Magnaðar mannraunir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. janúar 2013 09:00 Bíó. The Impossible Leikstjórn: J.A. Bayona. Leikarar: Naomi Watts, Ewan McGregor, Tom Holland, Geraldine Chaplin. Þessi sannsögulega stórslysamynd segir frá fimm manna fjölskyldu í jólafríi á Taílandi 2004. Eins og frægt er orðið skall þar á flóðbylgja í kjölfar neðansjávarjarðskjálfta í Indlandshafi, og varð um kvartmilljón manns að bana í sunnanverðri Asíu. Að hamförunum loknum leitar löskuð móðirin, ásamt elsta syninum, að hinum fjölskyldumeðlimunum, en þeir hafa bókstaflega skolast burt. Móðirin er leikin af Naomi Watts og óaðfinnanleg frammistaða hennar færi langt með að halda myndinni uppi á eigin spýtur. Hins vegar þarf hún þess ekki því hér er margt annað sem á hrós skilið. Tom Holland er gríðarlega efnilegur leikari, þrátt fyrir ungan aldur, og má færa rök fyrir því að hann sé eiginleg aðalpersóna myndarinnar. Í það minnsta sjáum við líklega mest af honum, þegar upp er staðið. Brellurnar eru mikilfenglegar og reglulega rekur maður upp stór augu og spyr sig hvernig staðið hafi verið að þeim. Eyðilegging flóðbylgjunnar var gríðarleg og sviðsetning hennar hefur heppnast fullkomlega. Myndin einblínir á upplifun þessarar einu fjölskyldu á atburðina frekar en að hoppa á milli mismunandi persóna í sífellu, en slík hefur venjan verið í stórslysamyndum um langt skeið. Þetta svínvirkar, gerir myndina bæði meira hrollvekjandi og dramatískari en ella og áhorfendur mega búast við því að fá reglulega "eitthvað í augað". Tónlistin er þó heldur yfirgengileg á köflum, og keyrir væmnina fram úr hófi. Nægur er harmurinn fyrir. Niðurstaða: Mikilfengleg og hrollvekjandi. Leikhópurinn fær hæstu einkunn. Gagnrýni Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Bíó. The Impossible Leikstjórn: J.A. Bayona. Leikarar: Naomi Watts, Ewan McGregor, Tom Holland, Geraldine Chaplin. Þessi sannsögulega stórslysamynd segir frá fimm manna fjölskyldu í jólafríi á Taílandi 2004. Eins og frægt er orðið skall þar á flóðbylgja í kjölfar neðansjávarjarðskjálfta í Indlandshafi, og varð um kvartmilljón manns að bana í sunnanverðri Asíu. Að hamförunum loknum leitar löskuð móðirin, ásamt elsta syninum, að hinum fjölskyldumeðlimunum, en þeir hafa bókstaflega skolast burt. Móðirin er leikin af Naomi Watts og óaðfinnanleg frammistaða hennar færi langt með að halda myndinni uppi á eigin spýtur. Hins vegar þarf hún þess ekki því hér er margt annað sem á hrós skilið. Tom Holland er gríðarlega efnilegur leikari, þrátt fyrir ungan aldur, og má færa rök fyrir því að hann sé eiginleg aðalpersóna myndarinnar. Í það minnsta sjáum við líklega mest af honum, þegar upp er staðið. Brellurnar eru mikilfenglegar og reglulega rekur maður upp stór augu og spyr sig hvernig staðið hafi verið að þeim. Eyðilegging flóðbylgjunnar var gríðarleg og sviðsetning hennar hefur heppnast fullkomlega. Myndin einblínir á upplifun þessarar einu fjölskyldu á atburðina frekar en að hoppa á milli mismunandi persóna í sífellu, en slík hefur venjan verið í stórslysamyndum um langt skeið. Þetta svínvirkar, gerir myndina bæði meira hrollvekjandi og dramatískari en ella og áhorfendur mega búast við því að fá reglulega "eitthvað í augað". Tónlistin er þó heldur yfirgengileg á köflum, og keyrir væmnina fram úr hófi. Nægur er harmurinn fyrir. Niðurstaða: Mikilfengleg og hrollvekjandi. Leikhópurinn fær hæstu einkunn.
Gagnrýni Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira