Íslendingar á Sónar í Barselóna Freyr Bjarnason skrifar 18. janúar 2013 06:00 Hljómsveitin Samaris spilar að öllum líkindum á Sónar í Barselóna. Fréttablaðið/Stefán Erlendir skipuleggjendur Sónar-hátíðarinnar hafa boðið hópi íslenskra tónlistarmanna að spila á aðalhátíðinni í Barselóna í sumar. Þá verður haldið upp á tuttugu ára afmæli Sónar. Hátíðin verður haldin í fyrsta sinn í Reykjavík um miðjan febrúar. Á meðal þeirra eru Samaris, Valgeir Sigurðsson, Ólafur Arnalds, Mugison og Gluteus Maximus. "Við fengum tölvupóst frá þeim þar sem þeir þökkuðu kærlega fyrir samstarfið og hversu vel hefur tekist til með að koma upp svona glæsilegri dagskrá í Reykjavík. Þeir nefndu sérstaklega að það væri ekki síst vegna þess hversu góðir íslensku tónlistarmennirnir eru," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson, sem er einn af upphafsmönnum Sónar á Íslandi. "Þeir sögðust ætla að setja það í forgang að fá Íslendinga á Sónar-hátíðina í Barselóna." Um áttatíu þúsund manns sækja hátíðina á hverju ári. Tónlistarmennirnir fyrrnefndu eru ekki búnir að samþykkja að koma fram í Barselóna en telja má líklegt að þeir þekkist boð Sónar-manna. "Sem dæmi voru þeir einróma í þeirri afstöðu að bóka Samaris, sem er mjög skemmtilegt. Þetta er mjög flott hljómsveit og ungir og efnilegir krakkar." Einnig ætla skipuleggjendur Sónar að skoða aðra íslenska flytjendur sem koma fram í Hörpu í Reykjavík. Margeir er annar meðlima Gluteus Maximus og segir það einstakt tækifæri að fá að spila í Barselóna. "Ég hef spilað á mörgum festivölum en þetta er festivalið sem allir í mínum bransa horfa til. Ég er mjög, mjög spenntur." Sónar Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Erlendir skipuleggjendur Sónar-hátíðarinnar hafa boðið hópi íslenskra tónlistarmanna að spila á aðalhátíðinni í Barselóna í sumar. Þá verður haldið upp á tuttugu ára afmæli Sónar. Hátíðin verður haldin í fyrsta sinn í Reykjavík um miðjan febrúar. Á meðal þeirra eru Samaris, Valgeir Sigurðsson, Ólafur Arnalds, Mugison og Gluteus Maximus. "Við fengum tölvupóst frá þeim þar sem þeir þökkuðu kærlega fyrir samstarfið og hversu vel hefur tekist til með að koma upp svona glæsilegri dagskrá í Reykjavík. Þeir nefndu sérstaklega að það væri ekki síst vegna þess hversu góðir íslensku tónlistarmennirnir eru," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson, sem er einn af upphafsmönnum Sónar á Íslandi. "Þeir sögðust ætla að setja það í forgang að fá Íslendinga á Sónar-hátíðina í Barselóna." Um áttatíu þúsund manns sækja hátíðina á hverju ári. Tónlistarmennirnir fyrrnefndu eru ekki búnir að samþykkja að koma fram í Barselóna en telja má líklegt að þeir þekkist boð Sónar-manna. "Sem dæmi voru þeir einróma í þeirri afstöðu að bóka Samaris, sem er mjög skemmtilegt. Þetta er mjög flott hljómsveit og ungir og efnilegir krakkar." Einnig ætla skipuleggjendur Sónar að skoða aðra íslenska flytjendur sem koma fram í Hörpu í Reykjavík. Margeir er annar meðlima Gluteus Maximus og segir það einstakt tækifæri að fá að spila í Barselóna. "Ég hef spilað á mörgum festivölum en þetta er festivalið sem allir í mínum bransa horfa til. Ég er mjög, mjög spenntur."
Sónar Tónlist Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira