Saga sem hefur fallið í gleymskunnar dá Freyr Bjarnason skrifar 23. janúar 2013 07:00 Grímur Hákonarson leikstýrir heimildarmyndinni Hvelli sem verður frumsýnd á fimmtudaginn. fréttablaðið/gva "Við erum búin að vanda okkur mjög mikið. Það er mikil ábyrgð að gera þessari sögu skil," segir Grímur Hákonarson, leikstjóri heimildarmyndarinnar Hvells. Hún gerist sumarið 1970 þegar hart var deilt á Íslandi um virkjun Laxár í Mývatnssveit. Þann 25. ágúst tóku 113 Þingeyingar lögin í sínar hendur og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá. "Það verður umhverfisvakning í kjölfar þessa máls og það er oft talað um að þetta sé upphaf náttúruverndar," segir Grímur. Umfjöllunarefni Hvells átti upphaflega að vera í heimildarmyndinni Draumalandið sem kom út 2009. Framleiðendur hennar höfðu samband við Grím og báðu hann um að gera sérstaka heimildarmynd um efnið vegna þess hversu áhugavert það var. "Þetta er merkilegur atburður í Íslandssögunni og ein stærsta borgaralega óhlýðnin sem hefur komið upp á Íslandi." Tökur á myndinni fóru fram sumarið 2010 og eftirvinnslan stóð yfir í tvö og hálft ár. "Við vildum gera þetta eins vel og við gátum. Það fór talsvert mikil vinna í að grafa upp gamalt efni," segir leikstjórinn. Rúm fjörutíu ár eru liðin síðan atburðirnir í heimildarmyndinni gerðust. "Við vorum dálítið á síðasta snúningi að gera þessa mynd því það eru mjög margir látnir sem voru viðriðnir málið. Myndin er fyrst og fremst um fólkið í sveitinni sem býr þarna í dag. Þessi saga hefur dálítið fallið í gleymsku. Þetta var eitt heitasta málið í þjóðfélaginu," segir Grímur, sem hefur áður gert heimildarmyndirnar Varði fer á vertíð, Varði Goes Europe, Bræðrabyltu og Hreint hjarta sem hlaut fyrstu verðlaun á Skjaldborgarhátíðinni. Einnig gerði hann kvikmyndina Sumarlandið. "Þetta var mjög góður skóli," segir hann um Hvell. "Þarna komu í ljós ýmsir hlutir sem höfðu aldrei komið fram opinberlega um þetta mál. Það var áskorun að finna út hver það var sem sprengdi stífluna. Það tók tíma að fá fólk til að opna sig." Hvellur var frumsýndur í Mývatnssveit á sunnudagskvöld við góðar undirtektir heimamanna. "Það má segja að maður hafi staðist prófraunina," segir Grímur sáttur. Almennar sýningar á myndinni hefjast í Bíói Paradís á morgun. Menning Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Við erum búin að vanda okkur mjög mikið. Það er mikil ábyrgð að gera þessari sögu skil," segir Grímur Hákonarson, leikstjóri heimildarmyndarinnar Hvells. Hún gerist sumarið 1970 þegar hart var deilt á Íslandi um virkjun Laxár í Mývatnssveit. Þann 25. ágúst tóku 113 Þingeyingar lögin í sínar hendur og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá. "Það verður umhverfisvakning í kjölfar þessa máls og það er oft talað um að þetta sé upphaf náttúruverndar," segir Grímur. Umfjöllunarefni Hvells átti upphaflega að vera í heimildarmyndinni Draumalandið sem kom út 2009. Framleiðendur hennar höfðu samband við Grím og báðu hann um að gera sérstaka heimildarmynd um efnið vegna þess hversu áhugavert það var. "Þetta er merkilegur atburður í Íslandssögunni og ein stærsta borgaralega óhlýðnin sem hefur komið upp á Íslandi." Tökur á myndinni fóru fram sumarið 2010 og eftirvinnslan stóð yfir í tvö og hálft ár. "Við vildum gera þetta eins vel og við gátum. Það fór talsvert mikil vinna í að grafa upp gamalt efni," segir leikstjórinn. Rúm fjörutíu ár eru liðin síðan atburðirnir í heimildarmyndinni gerðust. "Við vorum dálítið á síðasta snúningi að gera þessa mynd því það eru mjög margir látnir sem voru viðriðnir málið. Myndin er fyrst og fremst um fólkið í sveitinni sem býr þarna í dag. Þessi saga hefur dálítið fallið í gleymsku. Þetta var eitt heitasta málið í þjóðfélaginu," segir Grímur, sem hefur áður gert heimildarmyndirnar Varði fer á vertíð, Varði Goes Europe, Bræðrabyltu og Hreint hjarta sem hlaut fyrstu verðlaun á Skjaldborgarhátíðinni. Einnig gerði hann kvikmyndina Sumarlandið. "Þetta var mjög góður skóli," segir hann um Hvell. "Þarna komu í ljós ýmsir hlutir sem höfðu aldrei komið fram opinberlega um þetta mál. Það var áskorun að finna út hver það var sem sprengdi stífluna. Það tók tíma að fá fólk til að opna sig." Hvellur var frumsýndur í Mývatnssveit á sunnudagskvöld við góðar undirtektir heimamanna. "Það má segja að maður hafi staðist prófraunina," segir Grímur sáttur. Almennar sýningar á myndinni hefjast í Bíói Paradís á morgun.
Menning Mest lesið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira