Vinkonur á ný Erla Hlynsdóttir skrifar 15. janúar 2013 06:00 Mér brá svolítið þegar ég gerði mér grein fyrir að það væru 24 ár síðan við kynntumst. Það var þegar mamma stoppaði hana úti á götu og sagði: „Þetta er Erla. Hún er nýflutt í bæinn. Má hún vera memm?" Við urðum bestu vinkonur upp frá því. Hún var ári eldri en ég. Því hún var í tónlistarskóla vildi ég fara í tónlistarskóla og því hún þakti svefnherbergishurðina sína með myndum af Michael Jackson ákvað ég að þekja svefnherbergishurðina mína með myndum af Michael Jackson. Við vorum rétt að verða unglingar þegar ég flutti aftur til borgarinnar. Samt héldum við sambandi fyrstu árin. Þegar hún kom til Reykjavíkur fórum við stundum fínt út að borða á veitingastað bróður hennar þar sem við gagnfræðaskvísurnar fengum snigla í forrétt og drukkum virðulega ávaxtakokkteila með þrírétta máltíðum. Smátt og smátt minnkuðu samskiptin, við fórum hvor í sína áttina eins og sagt er. Það var helst að mamma heyrði frá henni, elstu vinkonu minni, og það var seinna sem ég frétti í gegnum hana að vinkonan væri að fara að flytja til útlanda og síðan gifta sig. Við lifðum ólíku lífi á ólíkum stöðum og þannig var það. Og þá kom Facebook til sögunnar. Reyndar var það ekki fyrr en ég var líka orðin mamma, eins og hún, sem við byrjuðum að spjalla af einhverju viti á þessum samskiptamiðli. Fyrst lítið, síðan mikið. Mér varð hugsað til þessarar fortíðar okkar fyrir stuttu þegar við sátum saman, umkringdar börnunum okkar, og ræddum um nútíð og framtíð. Vinkona mín kom í heimsókn til Íslands yfir áramótin og mamma bauð okkur saman í mat. Þá hafði ég ekki hitt hana í ár en oft talað við hana á netinu. Alltaf er samt eins og við höfum síðast hist í gær. Æskuvinkonur eru líka nefnilega svolítið merkilegar jafnvel þó að strengurinn hafi slitnað um hríð. Þær þekkja okkur oft betur en vinkonur sem við kynnumst síðar á lífsleiðinni og höfum eytt meiri tíma með, því þær þekkja kjarnann í okkur. Þær þekktu okkur þegar við vorum ekki orðin við sjálf og þess vegna skilja þær betur en flestir hvers vegna við erum, tja, eins og við erum. Ég missti næstum af því að halda tengslum við æskuvinkonu mína. Endurnýjuð vinátta er eitthvað það besta sem til er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Mér brá svolítið þegar ég gerði mér grein fyrir að það væru 24 ár síðan við kynntumst. Það var þegar mamma stoppaði hana úti á götu og sagði: „Þetta er Erla. Hún er nýflutt í bæinn. Má hún vera memm?" Við urðum bestu vinkonur upp frá því. Hún var ári eldri en ég. Því hún var í tónlistarskóla vildi ég fara í tónlistarskóla og því hún þakti svefnherbergishurðina sína með myndum af Michael Jackson ákvað ég að þekja svefnherbergishurðina mína með myndum af Michael Jackson. Við vorum rétt að verða unglingar þegar ég flutti aftur til borgarinnar. Samt héldum við sambandi fyrstu árin. Þegar hún kom til Reykjavíkur fórum við stundum fínt út að borða á veitingastað bróður hennar þar sem við gagnfræðaskvísurnar fengum snigla í forrétt og drukkum virðulega ávaxtakokkteila með þrírétta máltíðum. Smátt og smátt minnkuðu samskiptin, við fórum hvor í sína áttina eins og sagt er. Það var helst að mamma heyrði frá henni, elstu vinkonu minni, og það var seinna sem ég frétti í gegnum hana að vinkonan væri að fara að flytja til útlanda og síðan gifta sig. Við lifðum ólíku lífi á ólíkum stöðum og þannig var það. Og þá kom Facebook til sögunnar. Reyndar var það ekki fyrr en ég var líka orðin mamma, eins og hún, sem við byrjuðum að spjalla af einhverju viti á þessum samskiptamiðli. Fyrst lítið, síðan mikið. Mér varð hugsað til þessarar fortíðar okkar fyrir stuttu þegar við sátum saman, umkringdar börnunum okkar, og ræddum um nútíð og framtíð. Vinkona mín kom í heimsókn til Íslands yfir áramótin og mamma bauð okkur saman í mat. Þá hafði ég ekki hitt hana í ár en oft talað við hana á netinu. Alltaf er samt eins og við höfum síðast hist í gær. Æskuvinkonur eru líka nefnilega svolítið merkilegar jafnvel þó að strengurinn hafi slitnað um hríð. Þær þekkja okkur oft betur en vinkonur sem við kynnumst síðar á lífsleiðinni og höfum eytt meiri tíma með, því þær þekkja kjarnann í okkur. Þær þekktu okkur þegar við vorum ekki orðin við sjálf og þess vegna skilja þær betur en flestir hvers vegna við erum, tja, eins og við erum. Ég missti næstum af því að halda tengslum við æskuvinkonu mína. Endurnýjuð vinátta er eitthvað það besta sem til er.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun