Of mikil frekja til að verða leikari Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. janúar 2013 06:00 Leikstjórinn Egill Heiðar er floginn til Berlínar þar sem hann setur upp verk Argentínumannsins Rodrigos García, Eldhúsráð, sem meðal annars sækir innblástur í matreiðslubók sem sögð var vera eftir Leonardo da Vinci. Fréttablaðið/Stefán Egill Heiðar Anton Pálsson er einn okkar best menntaði og víðförlasti sviðslistamaður. Hann hefur starfað sem leikstjóri víða um Evrópu, er prófessor í leikstjórn við Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn, kennir við Listaháskóla Íslands og leikstýrði eigin leikgerð af kvikmynd eftir Kaurismäki hjá LA í haust. Hann er nú í Berlín að setja upp sýningu sem tengist matarást Leonardos da Vinci. Varstu ákveðinn í því að verða leikstjóri strax á meðan þú varst í leikaranáminu? „Ég fann snemma út í leikaranáminu að ég er of mikil frekja til þess að það nægði mér. Mig langaði til þess að hafa um allt að segja: búninga, texta, leikmynd, ljós, og fannst það gaman. Var svo heppinn að búa með annan fótinn í Berlín á þessum tíma og sá þar mjög spennandi leikhús. Það kveikti mikinn áhuga hjá mér og ég sá að þegar maður er svona mikil frekja hentar leikstjórnin manni betur og að sennilega væri það eitthvað sem maður þyrfti að læra. Sótti um í Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn, komst inn og hef verið meira og minna viðloðandi hann síðan og prófessor þar síðan 2005." Þú hefur alltaf bæði kennt og leikstýrt til skiptis, hver er helsti munurinn á því tvennu? „Þetta eru gjörólíkir heimar. Heimur listamannsins sem leikstjóra í atvinnuleikhúsi er svo síngjarn. Þar fjallar allt um það hvaða hugmyndir ég hef, mína sýn o.s.frv. sem er auðvitað að mörgu leyti mjög gott og eins og það á að vera. En á sama tíma er það alveg hrikalega óhollt því þá er hætt við að maður verði svo síngjarn, þannig að mér finnst mjög hollt að skipta um umhverfi og hef alltaf gert það. Farið að kenna til þess að láta „renna af mér" eftir uppfærslu því kennslan er ósíngjörn í eðli sínu. Hún fjallar um miðlun og að nemandinn eigi að verða betri en þú, sem er manni holl lexía. Í kennslunni er maður líka að endurskilgreina fræðin og þannig þjálfa þau, á meðan þú ert alltaf að nota þau í leikstjórninni. Það sem getur verið hættulegt við það að vera sífellt að leikstýra er að þú ert alltaf að nota sömu tækin, þau annað hvort þreytast í höndunum á þér eða verða þér svo daglegt brauð að þú gleymir hvað það í raun er sem þú ert með í höndunum. Leikhúsið er líka svo móðursjúkt í eðli sínu og valkvætt. Maður á ákveðinn tíma þar og svo er maður ekki nógu skemmtilegur lengur, eða ekki nógu „hot" eða að síðasta sýning gekk ekki nógu vel eða hvað það nú er. Leikhúsið er dyntótt og skammsýnt á meðan skólarnir hugsa meira um framtíðina og sjá miklu lengra. Ef við viljum sjá leiklistina breytast og þroskast gerist það ekki með einni og einni sýningu inni í leikhúsunum. Það gerist í náminu og miðluninni og skilar sér í því að það sviðslistafólk sem kemur út hefur tileinkað sér aðrar leiðir. Það er meginástæðan fyrir því að mér fannst mjög mikilvægt að fara að kenna."Alls konar verk í ýmsum löndum Þú hefur verið að leikstýra í Danmörku, Þýskalandi, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi og víðar. Er einhver munur á því að vinna í þessum löndum? „Já, það er mjög ólíkt. Milli þjóða er mikill munur, bæði á hinni svokölluðu þjóðarsál og því hvernig leiklist er búin til. Munurinn á þjóðarsálum smitast inn í vinnulag og vinnusiðferði og hvernig það sem sagt er í leiklistinni er sett fram. Það sem er sammerkt með þessum þjóðum hins vegar og hefur breyst síðan ég útskrifaðist er að hin sterka hugmyndafræði frjálshyggjunnar smitaðist inn í allt rekstrarfyrirkomulag leikhúsanna. Þetta varð okkur dálítið sjokk og þessi krafa um hagnað af miðasölu er oft erfið þegar við viljum vinna á sérviskulegan hátt, á það sem við köllum listrænan máta, þótt hitt sé auðvitað listrænt líka. Samtímis þessari þróun á sér stað öflug sprenging í öllum miðlum og hugmyndir um það hvernig manneskjan er kynnt í listinni gjörbreytast. Sjálfssköpunin verður einkennilega tengd einhverjum markaðslögmálum og einstaklingshyggju. Spurningin sem leikhúsin á Norðurlöndunum og í Þýskalandi, sem eru að mörgu leyti mjög framarlega á sínu sviði, standa frammi fyrir er: hvernig kynnum við þennan nýja veruleika? Það er á þessum tíma sem póstmódernisminn fer að verka mjög sterkt á leikhúsið og það verða til ólíkar greinar innan þess, leiksýning verður ekki lengur bundin við dramað heldur verða til þessi brotakenndu verk sem gjarna byggja á beinum samskiptum við samfélagið. Gerast kannski ekki einu sinni í leikhúsinu lengur heldur eru bundin við ákveðna staði, það sem kallast „site-specific" leiksýningar. Maður er ekki lengur að búa til heildstætt verk heldur fer að glíma við ákveðið þema. Ég bjó til dæmis til kvintett af verkum sem hverfast um spurninguna: hvers lags geðheilsu býr hin vestræna Evrópa yfir? Við fórum að nota vestræna hugmyndafræði til að laga geðheilsu okkar og það gekk náttúrulega bara verr og verr. Annað verk kallaðist Democrazy og byggir á hrollvekju Fukuyama um að nú sé kominn endir tímans, baráttunni sé lokið og við höfum fundið að markaðslýðræðið er það sem koma skal. Þessi kvintett hélt svo áfram í Mind Camp hér á Íslandi þar sem við gerðum tilraun til að skoða tilveru manneskjunnar sem eingöngu skilgreinir sig út frá neyslu sinni og yfirborðskenndum hlutum eins og stjörnuspeki og raunveruleikasjónvarpi. Svo gerðum við verk sem heitir Hungur og var sett upp í Gautaborg þar sem við veltum fyrir okkur hvað það sé sem okkur hungrar eftir í dag. Öll þessi verk urðu til á æfingatímabilinu, svokölluð samsett verk, og sum „site-specific" eins og Pretty Woman sem við settum upp með vændiskonum á Istedgade. Þar settum við upp lítið leikhús þar sem áhorfendur hittu vændiskonur sem voru að reyna að komast í spor vændiskonunnar í myndinni frægu Pretty Woman, sem er víst ein vinsælasta kvikmynd kvikmyndasögunnar, svo ótrúlegt sem það nú er. Ég setti líka upp töluvert af nýjum leikritum eftir áhugaverða höfunda, en hef í seinni tíð verið að færa mig meira í átt að dramatísku leikskáldunum; setti upp Tékov og svo Strindberg hérna í LHÍ um daginn. Annar angi af minni vinnu tengist uppáhaldskvikmyndum mínum og kvikmyndaleikstjórum og ég hef til dæmis gert fjórar uppsetningar af kvikmyndum Johns Cassavetes um manneskjurnar, einmanaleikann og þrá okkar eftir ást. Af sama meiði er uppsetningin á I Hired a Contract Killer eftir Aki Kaurismäki sem ég setti upp hjá L.A. í haust undir nafninu Leigumorðinginn."Dugleg að pikka upp strauma Þú kemur eiginlega sem gestur inn í íslenskan leikhúsheim annað slagið, hvernig finnst þér hann standa í samanburði við hin löndin sem þú vinnur í? „Við erum náttúrlega enn þá að glíma við afleiðingar þess að hafa verið nýlenda þannig að minnimáttarkenndin er gríðarleg og þegar hún grípur okkur tökum við heljarstökk og dettum allhressilega á rassinn. Listafólki er hins vegar eðlilegt að stíga varlega til jarðar og Íslendingar leita mjög fallega út fyrir sitt svæði til að spegla sig í stærra samhengi. Sviðslistirnar hér eru að sækja út á við, tungumálalandamærin eru að opnast og aðgengi að upplýsingum er orðið gríðarlegt. Þannig að ég sé ekki annað en að hér sé að eiga sér stað sama þróun og hjá frændþjóðum okkar. Annað sem er mjög jákvætt hér er að leiðin frá því að hugmynd kviknar og þar til hún verður að veruleika er mjög stutt. Þetta er lítið samfélag og frændsemin sem ekki er sérstaklega holl í öðrum geirum íslensks samfélags er mjög holl í listaheiminum. Þar ríkir vilji til að hjálpast að og láta hlutina ganga upp. Við erum líka mjög dugleg að pikka upp strauma og stefnur, þannig að biðtíminn frá því að ég sé eitthvað nýstárlegt erlendis og þar til það birtist hér er alltaf að styttast. Stofnanaleikhús eru auðvitað í eðli sínu staður hinna sígildu verka og þá fjallar þetta aðallega um endurnýjun þeirra en það á líka að vera staður þar sem dægurmálin eiga sér samastað, börnin koma og læra að njóta leiklistar og þar sem samtíminn er speglaður. Þessu eru menn að átta sig á og mér finnst hafa orðið mikil þróun í leikhúsunum hér heima – í jákvæða átt. Ég sé heldur ekki betur en að það sé breið flóra í íslenskri nýleikritun á öllum sviðum. Við eigum orðið rosalega vel menntað og gott sviðslistafólk og hlutfall þeirra sem sækja menningarviðburði er fáránlega hátt hér."Leiðinleg hvert við annað Samt heyrir maður alltaf talað um það að hér sé bara sama fólkið að gera sömu hlutina endalaust. „Auðvitað er þetta dálítið sama fólkið, einfaldlega af því að við erum ekkert svo mörg. En við erum líka ofsalega leiðinleg hvort við annað. Okkur vantar örlætið og að geta klappað hvert öðru á bakið og verið hvetjandi. Auðvitað verðum við líka að vera gagnrýnin en sjálfsgagnrýni fellst ekki í niðurrifi, hún fellst í hollri athugun á því sem er gott og gagngerri endurskoðun á því sem við skiljum ekki. Þar finnst mér að orðræðan öll mætti lagast. Við sjáum hvernig toppar samfélagsins tala hver við annan og það drýpur auðvitað niður. Sama orðræðan á sér stað inni á heimilunum; hvað allt sé ömurlegt og leiðinlegt og bömmerinn og þynnkan og fylleríið og sukkið. Þetta er óskaplega leiðinleg stemning og það væri rosalega fallegt ef fólk færi að temja sér heilbrigða gagnrýni, flagga því sem við gerum vel og skoða heiðarlega það sem miður fer. Ég upplifi orðræðuna hér sem gríðarlega svarta, neikvæða og agressífa og þetta er að kæfa fólk þannig að það sér ekki hlutina í samhengi. Við þurfum að fara að jafna okkur á þessari ókyrrð og átta okkur á að við þurfum að vinna saman, við erum hérna saman og það er enginn að fara neitt."Gabbbók veitir leikskáldi innblástur Þú ert að fara. „Já, ég er að fara til Berlínar til að setja upp sýningu. Byrja að æfa á mánudagsmorgun. Ótrúlega spennandi verk eftir nútímahöfund sem er Argentínumaður sem vinnur á Spáni og heitir Rodrigo García. Hann er mikill póstmódern töffari, bæði höfundur og leikstjóri, og þráðurinn í þessu verki binst saman með tveimur mönnum sem keppast við að elda upp úr bók sem kom út um aldamótin og var sögð eftir Leonardo da Vinci. Átti að hafa fundist á Hermitage-safninu í Pétursborg og þótti mjög merkileg uppgötvun. Síðar kom í ljós að þetta var auðvitað gabb en við það varð bókin bara frægari. Þessir náungar í verkinu keppast sem sagt um hylli konu með því að elda rétti frá endurreisnartímanum í Flórens, en auðvitað er það vonlaust verk þar sem í ljós kemur að það er ekkert hjarta eftir í manneskjunni." Þú ætlar að frumsýna þá sýningu 18. mars. Hvað tekur svo við? „Þá kem ég heim og kenni fyrsta árs nemum í leiklist við LHÍ. Svo liggur leiðin bara áfram. Fer að setja upp Ibsen í Borgarleikhúsinu í Gautaborg næsta haust þar sem við ætlum að sviðsetja Frúna frá hafinu. En að öðru leyti gef ég ekkert upp um framtíðina." Ferill Egils Heiðars í grófum dráttum1999 - Útskrifast sem leikari úr Leiklistarskóla Íslands 2002 - Útskrifast sem leikstjóri úr Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn 2004-2008 - prófessor í leiktúlkun við LHÍ 2005-? - prófessor á leikstjórnarbraut Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn Hefur sviðsett yfir tuttugu verkefni á ferli sínum og starfað aðallega á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Meðal leikstjórnarverkefna hans eru: Arabíska nóttin (Stockholms Stadtsteater), Electronic City (Viirus Teatteri Helsinki), Invasion (Nationaltheater Mannheim), Galskab (Det Kongelige Teater København), Hunger (Gøteborgs Stadsteater), Bogtyven (Det Kongelige Teater København), Estemand Cassavetes (Nationaltheater Mannheim), Kellermensch (Schaubühne Berlin), Cassavetes 1.2.3. (Mammut Teater København) og Die Tiefe (Schaubühne Berlin). Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Egill Heiðar Anton Pálsson er einn okkar best menntaði og víðförlasti sviðslistamaður. Hann hefur starfað sem leikstjóri víða um Evrópu, er prófessor í leikstjórn við Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn, kennir við Listaháskóla Íslands og leikstýrði eigin leikgerð af kvikmynd eftir Kaurismäki hjá LA í haust. Hann er nú í Berlín að setja upp sýningu sem tengist matarást Leonardos da Vinci. Varstu ákveðinn í því að verða leikstjóri strax á meðan þú varst í leikaranáminu? „Ég fann snemma út í leikaranáminu að ég er of mikil frekja til þess að það nægði mér. Mig langaði til þess að hafa um allt að segja: búninga, texta, leikmynd, ljós, og fannst það gaman. Var svo heppinn að búa með annan fótinn í Berlín á þessum tíma og sá þar mjög spennandi leikhús. Það kveikti mikinn áhuga hjá mér og ég sá að þegar maður er svona mikil frekja hentar leikstjórnin manni betur og að sennilega væri það eitthvað sem maður þyrfti að læra. Sótti um í Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn, komst inn og hef verið meira og minna viðloðandi hann síðan og prófessor þar síðan 2005." Þú hefur alltaf bæði kennt og leikstýrt til skiptis, hver er helsti munurinn á því tvennu? „Þetta eru gjörólíkir heimar. Heimur listamannsins sem leikstjóra í atvinnuleikhúsi er svo síngjarn. Þar fjallar allt um það hvaða hugmyndir ég hef, mína sýn o.s.frv. sem er auðvitað að mörgu leyti mjög gott og eins og það á að vera. En á sama tíma er það alveg hrikalega óhollt því þá er hætt við að maður verði svo síngjarn, þannig að mér finnst mjög hollt að skipta um umhverfi og hef alltaf gert það. Farið að kenna til þess að láta „renna af mér" eftir uppfærslu því kennslan er ósíngjörn í eðli sínu. Hún fjallar um miðlun og að nemandinn eigi að verða betri en þú, sem er manni holl lexía. Í kennslunni er maður líka að endurskilgreina fræðin og þannig þjálfa þau, á meðan þú ert alltaf að nota þau í leikstjórninni. Það sem getur verið hættulegt við það að vera sífellt að leikstýra er að þú ert alltaf að nota sömu tækin, þau annað hvort þreytast í höndunum á þér eða verða þér svo daglegt brauð að þú gleymir hvað það í raun er sem þú ert með í höndunum. Leikhúsið er líka svo móðursjúkt í eðli sínu og valkvætt. Maður á ákveðinn tíma þar og svo er maður ekki nógu skemmtilegur lengur, eða ekki nógu „hot" eða að síðasta sýning gekk ekki nógu vel eða hvað það nú er. Leikhúsið er dyntótt og skammsýnt á meðan skólarnir hugsa meira um framtíðina og sjá miklu lengra. Ef við viljum sjá leiklistina breytast og þroskast gerist það ekki með einni og einni sýningu inni í leikhúsunum. Það gerist í náminu og miðluninni og skilar sér í því að það sviðslistafólk sem kemur út hefur tileinkað sér aðrar leiðir. Það er meginástæðan fyrir því að mér fannst mjög mikilvægt að fara að kenna."Alls konar verk í ýmsum löndum Þú hefur verið að leikstýra í Danmörku, Þýskalandi, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi og víðar. Er einhver munur á því að vinna í þessum löndum? „Já, það er mjög ólíkt. Milli þjóða er mikill munur, bæði á hinni svokölluðu þjóðarsál og því hvernig leiklist er búin til. Munurinn á þjóðarsálum smitast inn í vinnulag og vinnusiðferði og hvernig það sem sagt er í leiklistinni er sett fram. Það sem er sammerkt með þessum þjóðum hins vegar og hefur breyst síðan ég útskrifaðist er að hin sterka hugmyndafræði frjálshyggjunnar smitaðist inn í allt rekstrarfyrirkomulag leikhúsanna. Þetta varð okkur dálítið sjokk og þessi krafa um hagnað af miðasölu er oft erfið þegar við viljum vinna á sérviskulegan hátt, á það sem við köllum listrænan máta, þótt hitt sé auðvitað listrænt líka. Samtímis þessari þróun á sér stað öflug sprenging í öllum miðlum og hugmyndir um það hvernig manneskjan er kynnt í listinni gjörbreytast. Sjálfssköpunin verður einkennilega tengd einhverjum markaðslögmálum og einstaklingshyggju. Spurningin sem leikhúsin á Norðurlöndunum og í Þýskalandi, sem eru að mörgu leyti mjög framarlega á sínu sviði, standa frammi fyrir er: hvernig kynnum við þennan nýja veruleika? Það er á þessum tíma sem póstmódernisminn fer að verka mjög sterkt á leikhúsið og það verða til ólíkar greinar innan þess, leiksýning verður ekki lengur bundin við dramað heldur verða til þessi brotakenndu verk sem gjarna byggja á beinum samskiptum við samfélagið. Gerast kannski ekki einu sinni í leikhúsinu lengur heldur eru bundin við ákveðna staði, það sem kallast „site-specific" leiksýningar. Maður er ekki lengur að búa til heildstætt verk heldur fer að glíma við ákveðið þema. Ég bjó til dæmis til kvintett af verkum sem hverfast um spurninguna: hvers lags geðheilsu býr hin vestræna Evrópa yfir? Við fórum að nota vestræna hugmyndafræði til að laga geðheilsu okkar og það gekk náttúrulega bara verr og verr. Annað verk kallaðist Democrazy og byggir á hrollvekju Fukuyama um að nú sé kominn endir tímans, baráttunni sé lokið og við höfum fundið að markaðslýðræðið er það sem koma skal. Þessi kvintett hélt svo áfram í Mind Camp hér á Íslandi þar sem við gerðum tilraun til að skoða tilveru manneskjunnar sem eingöngu skilgreinir sig út frá neyslu sinni og yfirborðskenndum hlutum eins og stjörnuspeki og raunveruleikasjónvarpi. Svo gerðum við verk sem heitir Hungur og var sett upp í Gautaborg þar sem við veltum fyrir okkur hvað það sé sem okkur hungrar eftir í dag. Öll þessi verk urðu til á æfingatímabilinu, svokölluð samsett verk, og sum „site-specific" eins og Pretty Woman sem við settum upp með vændiskonum á Istedgade. Þar settum við upp lítið leikhús þar sem áhorfendur hittu vændiskonur sem voru að reyna að komast í spor vændiskonunnar í myndinni frægu Pretty Woman, sem er víst ein vinsælasta kvikmynd kvikmyndasögunnar, svo ótrúlegt sem það nú er. Ég setti líka upp töluvert af nýjum leikritum eftir áhugaverða höfunda, en hef í seinni tíð verið að færa mig meira í átt að dramatísku leikskáldunum; setti upp Tékov og svo Strindberg hérna í LHÍ um daginn. Annar angi af minni vinnu tengist uppáhaldskvikmyndum mínum og kvikmyndaleikstjórum og ég hef til dæmis gert fjórar uppsetningar af kvikmyndum Johns Cassavetes um manneskjurnar, einmanaleikann og þrá okkar eftir ást. Af sama meiði er uppsetningin á I Hired a Contract Killer eftir Aki Kaurismäki sem ég setti upp hjá L.A. í haust undir nafninu Leigumorðinginn."Dugleg að pikka upp strauma Þú kemur eiginlega sem gestur inn í íslenskan leikhúsheim annað slagið, hvernig finnst þér hann standa í samanburði við hin löndin sem þú vinnur í? „Við erum náttúrlega enn þá að glíma við afleiðingar þess að hafa verið nýlenda þannig að minnimáttarkenndin er gríðarleg og þegar hún grípur okkur tökum við heljarstökk og dettum allhressilega á rassinn. Listafólki er hins vegar eðlilegt að stíga varlega til jarðar og Íslendingar leita mjög fallega út fyrir sitt svæði til að spegla sig í stærra samhengi. Sviðslistirnar hér eru að sækja út á við, tungumálalandamærin eru að opnast og aðgengi að upplýsingum er orðið gríðarlegt. Þannig að ég sé ekki annað en að hér sé að eiga sér stað sama þróun og hjá frændþjóðum okkar. Annað sem er mjög jákvætt hér er að leiðin frá því að hugmynd kviknar og þar til hún verður að veruleika er mjög stutt. Þetta er lítið samfélag og frændsemin sem ekki er sérstaklega holl í öðrum geirum íslensks samfélags er mjög holl í listaheiminum. Þar ríkir vilji til að hjálpast að og láta hlutina ganga upp. Við erum líka mjög dugleg að pikka upp strauma og stefnur, þannig að biðtíminn frá því að ég sé eitthvað nýstárlegt erlendis og þar til það birtist hér er alltaf að styttast. Stofnanaleikhús eru auðvitað í eðli sínu staður hinna sígildu verka og þá fjallar þetta aðallega um endurnýjun þeirra en það á líka að vera staður þar sem dægurmálin eiga sér samastað, börnin koma og læra að njóta leiklistar og þar sem samtíminn er speglaður. Þessu eru menn að átta sig á og mér finnst hafa orðið mikil þróun í leikhúsunum hér heima – í jákvæða átt. Ég sé heldur ekki betur en að það sé breið flóra í íslenskri nýleikritun á öllum sviðum. Við eigum orðið rosalega vel menntað og gott sviðslistafólk og hlutfall þeirra sem sækja menningarviðburði er fáránlega hátt hér."Leiðinleg hvert við annað Samt heyrir maður alltaf talað um það að hér sé bara sama fólkið að gera sömu hlutina endalaust. „Auðvitað er þetta dálítið sama fólkið, einfaldlega af því að við erum ekkert svo mörg. En við erum líka ofsalega leiðinleg hvort við annað. Okkur vantar örlætið og að geta klappað hvert öðru á bakið og verið hvetjandi. Auðvitað verðum við líka að vera gagnrýnin en sjálfsgagnrýni fellst ekki í niðurrifi, hún fellst í hollri athugun á því sem er gott og gagngerri endurskoðun á því sem við skiljum ekki. Þar finnst mér að orðræðan öll mætti lagast. Við sjáum hvernig toppar samfélagsins tala hver við annan og það drýpur auðvitað niður. Sama orðræðan á sér stað inni á heimilunum; hvað allt sé ömurlegt og leiðinlegt og bömmerinn og þynnkan og fylleríið og sukkið. Þetta er óskaplega leiðinleg stemning og það væri rosalega fallegt ef fólk færi að temja sér heilbrigða gagnrýni, flagga því sem við gerum vel og skoða heiðarlega það sem miður fer. Ég upplifi orðræðuna hér sem gríðarlega svarta, neikvæða og agressífa og þetta er að kæfa fólk þannig að það sér ekki hlutina í samhengi. Við þurfum að fara að jafna okkur á þessari ókyrrð og átta okkur á að við þurfum að vinna saman, við erum hérna saman og það er enginn að fara neitt."Gabbbók veitir leikskáldi innblástur Þú ert að fara. „Já, ég er að fara til Berlínar til að setja upp sýningu. Byrja að æfa á mánudagsmorgun. Ótrúlega spennandi verk eftir nútímahöfund sem er Argentínumaður sem vinnur á Spáni og heitir Rodrigo García. Hann er mikill póstmódern töffari, bæði höfundur og leikstjóri, og þráðurinn í þessu verki binst saman með tveimur mönnum sem keppast við að elda upp úr bók sem kom út um aldamótin og var sögð eftir Leonardo da Vinci. Átti að hafa fundist á Hermitage-safninu í Pétursborg og þótti mjög merkileg uppgötvun. Síðar kom í ljós að þetta var auðvitað gabb en við það varð bókin bara frægari. Þessir náungar í verkinu keppast sem sagt um hylli konu með því að elda rétti frá endurreisnartímanum í Flórens, en auðvitað er það vonlaust verk þar sem í ljós kemur að það er ekkert hjarta eftir í manneskjunni." Þú ætlar að frumsýna þá sýningu 18. mars. Hvað tekur svo við? „Þá kem ég heim og kenni fyrsta árs nemum í leiklist við LHÍ. Svo liggur leiðin bara áfram. Fer að setja upp Ibsen í Borgarleikhúsinu í Gautaborg næsta haust þar sem við ætlum að sviðsetja Frúna frá hafinu. En að öðru leyti gef ég ekkert upp um framtíðina." Ferill Egils Heiðars í grófum dráttum1999 - Útskrifast sem leikari úr Leiklistarskóla Íslands 2002 - Útskrifast sem leikstjóri úr Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn 2004-2008 - prófessor í leiktúlkun við LHÍ 2005-? - prófessor á leikstjórnarbraut Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn Hefur sviðsett yfir tuttugu verkefni á ferli sínum og starfað aðallega á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Meðal leikstjórnarverkefna hans eru: Arabíska nóttin (Stockholms Stadtsteater), Electronic City (Viirus Teatteri Helsinki), Invasion (Nationaltheater Mannheim), Galskab (Det Kongelige Teater København), Hunger (Gøteborgs Stadsteater), Bogtyven (Det Kongelige Teater København), Estemand Cassavetes (Nationaltheater Mannheim), Kellermensch (Schaubühne Berlin), Cassavetes 1.2.3. (Mammut Teater København) og Die Tiefe (Schaubühne Berlin).
Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira