flúra sig hérna, en ég fer yfirleitt alltaf til sama mannsins í Reykjavík,“ segir Friðrik, en sá heitir Jason og starfar hjá Reykjavík Ink. "Ég hef farið til hans í mörg ár og það er nóg fyrir mig að segja honum hvað ég vil og þá teiknar hann það. Eiginlega undantekningarlaust líkar mér vel við það, enda veit hann alveg hvað ég vil.“ "No comment" á Jar-JarUppáhaldsflúrið, mynd af Svarthöfða.Uppáhaldsflúr Friðriks er mynd af Svarthöfða sem hann fékk sér á handarbakið í fyrra, en það var Gunnar á Íslensku húðflúrsstofunni sem flúraði. "Ég er mikill Star Wars-aðdáandi,“ segir Friðrik og útilokar ekki að fá sér fleiri Star Wars-húðflúr. Hann hefur hins vegar ekki í hyggju að skreyta sig með hinum umdeilda Jar Jar Binks, eyrnastóra sprellikarlinum úr The Phantom Menace. "No comment. Hann er óþolandi.“
Húðflúr Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri Sjá meira