Leikið með tímann Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar 10. janúar 2013 06:00 Æfing á Stundarbroti í vikunni. Fréttablaðið/Anton Tíminn er til umfjöllunar í nýju íslensku verki sem frumsýnt er í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Þetta er hugmynd sem ég hef verið með í kollinum í langan tíma og er í raun sjálfstætt framhald útskriftarverkefnis míns úr Listaháskóla Íslands, Endurómun," segir Leifur Þór Þorvaldsson, höfundur og leikstjóri verksins Stundarbrots. "Það blundaði í mér að vinna áfram með með þá tækni og konsept sem ég vann með í útskriftarverkinu mínu og þegar ég fékk styrki til þess þá var ekki aftur snúið," segir Leifur sem hefur setið við lestur á rannsóknum á tímanum. "Ég hef lesið bækur og tímaritsgreinar um tímann, sem er fyrirbæri sem allir þekkja og er sjálfsagt en um leið og farið er að velta tímanum fyrir sér vakna upp stórar spurningar um lífið og dauðann og tilveruna. Í sýningunni er ég meðal annars að leika mér með það hvernig upplifun á tímanum er, en eins og allir þekkja getur upplifun á tíma verið mjög misjöfn, þrátt fyrir að klukkan gangi alltaf með sama hætti." Verkinu er lýst með þeim orðum að það sé á mörkum vísinda, leikhúss og dans. Flutningur verksins er í höndum fjögurra dansara, þeirra Ásrúnar Magnúsdóttur, Köru Hergils Valdimarsdóttur, Védísar Kjartansdóttur og Þyríar Huldar Árnadóttur. "Þær fylgja hver sinni eigin hljóðrás sem þær dansa eftir og eru sérstaklega forritaðar til þess að búa til hreyfisamspil eða gangverk sem áhorfendur svo fá að upplifa. Áhorfendur hlusta svo á hljómverk Lydiu Grétarsdóttur á meðan þeir fylgjast með verkinu. Dansararnir fara líka með texta um tímann," segir Leifur sem segir verkið ekki endilega dansverk, heldur verk þar sem listgreinum er gert jafnt undir höfði. "Tíminn er svo snúið fyrirbæri, það þarf að miðla verki um hann með óhefðbundnum hætti," segir Leifur.Stundarbrot er frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld.Stundarbrot er sett upp í samvinnu Borgarleikhússins og Sublimi, en Sublimi er "hópur sviðslistamanna sem vinna verk með róttæka nýsköpun í huga. Viðfangsefni hópsins eru í senn frumspekileg og sammannleg, þar sem þau blanda saman aðferðum vísinda, lista og heimspeki". Þess má geta að Leifur, sem útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands árið 2009, var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir útskriftaverk sitt úr skólanum, Endurómun, en það verk rataði á fjalir Borgarleikhússins. Höfundurinn Leifur Þór Þorvaldsson. . Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Tíminn er til umfjöllunar í nýju íslensku verki sem frumsýnt er í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Þetta er hugmynd sem ég hef verið með í kollinum í langan tíma og er í raun sjálfstætt framhald útskriftarverkefnis míns úr Listaháskóla Íslands, Endurómun," segir Leifur Þór Þorvaldsson, höfundur og leikstjóri verksins Stundarbrots. "Það blundaði í mér að vinna áfram með með þá tækni og konsept sem ég vann með í útskriftarverkinu mínu og þegar ég fékk styrki til þess þá var ekki aftur snúið," segir Leifur sem hefur setið við lestur á rannsóknum á tímanum. "Ég hef lesið bækur og tímaritsgreinar um tímann, sem er fyrirbæri sem allir þekkja og er sjálfsagt en um leið og farið er að velta tímanum fyrir sér vakna upp stórar spurningar um lífið og dauðann og tilveruna. Í sýningunni er ég meðal annars að leika mér með það hvernig upplifun á tímanum er, en eins og allir þekkja getur upplifun á tíma verið mjög misjöfn, þrátt fyrir að klukkan gangi alltaf með sama hætti." Verkinu er lýst með þeim orðum að það sé á mörkum vísinda, leikhúss og dans. Flutningur verksins er í höndum fjögurra dansara, þeirra Ásrúnar Magnúsdóttur, Köru Hergils Valdimarsdóttur, Védísar Kjartansdóttur og Þyríar Huldar Árnadóttur. "Þær fylgja hver sinni eigin hljóðrás sem þær dansa eftir og eru sérstaklega forritaðar til þess að búa til hreyfisamspil eða gangverk sem áhorfendur svo fá að upplifa. Áhorfendur hlusta svo á hljómverk Lydiu Grétarsdóttur á meðan þeir fylgjast með verkinu. Dansararnir fara líka með texta um tímann," segir Leifur sem segir verkið ekki endilega dansverk, heldur verk þar sem listgreinum er gert jafnt undir höfði. "Tíminn er svo snúið fyrirbæri, það þarf að miðla verki um hann með óhefðbundnum hætti," segir Leifur.Stundarbrot er frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld.Stundarbrot er sett upp í samvinnu Borgarleikhússins og Sublimi, en Sublimi er "hópur sviðslistamanna sem vinna verk með róttæka nýsköpun í huga. Viðfangsefni hópsins eru í senn frumspekileg og sammannleg, þar sem þau blanda saman aðferðum vísinda, lista og heimspeki". Þess má geta að Leifur, sem útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands árið 2009, var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir útskriftaverk sitt úr skólanum, Endurómun, en það verk rataði á fjalir Borgarleikhússins. Höfundurinn Leifur Þór Þorvaldsson. .
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira