Tíu heitustu kvikmyndirnar 2013 4. janúar 2013 08:00 Tom Cruise virðir fyrir sér íslenskt landslag í framtíðartryllinum Oblivion. Margar áhugaverðar kvikmyndir eru væntanlegar frá Hollywood árið 2013. Eins og oft áður eru framhaldsmyndir áberandi, þar á meðal Hangover Part III og sjötta Súperman-myndin. Oblivion (apríl) Leikstjóri:Joseph Kosinski (Tron: Legacy) Leikarar:Tom Cruise, Olga Kurylenko. Íslendingar hljóta að bíða spenntir eftir þessari vísindaskáldsögumynd sem var tekin að hluta til upp hér á landi í sumar. Cruise leikur viðgerðarmann sem reynir að bjarga mannkyninu eftir að stríð hefur lagt jörðina í rúst. Star Trek: Into Darkness (maí) Leikstjóri:J.J. Abrams (Lost) Leikarar:Chris Pine, Zachary Quinto. Þetta er önnur myndin í þríleik um Star Trek-gengið. Fyrsta myndin kom út 2009 og fékk fínar viðtökur. Tekjur í miðasölunni námu hátt í 400 milljónum dollara en myndin sjálf kostaði um 150 milljónir. Man Of Steel (júní) Leikstjóri:Zach Snyder (300) Leikarar:Henry Cavill, Amy Adams. Framleiðandinn Warner ætlar að blása nýju lífi í skikkjuklædda ofurmennið í þessari mynd, sem verður sú sjötta í röðinni. Sú síðasta, Superman Returns, kom út 2006 og stóð ekki undir væntingum. Monsters University (júní)Leikstjóri:Dan Scanlon Raddir:John Goodman, Billy Crystal. Þessi Pixar-teiknimynd gerist tíu árum á undan Monsters, Inc. sem kom út 2001 og sló rækilega í gegn. Sulley og Mike hittast í menntaskóla og ganga í sama bræðrafélagið. Fyrst eru þeir miklir óvinir en svo tekst með þeim vinátta. World War Z (júní)Leikstjóri:Marc Forster(Quantum of Solace) Leikarar:Brad Pitt, Mireille Enos. Spennumynd sem fjallar um Gerry Lane, starfsmann Sameinuðu þjóðanna, sem leitar leiða til að stöðva kolbrjálaða uppvakninga sem eru að leggja undir sig heiminn. The Lone Ranger (júlí)Leikstjóri:Gore Verbinski (Pirates of the Caribbean) Leikarar:Armie Hammer, Johnny Depp. Depp og Verbinski hafa áður starfað saman við Pirates Of The Caribbean-myndirnar vinsælu. The Lone Ranger er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum um grímuklæddan löggæslumann (Hammer) og vin hans, indíánann Tonto (Depp). Anchorman: The Legend Continues(desember) Leikstjóri:Adam McKay (Step Brothers) Leikarar:Will Ferrell, Christina Applegate. Margir bíða spenntir eftir þessu framhaldi af gamanmyndinni Anchorman: The Legend of Ron Burgundy sem kom út 2004. Lítið hefur heyrst af söguþræðinum en ljóst er að fréttaþulurinn Ron Burgundy verður áfram aðalpersónan. The Hangover Part III (ágúst)The Hangover.Leikstjóri:Todd Phillips (Old School) Leikarar:Bradley Cooper, Zach Galifianakis. Þriðja og síðasta myndin í Hangover-seríunni vinsælu. Í þetta sinn verður Alan Garner (Galifianakis) í stærra hlutverki en áður eftir að faðir hans deyr. Núna er ferðinni heitið til Las Vegas eins og í fyrstu myndinni. The Hunger Games: Catching Fire (nóvember)Hungurleikarnir.Leikstjóri:Francis Lawrence (I Am Legend) Leikarar:Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson. Önnur myndin í þríleik byggðum á skáldsögum Suzanne Collins um Katniss Everdeen. Í þessari snýr hún heim eftir að hafa unnið 74. árlegu Hungurleikana. Ekki er þó allt með kyrrum kjörum heima fyrir því bylting er í vændum. The Hobbit: The Desolation of Smaug (desember)Hobbitinn.Leikstjóri:Peter Jackson (The Lord of the Rings) Önnur myndin í þríleiknum um hobbitann Bilbó Bagga og ævintýri hans. Myndirnar gerast á undan Hringadróttinssögu og eru byggðar á samnefndri sögu J.R.R. Tolkien frá árinu 1937. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Margar áhugaverðar kvikmyndir eru væntanlegar frá Hollywood árið 2013. Eins og oft áður eru framhaldsmyndir áberandi, þar á meðal Hangover Part III og sjötta Súperman-myndin. Oblivion (apríl) Leikstjóri:Joseph Kosinski (Tron: Legacy) Leikarar:Tom Cruise, Olga Kurylenko. Íslendingar hljóta að bíða spenntir eftir þessari vísindaskáldsögumynd sem var tekin að hluta til upp hér á landi í sumar. Cruise leikur viðgerðarmann sem reynir að bjarga mannkyninu eftir að stríð hefur lagt jörðina í rúst. Star Trek: Into Darkness (maí) Leikstjóri:J.J. Abrams (Lost) Leikarar:Chris Pine, Zachary Quinto. Þetta er önnur myndin í þríleik um Star Trek-gengið. Fyrsta myndin kom út 2009 og fékk fínar viðtökur. Tekjur í miðasölunni námu hátt í 400 milljónum dollara en myndin sjálf kostaði um 150 milljónir. Man Of Steel (júní) Leikstjóri:Zach Snyder (300) Leikarar:Henry Cavill, Amy Adams. Framleiðandinn Warner ætlar að blása nýju lífi í skikkjuklædda ofurmennið í þessari mynd, sem verður sú sjötta í röðinni. Sú síðasta, Superman Returns, kom út 2006 og stóð ekki undir væntingum. Monsters University (júní)Leikstjóri:Dan Scanlon Raddir:John Goodman, Billy Crystal. Þessi Pixar-teiknimynd gerist tíu árum á undan Monsters, Inc. sem kom út 2001 og sló rækilega í gegn. Sulley og Mike hittast í menntaskóla og ganga í sama bræðrafélagið. Fyrst eru þeir miklir óvinir en svo tekst með þeim vinátta. World War Z (júní)Leikstjóri:Marc Forster(Quantum of Solace) Leikarar:Brad Pitt, Mireille Enos. Spennumynd sem fjallar um Gerry Lane, starfsmann Sameinuðu þjóðanna, sem leitar leiða til að stöðva kolbrjálaða uppvakninga sem eru að leggja undir sig heiminn. The Lone Ranger (júlí)Leikstjóri:Gore Verbinski (Pirates of the Caribbean) Leikarar:Armie Hammer, Johnny Depp. Depp og Verbinski hafa áður starfað saman við Pirates Of The Caribbean-myndirnar vinsælu. The Lone Ranger er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum um grímuklæddan löggæslumann (Hammer) og vin hans, indíánann Tonto (Depp). Anchorman: The Legend Continues(desember) Leikstjóri:Adam McKay (Step Brothers) Leikarar:Will Ferrell, Christina Applegate. Margir bíða spenntir eftir þessu framhaldi af gamanmyndinni Anchorman: The Legend of Ron Burgundy sem kom út 2004. Lítið hefur heyrst af söguþræðinum en ljóst er að fréttaþulurinn Ron Burgundy verður áfram aðalpersónan. The Hangover Part III (ágúst)The Hangover.Leikstjóri:Todd Phillips (Old School) Leikarar:Bradley Cooper, Zach Galifianakis. Þriðja og síðasta myndin í Hangover-seríunni vinsælu. Í þetta sinn verður Alan Garner (Galifianakis) í stærra hlutverki en áður eftir að faðir hans deyr. Núna er ferðinni heitið til Las Vegas eins og í fyrstu myndinni. The Hunger Games: Catching Fire (nóvember)Hungurleikarnir.Leikstjóri:Francis Lawrence (I Am Legend) Leikarar:Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson. Önnur myndin í þríleik byggðum á skáldsögum Suzanne Collins um Katniss Everdeen. Í þessari snýr hún heim eftir að hafa unnið 74. árlegu Hungurleikana. Ekki er þó allt með kyrrum kjörum heima fyrir því bylting er í vændum. The Hobbit: The Desolation of Smaug (desember)Hobbitinn.Leikstjóri:Peter Jackson (The Lord of the Rings) Önnur myndin í þríleiknum um hobbitann Bilbó Bagga og ævintýri hans. Myndirnar gerast á undan Hringadróttinssögu og eru byggðar á samnefndri sögu J.R.R. Tolkien frá árinu 1937.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira