Tóku myndbandið upp á VHS-tökuvél Freyr Bjarnason skrifar 9. janúar 2013 11:00 Popparinn Davíð Berndsen er fluttur til Íslands eftir að hafa búið í Porto, næststærstu borg Portúgals, í tæpt ár. Davíð ákvað að flytja heim því nóg er að gera í tónlistinni, auk þess sem á hann von á barni 1. maí með kærustu sinni Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur Bryndísar Schram. Guðrún aðstoðaði einmitt við gerð nýs myndbands við lag kærastans, Game of Change, eða sem stílisti, búningahönnuður og við förðun. Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir ofan. Því var leikstýrt af Þórhalli Gísla Samúelssyni og það var einmitt hann sem samdi lagið. Til að ná andrúmslofti níunda áratugarins fullkomlega gróf Þórhallur upp gamla VHS-vél sem pabbi hans keypti "83. Vélin kostaði á sínum tíma um hálfa milljón og þótti þá afar glæsileg. Tökurnar stóðu yfir í aðeins sex klukkustundir en Davíð Berndsen var heillengi að klippa myndbandið, eða í um þrjá mánuði, því hann þurfti eldgamlar græjur til að geta klárað eftirvinnsluna. "Það er gott að vera kominn heim," segir Davíð. "Ég var mikið að vinna í íslenskum verkefnum úti, aðallega að klára plötuna með Þórunni [Antoníu]." Þar á hann við Star-Crossed sem kom út í fyrra. Hann sér ekki eftir tímanum í Portúgal. "Það var frábært að vera þarna. Ég setti mér eitt takmark. Það var að spila í Casa da Música og ég náði því. Þetta er ótrúlega "speisuð" höll. Það er eins og sci-fi geimskip hafi lent í borginni." Davíð segir það einnig skipta máli að Hermigervill, eða Sveinbjörn Thorarensen, er fluttur heim til Íslands eftir dvöl í Hollandi. Hann segir þá félaga nánast óaðskiljanlega í tónlistinni og einnig telja margir að þeir séu bræður, enda svipaðir í útliti. Þeir eru einmitt með hljóðversaðstöðu hlið við hlið í Reykjavík og geta því borið saman bækur sínar með lítilli fyrirhöfn. Önnur sólóplata Berndsen, Planet Earth, er væntanleg í sumar. Þar kafar hann, ásamt Hermigervli, enn lengra ofan í "eitís"-tónlistina en hann gerði á sinni fyrstu plötu, Lover in the Dark, frá 2009. "Hún hljómaði eins og hún væri frá "85 til "86 en núna erum við að reyna að láta plötuna hljóma eins og hún sé frá "81. Við erum að fara lengra aftur í tímann," segir hann og hlær. Til þess beita þeir ýmsum meðölum og nota m.a. gömul kassettutæki og -hljóðgervla við upptökurnar. Tónlist Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Popparinn Davíð Berndsen er fluttur til Íslands eftir að hafa búið í Porto, næststærstu borg Portúgals, í tæpt ár. Davíð ákvað að flytja heim því nóg er að gera í tónlistinni, auk þess sem á hann von á barni 1. maí með kærustu sinni Guðrúnu Harðardóttur, systurdóttur Bryndísar Schram. Guðrún aðstoðaði einmitt við gerð nýs myndbands við lag kærastans, Game of Change, eða sem stílisti, búningahönnuður og við förðun. Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir ofan. Því var leikstýrt af Þórhalli Gísla Samúelssyni og það var einmitt hann sem samdi lagið. Til að ná andrúmslofti níunda áratugarins fullkomlega gróf Þórhallur upp gamla VHS-vél sem pabbi hans keypti "83. Vélin kostaði á sínum tíma um hálfa milljón og þótti þá afar glæsileg. Tökurnar stóðu yfir í aðeins sex klukkustundir en Davíð Berndsen var heillengi að klippa myndbandið, eða í um þrjá mánuði, því hann þurfti eldgamlar græjur til að geta klárað eftirvinnsluna. "Það er gott að vera kominn heim," segir Davíð. "Ég var mikið að vinna í íslenskum verkefnum úti, aðallega að klára plötuna með Þórunni [Antoníu]." Þar á hann við Star-Crossed sem kom út í fyrra. Hann sér ekki eftir tímanum í Portúgal. "Það var frábært að vera þarna. Ég setti mér eitt takmark. Það var að spila í Casa da Música og ég náði því. Þetta er ótrúlega "speisuð" höll. Það er eins og sci-fi geimskip hafi lent í borginni." Davíð segir það einnig skipta máli að Hermigervill, eða Sveinbjörn Thorarensen, er fluttur heim til Íslands eftir dvöl í Hollandi. Hann segir þá félaga nánast óaðskiljanlega í tónlistinni og einnig telja margir að þeir séu bræður, enda svipaðir í útliti. Þeir eru einmitt með hljóðversaðstöðu hlið við hlið í Reykjavík og geta því borið saman bækur sínar með lítilli fyrirhöfn. Önnur sólóplata Berndsen, Planet Earth, er væntanleg í sumar. Þar kafar hann, ásamt Hermigervli, enn lengra ofan í "eitís"-tónlistina en hann gerði á sinni fyrstu plötu, Lover in the Dark, frá 2009. "Hún hljómaði eins og hún væri frá "85 til "86 en núna erum við að reyna að láta plötuna hljóma eins og hún sé frá "81. Við erum að fara lengra aftur í tímann," segir hann og hlær. Til þess beita þeir ýmsum meðölum og nota m.a. gömul kassettutæki og -hljóðgervla við upptökurnar.
Tónlist Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira