Hvöss en hófsöm hirting Þorsteinn Pálsson skrifar 5. janúar 2013 08:00 Það bar ekki við um þessi áramót að forystumenn stjórnmálaflokkanna sendu frá sér boðskap sem líklegur er til að brjóta upp lokaða pólitíska stöðu. Vandinn er ekki skortur á hugmyndum; fremur hitt að ekki verður séð að unnt sé að binda þær saman með breiðri málamiðlun og af nægjanlegum styrk. Í nýársávarpinu setti forseti Íslands á hinn bóginn stórt strik í reikninginn til að breyta rás stjórnarskrármálsins og gera kröfur um ríkari samstöðu. Það var tilraun til að hefja málið úr átakafarvegi eða leiða það úr blindgötu og knýja forsætisráðherra til að sýna þessu mikla viðfangsefni málefnalega virðingu. Við venjulegar aðstæður er það ekki hlutverk þjóðhöfðingjans að blanda sér í viðfangsefni Alþingis á þennan veg. Alla jafna væri það tilefni harðrar gagnrýni. Segja má að stjórnarskrárendurskoðun sé helsta málefnið sem réttlætt getur slíkt inngrip af hans hálfu og þó því aðeins að í mikið óefni stefni. Að öllu virtu verður að fallast á það stöðumat með forsetanum að rétt hafi verið að taka í taumana í ljósi þess hvernig forsætisráðherra og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafa haldið á málinu eftir að stjórnlagaráð skilaði tillögum sínum fyrir einu og hálfu ári. Jafnvel má líta svo á að forsetanum hafi verið þetta skylt eins og málið er vaxið. Hirting forsetans var sannarlega óvenjuleg og hvöss en um leið hófsöm og studd málefnalegum athugasemdum.Tímamót í ríkisráðinu Skoða þarf íhlutun forsetans í því ljósi að ýmsir hafa áður talað á sama veg og gefið svipuð ráð um vandaðri málsmeðferð á Alþingi. Þá hafa allir helstu sérfræðingar í stjórnskipunarrétti og stjórnmálafræðum við háskólana sett fram fræðileg sjónarmið um margvísleg álitaefni sem ekki hafa verið nægjanlega skoðuð, jafnframt því að leggja á ráðin um agaðri og málefnalegri vinnubrögð. Í lýðræðisþjóðfélagi er ekki unnt að skella skollaeyrum við slíkum athugasemdum. Forsetinn blandaði sér ekki í málið fyrr en fullreynt var að forsætisráðherra ætlaði ekki að hlusta. Sjálfur reifaði forsetinn ýmis álitaefni varðandi stjórnarskrána við þingsetningu haustið 2011. Viðvörunarljósin hafa því logað lengi. Aftur á móti hefur forsætisráðherra ekki svarað einni einustu athugasemd efnislega. Talsmenn hans hafa hins vegar ekki sparað háskólasamfélaginu háðsglósurnar. Forsetinn gerði grein fyrir íhlutun sinni á fundi ríkisráðs daginn fyrir nýársávarpið. Hún var því formbundin stjórnskipuleg athöfn en ekki orðagjálfur í ræðu. Ríkisráðið er réttur vettvangur fyrir forsetann til athafna sem þessara. Það lýsir stjórnskipulegu mikilvægi málsins að leita þarf í skjalasöfnum að fordæmi fyrir því að forseti hafi gripið til þessa ráðs í ríkisráðinu. Forsetinn taldi sig hafa hvort tveggja gild rök og pólitískt afl til að taka stærsta mál ríkisstjórnarinnar fyrir á þessum vettvangi í því augnamiði að breyta framgangi þess og hvetja til breiðari samstöðu um efni þess. Það er stórt skref og markar stjórnskipulega nokkur tímamót. Rétt er að gera þá kröfu til forsætisráðherra að hann bregðist við íhlutun forsetans með málefnalegum sjónarmiðum í ríkisráðinu. Síðan ber honum að gera Alþingi og þjóðinni grein fyrir þeim. Furðu sætir að ekki skuli þegar hafa verið boðað til nýs ríkisráðsfundar í þeim tilgangi.Til hvers ríkisráð? Forsetinn greindi þau álitaefni sem þarfnast frekari skoðunar nokkuð ítarlega. Það eru ekki síst atriði sem lúta að stjórnskipulaginu sjálfu og þeim leikreglum sem gilda eiga í óhjákvæmilegu samspili löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins. Hver einstök grein í stjórnarskrá kallar á jafn mikla rannsókn og jafn ítarlegar umræður eins og heill lagabálkur í almennri löggjöf. Forsetinn hefur einfaldlega bent á að þessi vinna er að stórum hluta eftir. Athugasemdir forsetans við þá hugmynd að leggja ríkisráðið niður er athyglisverð í ljósi þess að hann hafði engan annan stjórnskipulegan vettvang til að grípa inn í þetta mál. Þó að slíkar athafnir forseta eigi að takmarkast við yfirvofandi stjórnskipuleg stórslys má af þessu ráða að hyggilegt getur verið að viðhalda þessari stofnun æðstu handhafa framkvæmdavaldsins. Reynslan sýnir líka að í tíð fjögurra síðustu ríkisstjórna hafa ráðherrar stöku sinnum haft ærnar ástæður, jafnvel skyldu, til að nota þennan vettvang til að kippa forsetanum niður á jörðina. Af einhverjum ástæðum hafa þeir þó látið það vera. En málið er að hvorki forsetinn né ráðherrarnir mega hanga í stjórnskipulega lausu lofti við slíkar aðstæður telji þeir athafna þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Það bar ekki við um þessi áramót að forystumenn stjórnmálaflokkanna sendu frá sér boðskap sem líklegur er til að brjóta upp lokaða pólitíska stöðu. Vandinn er ekki skortur á hugmyndum; fremur hitt að ekki verður séð að unnt sé að binda þær saman með breiðri málamiðlun og af nægjanlegum styrk. Í nýársávarpinu setti forseti Íslands á hinn bóginn stórt strik í reikninginn til að breyta rás stjórnarskrármálsins og gera kröfur um ríkari samstöðu. Það var tilraun til að hefja málið úr átakafarvegi eða leiða það úr blindgötu og knýja forsætisráðherra til að sýna þessu mikla viðfangsefni málefnalega virðingu. Við venjulegar aðstæður er það ekki hlutverk þjóðhöfðingjans að blanda sér í viðfangsefni Alþingis á þennan veg. Alla jafna væri það tilefni harðrar gagnrýni. Segja má að stjórnarskrárendurskoðun sé helsta málefnið sem réttlætt getur slíkt inngrip af hans hálfu og þó því aðeins að í mikið óefni stefni. Að öllu virtu verður að fallast á það stöðumat með forsetanum að rétt hafi verið að taka í taumana í ljósi þess hvernig forsætisráðherra og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafa haldið á málinu eftir að stjórnlagaráð skilaði tillögum sínum fyrir einu og hálfu ári. Jafnvel má líta svo á að forsetanum hafi verið þetta skylt eins og málið er vaxið. Hirting forsetans var sannarlega óvenjuleg og hvöss en um leið hófsöm og studd málefnalegum athugasemdum.Tímamót í ríkisráðinu Skoða þarf íhlutun forsetans í því ljósi að ýmsir hafa áður talað á sama veg og gefið svipuð ráð um vandaðri málsmeðferð á Alþingi. Þá hafa allir helstu sérfræðingar í stjórnskipunarrétti og stjórnmálafræðum við háskólana sett fram fræðileg sjónarmið um margvísleg álitaefni sem ekki hafa verið nægjanlega skoðuð, jafnframt því að leggja á ráðin um agaðri og málefnalegri vinnubrögð. Í lýðræðisþjóðfélagi er ekki unnt að skella skollaeyrum við slíkum athugasemdum. Forsetinn blandaði sér ekki í málið fyrr en fullreynt var að forsætisráðherra ætlaði ekki að hlusta. Sjálfur reifaði forsetinn ýmis álitaefni varðandi stjórnarskrána við þingsetningu haustið 2011. Viðvörunarljósin hafa því logað lengi. Aftur á móti hefur forsætisráðherra ekki svarað einni einustu athugasemd efnislega. Talsmenn hans hafa hins vegar ekki sparað háskólasamfélaginu háðsglósurnar. Forsetinn gerði grein fyrir íhlutun sinni á fundi ríkisráðs daginn fyrir nýársávarpið. Hún var því formbundin stjórnskipuleg athöfn en ekki orðagjálfur í ræðu. Ríkisráðið er réttur vettvangur fyrir forsetann til athafna sem þessara. Það lýsir stjórnskipulegu mikilvægi málsins að leita þarf í skjalasöfnum að fordæmi fyrir því að forseti hafi gripið til þessa ráðs í ríkisráðinu. Forsetinn taldi sig hafa hvort tveggja gild rök og pólitískt afl til að taka stærsta mál ríkisstjórnarinnar fyrir á þessum vettvangi í því augnamiði að breyta framgangi þess og hvetja til breiðari samstöðu um efni þess. Það er stórt skref og markar stjórnskipulega nokkur tímamót. Rétt er að gera þá kröfu til forsætisráðherra að hann bregðist við íhlutun forsetans með málefnalegum sjónarmiðum í ríkisráðinu. Síðan ber honum að gera Alþingi og þjóðinni grein fyrir þeim. Furðu sætir að ekki skuli þegar hafa verið boðað til nýs ríkisráðsfundar í þeim tilgangi.Til hvers ríkisráð? Forsetinn greindi þau álitaefni sem þarfnast frekari skoðunar nokkuð ítarlega. Það eru ekki síst atriði sem lúta að stjórnskipulaginu sjálfu og þeim leikreglum sem gilda eiga í óhjákvæmilegu samspili löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins. Hver einstök grein í stjórnarskrá kallar á jafn mikla rannsókn og jafn ítarlegar umræður eins og heill lagabálkur í almennri löggjöf. Forsetinn hefur einfaldlega bent á að þessi vinna er að stórum hluta eftir. Athugasemdir forsetans við þá hugmynd að leggja ríkisráðið niður er athyglisverð í ljósi þess að hann hafði engan annan stjórnskipulegan vettvang til að grípa inn í þetta mál. Þó að slíkar athafnir forseta eigi að takmarkast við yfirvofandi stjórnskipuleg stórslys má af þessu ráða að hyggilegt getur verið að viðhalda þessari stofnun æðstu handhafa framkvæmdavaldsins. Reynslan sýnir líka að í tíð fjögurra síðustu ríkisstjórna hafa ráðherrar stöku sinnum haft ærnar ástæður, jafnvel skyldu, til að nota þennan vettvang til að kippa forsetanum niður á jörðina. Af einhverjum ástæðum hafa þeir þó látið það vera. En málið er að hvorki forsetinn né ráðherrarnir mega hanga í stjórnskipulega lausu lofti við slíkar aðstæður telji þeir athafna þörf.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun