Botnlausa tjaldið Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 17. janúar 2013 06:00 Ég horfði á endursýningu á áramótaskaupinu með 7 ára dóttur minni og þar sem við sátum í mestu makindum í sófanum lítur hún spyrjandi á mig; „Mamma, af hverju er maðurinn að kaupa tjald með engum botni?" Það stóð á svari frá mér enda finnst mér það óásættanlegt að ég þurfi að útskýra fyrir dóttur minni að menn beiti konur slíku skipulögðu ofbeldi. Hvers konar samfélag er það, þar sem ég þarf að útskýra fyrir henni að hún gæti mögulega lent í þessu einhvern tíma á lífsleiðinni? Í raun eru líkurnar miklar þar sem ein af hverjum fjórum konum verður fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni.Ofbeldi á besta stað í heimi Mikil umræða var um kynbundið ofbeldi yfir hátíðirnar: hryllileg nauðgun í strætisvagni á Indlandi og smábær í Bandaríkjunum klofnaði í tvær fylkingar með og á móti meintum nauðgurum úr vinsælu fótboltaliði bæjarins. En við minnum okkur þá á að breska dagblaðið The Independent valdi á síðasta ári Ísland sem besta stað í heimi til að vera kona á og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er jafnrétti hvergi meira en á Íslandi. Á besta stað í heimi fyrir konur var samt opnuð Facebook-síða fyrir nokkrum vikum þar sem uppleggið var að lemja þyrfti konur reglulega og birtar voru myndir af baráttukonum gegn kynbundnu ofbeldi þar sem búið var að setja inn marbletti og sár á andlit þeirra. Á besta stað í heimi fyrir konur er nokkrum þeirra nauðgað um hverja einustu verslunarmannahelgi og því miður telst það enn til ákveðins fórnarkostnaðar útihátíðanna. Þá er ótalið allt annað kynbundið ofbeldi á besta stað í heimi. Sem alþjóðleg fyrirmynd ber okkur, konum og körlum, skylda til þess að binda enda á þetta ofbeldi – fyrir umheiminn, okkur sjálf og fyrir komandi kynslóðir.Stöndum með baráttukonunum Ég er innilega þakklát þeim baráttukonum sem hafa hugrekki til að benda á þessar staðreyndir og þá hugsanavillu í samfélagi okkar að kynbundið ofbeldi sé á einhvern hátt konum sjálfum að kenna. Þessar baráttukonur verða fyrir ótrúlegum árásum og hótunum um ofbeldi fyrir það eitt að draga fram í dagsljósið orðræðu og hegðun sem viðheldur kynbundnu ofbeldi. Með því að opna umræðuna minnka töluvert líkurnar á því að kynslóð dóttur minnar lendi í slíku ofbeldi. Svarið mitt við spurningunni hennar um botnlausa tjaldið var „Ég bara veit það ekki". Sem ein af konunum í besta landi í heimi vildi ég einfaldlega ekki þurfa að útskýra þetta fyrir dóttur minni – enda verður hennar veruleiki vonandi annar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Ég horfði á endursýningu á áramótaskaupinu með 7 ára dóttur minni og þar sem við sátum í mestu makindum í sófanum lítur hún spyrjandi á mig; „Mamma, af hverju er maðurinn að kaupa tjald með engum botni?" Það stóð á svari frá mér enda finnst mér það óásættanlegt að ég þurfi að útskýra fyrir dóttur minni að menn beiti konur slíku skipulögðu ofbeldi. Hvers konar samfélag er það, þar sem ég þarf að útskýra fyrir henni að hún gæti mögulega lent í þessu einhvern tíma á lífsleiðinni? Í raun eru líkurnar miklar þar sem ein af hverjum fjórum konum verður fyrir kynbundnu ofbeldi á lífsleiðinni.Ofbeldi á besta stað í heimi Mikil umræða var um kynbundið ofbeldi yfir hátíðirnar: hryllileg nauðgun í strætisvagni á Indlandi og smábær í Bandaríkjunum klofnaði í tvær fylkingar með og á móti meintum nauðgurum úr vinsælu fótboltaliði bæjarins. En við minnum okkur þá á að breska dagblaðið The Independent valdi á síðasta ári Ísland sem besta stað í heimi til að vera kona á og samkvæmt Sameinuðu þjóðunum er jafnrétti hvergi meira en á Íslandi. Á besta stað í heimi fyrir konur var samt opnuð Facebook-síða fyrir nokkrum vikum þar sem uppleggið var að lemja þyrfti konur reglulega og birtar voru myndir af baráttukonum gegn kynbundnu ofbeldi þar sem búið var að setja inn marbletti og sár á andlit þeirra. Á besta stað í heimi fyrir konur er nokkrum þeirra nauðgað um hverja einustu verslunarmannahelgi og því miður telst það enn til ákveðins fórnarkostnaðar útihátíðanna. Þá er ótalið allt annað kynbundið ofbeldi á besta stað í heimi. Sem alþjóðleg fyrirmynd ber okkur, konum og körlum, skylda til þess að binda enda á þetta ofbeldi – fyrir umheiminn, okkur sjálf og fyrir komandi kynslóðir.Stöndum með baráttukonunum Ég er innilega þakklát þeim baráttukonum sem hafa hugrekki til að benda á þessar staðreyndir og þá hugsanavillu í samfélagi okkar að kynbundið ofbeldi sé á einhvern hátt konum sjálfum að kenna. Þessar baráttukonur verða fyrir ótrúlegum árásum og hótunum um ofbeldi fyrir það eitt að draga fram í dagsljósið orðræðu og hegðun sem viðheldur kynbundnu ofbeldi. Með því að opna umræðuna minnka töluvert líkurnar á því að kynslóð dóttur minnar lendi í slíku ofbeldi. Svarið mitt við spurningunni hennar um botnlausa tjaldið var „Ég bara veit það ekki". Sem ein af konunum í besta landi í heimi vildi ég einfaldlega ekki þurfa að útskýra þetta fyrir dóttur minni – enda verður hennar veruleiki vonandi annar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun