Krónublinda Þórður Snær Júlíusson skrifar 21. janúar 2013 06:00 Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og leiðtogi flokksins í Reykjavík Suður í komandi alþingiskosningum, birti nýverið pistil á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „sláandi verðkönnun“. Þar segir hún frá samanburði konu á kassakvittun frá Bónus árið 2007 og annarri þar sem nákvæmlega sömu vörur voru keyptar í desember 2012. Niðurstaðan sýnir að meðaltalshækkun á fjörutíu völdum vörum er tæplega 115 prósent á tímabilinu. Ályktun Vigdísar út frá könnuninni er eftirfarandi: „Okkur er talin trú um að kaupmáttur hafi „að mestu“ haldið sér. Þessar upplýsingar eru sláandi.“ Vigdís gerir þó enga tilraun til að rýna í raunverulegar ástæður þess að matvælaverð hefur hækkað. Kaupmáttur kemur þeim nefnilega ekkert við. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna heldur utan um vísitölu matarverðs í heiminum. Samkvæmt henni hefur matarverð í heiminum almennt hækkað um 35 prósent á viðmiðunartímabilinu sem Vigdís fjallar um. Ástæður þessara hækkana eru mýmargar. Náttúran hefur þar spilað stórt hlutverk. Mestu þurrkar sem orðið hafa í Bandaríkjunum í 50 ár, skógareldar í Rússlandi, uppskerubrestir í Evrópu og jarðskjálftar í Japan hafa til að mynda haft mikil áhrif til hækkunar á korni, kjöti, mjólkurvörum og mörgu öðru. Í alþjóðavæddu samfélagi skiptir verð á olíu höfuðmáli í verði matvæla, enda þarf að flytja matvælin frá þeim löndum þar sem er arðbært að framleiða þau til þeirra sem vilja neyta þeirra. Heimsmarkaðsverð á olíu var um tuttugu prósentum hærra í desember 2012 en það var í sama mánuði fimm árum áður. Ástæður þeirra hækkana eru mýmargar. Í fyrsta lagi hækkaði hrávöruverð mikið í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar sem hófst 2008, þegar fjárfestingar færðust úr hlutabréfum yfir í hrávörur sem héldu betur verðgildi sínu. Byltingar í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum hafa einnig haft áhrif til hækkunar. Þá skiptir auðvitað miklu máli að millistétt heimsþorpsins stækkar á hverju ári og notar því bæði meira eldsneyti og borðar dýrari og fjölbreyttari fæðu. En stóri þátturinn í verðhækkun á matvælum á Íslandi er hrun íslensku krónunnar. Hún féll um rúm 46 prósent gagnvart evru á því tímabili sem könnunin sem Vigdís fjallar um nær til. Um þetta á að ríkja almenn vitneskja. Samkeppniseftirlitið birti til dæmis skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvöruári í janúar 2012 þar sem sagði að miklar verðhækkanir skýrðust fyrst og fremst af ytri ástæðum, aðallega gengishruni íslensku krónunnar. Í skýrslunni segir orðrétt: „...eftir gengislækkun krónunnar hefur matvöruverð á Íslandi færst frá því að vera hlutfallslega mun hærra til þess að vera því sem næst jafnt meðalmatvöruverði í ESB löndum [...]. Í krónum talið hækkaði matvöruverð hins vegar gífurlega eftir hrunið.“ Í evrum talið hefur matvælaverð á Íslandi því lækkað. Hækkandi matvöruverð er eingöngu ytri þáttum að kenna, ekki sitjandi ríkisstjórn eða aukinni álagningu verslana. Það á ekki að koma á óvart, þrátt fyrir aukinn kaupmátt. Það eina sem hefði getað haft einhver raunveruleg áhrif á þá bölvun sem krónan er hefði verið að bjóða upp á raunhæfan kost um upptöku annarrar myntar, til dæmis evru með aðild að Evrópusambandinu. Það er ekki hægt að stilla sér upp sem málsvara neytenda en vilja á sama tíma halda í íslensku krónuna. Að gera það ber vott um annað hvort vítavert þekkingarleysi eða óheiðarleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og leiðtogi flokksins í Reykjavík Suður í komandi alþingiskosningum, birti nýverið pistil á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „sláandi verðkönnun“. Þar segir hún frá samanburði konu á kassakvittun frá Bónus árið 2007 og annarri þar sem nákvæmlega sömu vörur voru keyptar í desember 2012. Niðurstaðan sýnir að meðaltalshækkun á fjörutíu völdum vörum er tæplega 115 prósent á tímabilinu. Ályktun Vigdísar út frá könnuninni er eftirfarandi: „Okkur er talin trú um að kaupmáttur hafi „að mestu“ haldið sér. Þessar upplýsingar eru sláandi.“ Vigdís gerir þó enga tilraun til að rýna í raunverulegar ástæður þess að matvælaverð hefur hækkað. Kaupmáttur kemur þeim nefnilega ekkert við. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna heldur utan um vísitölu matarverðs í heiminum. Samkvæmt henni hefur matarverð í heiminum almennt hækkað um 35 prósent á viðmiðunartímabilinu sem Vigdís fjallar um. Ástæður þessara hækkana eru mýmargar. Náttúran hefur þar spilað stórt hlutverk. Mestu þurrkar sem orðið hafa í Bandaríkjunum í 50 ár, skógareldar í Rússlandi, uppskerubrestir í Evrópu og jarðskjálftar í Japan hafa til að mynda haft mikil áhrif til hækkunar á korni, kjöti, mjólkurvörum og mörgu öðru. Í alþjóðavæddu samfélagi skiptir verð á olíu höfuðmáli í verði matvæla, enda þarf að flytja matvælin frá þeim löndum þar sem er arðbært að framleiða þau til þeirra sem vilja neyta þeirra. Heimsmarkaðsverð á olíu var um tuttugu prósentum hærra í desember 2012 en það var í sama mánuði fimm árum áður. Ástæður þeirra hækkana eru mýmargar. Í fyrsta lagi hækkaði hrávöruverð mikið í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar sem hófst 2008, þegar fjárfestingar færðust úr hlutabréfum yfir í hrávörur sem héldu betur verðgildi sínu. Byltingar í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum hafa einnig haft áhrif til hækkunar. Þá skiptir auðvitað miklu máli að millistétt heimsþorpsins stækkar á hverju ári og notar því bæði meira eldsneyti og borðar dýrari og fjölbreyttari fæðu. En stóri þátturinn í verðhækkun á matvælum á Íslandi er hrun íslensku krónunnar. Hún féll um rúm 46 prósent gagnvart evru á því tímabili sem könnunin sem Vigdís fjallar um nær til. Um þetta á að ríkja almenn vitneskja. Samkeppniseftirlitið birti til dæmis skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvöruári í janúar 2012 þar sem sagði að miklar verðhækkanir skýrðust fyrst og fremst af ytri ástæðum, aðallega gengishruni íslensku krónunnar. Í skýrslunni segir orðrétt: „...eftir gengislækkun krónunnar hefur matvöruverð á Íslandi færst frá því að vera hlutfallslega mun hærra til þess að vera því sem næst jafnt meðalmatvöruverði í ESB löndum [...]. Í krónum talið hækkaði matvöruverð hins vegar gífurlega eftir hrunið.“ Í evrum talið hefur matvælaverð á Íslandi því lækkað. Hækkandi matvöruverð er eingöngu ytri þáttum að kenna, ekki sitjandi ríkisstjórn eða aukinni álagningu verslana. Það á ekki að koma á óvart, þrátt fyrir aukinn kaupmátt. Það eina sem hefði getað haft einhver raunveruleg áhrif á þá bölvun sem krónan er hefði verið að bjóða upp á raunhæfan kost um upptöku annarrar myntar, til dæmis evru með aðild að Evrópusambandinu. Það er ekki hægt að stilla sér upp sem málsvara neytenda en vilja á sama tíma halda í íslensku krónuna. Að gera það ber vott um annað hvort vítavert þekkingarleysi eða óheiðarleika.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun