„Okkar“ Pawel Bartoszek skrifar 18. janúar 2013 06:00 Oft á þessum tíma árs má heyra nöldur fólks yfir þeirri staðreynd að hinn heilagi fréttatími RÚV sé styttri eða sé sýndur á öðrum tíma en alla jafna. Nú í ár eru hins vegar þær raddir háværari sem harma það að hann sé þar sem hann er en ekki annars staðar. Já, það er of mikið af handbolta í sjónvarpinu. Og hvergi hægt að horfa á hann í ofanálag! Nú er ég auðvitað ósanngjarn. Sá sem vill ekki sjá „fullorðna menn henda tuðru sín á milli í 60 mínútur" og sá sem telur sig hafa rétt á að sjá „landslið allra landsmanna í sjónvarpinu" er (oftast) ekki einn og sami nöldrarinn. En vandamál þeirra beggja er jafnauðleyst. Sá sem vanur er að horfa á fréttirnar sínar klukkan 19, getur lesið myndasögu sér til skemmtunar uns hann bíður eftir að handboltaleikurinn klárast. Sá sem vill horfa á HM í handbolta þegar það er sýnt á læstri stöð getur einfaldlega borgað fyrir það.Sígilt vandamál leyst Ég sé ekki betur en að einkamarkaðurinn hafi einmitt leyst sígilt vandamál í tengslum við stórmót í íþróttum. Allir sem sem hata íþróttir fá að horfa á fréttirnar sínar í friði. Þeir sem vilja horfa á íþróttir fá hins vegar miklu, miklu betri þjónustu en þeir hefðu annars fengið. Einkastöð sem getur helgað heila rás íþróttamóti nýtir sér það auðvitað. Það eru sýndir fleiri leikir og þeir oftar endursýndir. Í sjónvarpssófasettinu geta menn svo spjallað um hægriskyttustöðuna hjá Dönum uns málningin þornar. Sumir vilja meina að þeir hafi í raun þegar borgað fyrir að horfa á leikina því að ríkið styrki HSÍ um einhverja fjármuni. Ég hef reyndar ekki heildarframlög ríkisins til HSÍ á hreinu en skv. skýrslu af ársþingi HSÍ 2009 voru þau 50 milljónir árið áður. Menn verða að dæma sjálfir hvort það sé mikið eða lítið. En ég hugsa nú að félagslið leikmannanna eigi nú stærstan (fjárhagslegan) heiður af því að halda þeim í formi. Nú er ég ekki mesti áhugamaður um að ríkið styðji allt. En ef það að ríkið styður hluti eigi sjálfkrafa að þýða að þeir hlutir eigi að vera ókeypis til afnota fyrir almenning þá þyrfti ríkið einfaldlega að styrkja hlutina enn þá meira. Peningarnir þurfa að koma einhvers staðar frá.Bjór fyrir tannlækninn Það að einhver, til dæmis ríkið, borgi fyrir eitthvað þýðir ekki að hann eigi að fá eitthvað annað gefins. Ef ég borga bjór fyrir tannlækninn minn á djamminu þá þýðir það ekki að ég geti krafist holufyllingar næst þegar ég hitti hann. Ekki nema að það hafi verið díllinn til að byrja með. Ef ríkið vill sýna hluti í opinni dagskrá þá má það borga fyrir það. Ríkið (RÚV) vildi það ekki. Þess vegna eru leikirnir ekki sýndir á RÚV. Ég sé einungis ein rök fyrir því að betra væri ef svona viðburðir væru alltaf sýndir í opinni dagskrá. Börn ráða ekki útgjöldum heimilisins. Þau hafa því ekki úrslitaáhrif á það hvort einhver áskrift er keypt eða ekki. Svo horfa sum börn á eitthvað og önnur ekki og það getur verið leiðinlegt. Þetta getur verið vandamál en ég held að það sé ekki af þeirri stærðargráðu að það réttlæti lögbundin uppkaup á sjónvarpsefni. Við eigum ekki strákana okkar og eða stelpurnar okkar og getum ekki krafist þess að fá að sjá þetta fólk vinna vinnuna sína. Sama hvað mér þykir vænt um árangur íslenskra landsliða þá á ég ekki í mikið honum. Foreldrar tala oft um börn sem „sín". En það er augljós munur á því að segja „fartölvan mín" eða „dóttir mín". Einungis fyrri merkingin táknar eignarrétt. Sú seinni lýsir venslum, samsömun eða umhyggju. Strákarnir „okkar" eru nefnilega aðeins „okkar" í þessum síðarnefnda skilningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Oft á þessum tíma árs má heyra nöldur fólks yfir þeirri staðreynd að hinn heilagi fréttatími RÚV sé styttri eða sé sýndur á öðrum tíma en alla jafna. Nú í ár eru hins vegar þær raddir háværari sem harma það að hann sé þar sem hann er en ekki annars staðar. Já, það er of mikið af handbolta í sjónvarpinu. Og hvergi hægt að horfa á hann í ofanálag! Nú er ég auðvitað ósanngjarn. Sá sem vill ekki sjá „fullorðna menn henda tuðru sín á milli í 60 mínútur" og sá sem telur sig hafa rétt á að sjá „landslið allra landsmanna í sjónvarpinu" er (oftast) ekki einn og sami nöldrarinn. En vandamál þeirra beggja er jafnauðleyst. Sá sem vanur er að horfa á fréttirnar sínar klukkan 19, getur lesið myndasögu sér til skemmtunar uns hann bíður eftir að handboltaleikurinn klárast. Sá sem vill horfa á HM í handbolta þegar það er sýnt á læstri stöð getur einfaldlega borgað fyrir það.Sígilt vandamál leyst Ég sé ekki betur en að einkamarkaðurinn hafi einmitt leyst sígilt vandamál í tengslum við stórmót í íþróttum. Allir sem sem hata íþróttir fá að horfa á fréttirnar sínar í friði. Þeir sem vilja horfa á íþróttir fá hins vegar miklu, miklu betri þjónustu en þeir hefðu annars fengið. Einkastöð sem getur helgað heila rás íþróttamóti nýtir sér það auðvitað. Það eru sýndir fleiri leikir og þeir oftar endursýndir. Í sjónvarpssófasettinu geta menn svo spjallað um hægriskyttustöðuna hjá Dönum uns málningin þornar. Sumir vilja meina að þeir hafi í raun þegar borgað fyrir að horfa á leikina því að ríkið styrki HSÍ um einhverja fjármuni. Ég hef reyndar ekki heildarframlög ríkisins til HSÍ á hreinu en skv. skýrslu af ársþingi HSÍ 2009 voru þau 50 milljónir árið áður. Menn verða að dæma sjálfir hvort það sé mikið eða lítið. En ég hugsa nú að félagslið leikmannanna eigi nú stærstan (fjárhagslegan) heiður af því að halda þeim í formi. Nú er ég ekki mesti áhugamaður um að ríkið styðji allt. En ef það að ríkið styður hluti eigi sjálfkrafa að þýða að þeir hlutir eigi að vera ókeypis til afnota fyrir almenning þá þyrfti ríkið einfaldlega að styrkja hlutina enn þá meira. Peningarnir þurfa að koma einhvers staðar frá.Bjór fyrir tannlækninn Það að einhver, til dæmis ríkið, borgi fyrir eitthvað þýðir ekki að hann eigi að fá eitthvað annað gefins. Ef ég borga bjór fyrir tannlækninn minn á djamminu þá þýðir það ekki að ég geti krafist holufyllingar næst þegar ég hitti hann. Ekki nema að það hafi verið díllinn til að byrja með. Ef ríkið vill sýna hluti í opinni dagskrá þá má það borga fyrir það. Ríkið (RÚV) vildi það ekki. Þess vegna eru leikirnir ekki sýndir á RÚV. Ég sé einungis ein rök fyrir því að betra væri ef svona viðburðir væru alltaf sýndir í opinni dagskrá. Börn ráða ekki útgjöldum heimilisins. Þau hafa því ekki úrslitaáhrif á það hvort einhver áskrift er keypt eða ekki. Svo horfa sum börn á eitthvað og önnur ekki og það getur verið leiðinlegt. Þetta getur verið vandamál en ég held að það sé ekki af þeirri stærðargráðu að það réttlæti lögbundin uppkaup á sjónvarpsefni. Við eigum ekki strákana okkar og eða stelpurnar okkar og getum ekki krafist þess að fá að sjá þetta fólk vinna vinnuna sína. Sama hvað mér þykir vænt um árangur íslenskra landsliða þá á ég ekki í mikið honum. Foreldrar tala oft um börn sem „sín". En það er augljós munur á því að segja „fartölvan mín" eða „dóttir mín". Einungis fyrri merkingin táknar eignarrétt. Sú seinni lýsir venslum, samsömun eða umhyggju. Strákarnir „okkar" eru nefnilega aðeins „okkar" í þessum síðarnefnda skilningi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun