Gullfoss, Laxá og framtíðin Steinunn Stefánsdóttir skrifar 26. janúar 2013 06:00 Við Gullfoss stendur minnisvarði um merka konu, Sigríði Tómasdóttur í Brattholti. Sigríðar er minnst vegna ötullar baráttu hennar gegn því að Gullfoss yrði virkjaður um aldamótin 1900 og er oft nefnd fyrsti íslenski náttúruverndarsinninn. Allt frá því Sigríður háði baráttu sína um Gullfoss, meðal annars með því að hóta að fleygja sér í fossinn þegar fyrsta skóflustunga framkvæmdarinnar yrði tekin, hefur henni verið þakkað framlagið til íslenskrar náttúru, enda hlýtur það að teljast ómetanlegt að hafa bjargað Gullfossi. Sjö áratugum síðar tóku bændur til sinna ráða norður í Þingeyjarsýslu. Þá stóð til að miðla vatni úr Skjálfandafljóti að Mývatni og Laxá, með tilheyrandi virkjunum og miðlunarlónum og risastíflu í Laxárgljúfri. Aðgerðin hefði meðal annars þýtt að Laxárdalur hefði að stórum hluta farið undir vatn. Hápunktur aðgerða Þingeyinganna var á ágústkvöldi 1970 þegar stífla í Miðkvísl var rofin með sprengju. Samstaða þeirra sem að aðgerðunum stóðu var eftirtektarverð enda er það ekki fyrr en í þessari viku, í tengslum við frumsýningu heimildarmyndarinnar Hvellur sem fjallar um atburðinn, að gefið er upp hverjir það voru sem önnuðust framkvæmd sprengingarinnar. Sextíu og fimm manns hlutu skilorðsbundna dóma fyrir tiltækið ásamt sektum sem voru þó aldrei innheimtar. Það sama gildir um andóf Sigríðar í Brattholti og aðgerð Þingeyinganna að dómur sögunnar varð fljótlega aðgerðarsinnum í vil og líklega eru þeir fáir sem ekki eru þakklátir þeim sem stóðu að aðgerðinni við Miðkvísl fyrir framlag sitt til náttúruverndar. Sá eini sem enn lifir af þremenningunum sem framkvæmdu sprenginguna í Miðkvísl, Arngrímur Geirsson, er hógvær og segir í viðtali við Friðriku Benónýsdóttur í Fréttablaðinu í dag spurður hvort sagan hafi ekki leitt í ljós að baráttan hefði verið réttmæt: „Ég ætla ekki að leggja dóm á hvað þessi einstaki atburður átti stóran þátt í því en öll hugsun manna um þessi mál hefur breyst mjög mikið. Þó ekki nógu mikið.“ Arngrímur telur að baráttu af því tagi sem háð var í Þingeyjarsýslu sé ekki lokið. Og það er áreiðanlega rétt hjá honum. Álitaefni varðandi ákvörðun um það hvernig á að nýta land munu alltaf koma upp. „Þetta er eilífðarverkefni sem hugsanlega sveiflast eitthvað frá kynslóð til kynslóðar eftir því hvert viðhorfið er hverju sinni,“ segir Arngrímur. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem samþykkt var í fyrri viku er afdráttarlaust skref í þá átt að skýra þessa vinnu. Þar er horft fram í tímann og svæði skilgreind vandlega. Rammaáætlun er niðurstaða vandaðrar vinnu, bæði vísindamanna og stjórnmálamanna, en hún á líka rætur í baráttu eldhuga sem á undan sinni samtíð lögðust á árar með íslenskri náttúru gegn skammsýnum sjónarmiðum um gróða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Við Gullfoss stendur minnisvarði um merka konu, Sigríði Tómasdóttur í Brattholti. Sigríðar er minnst vegna ötullar baráttu hennar gegn því að Gullfoss yrði virkjaður um aldamótin 1900 og er oft nefnd fyrsti íslenski náttúruverndarsinninn. Allt frá því Sigríður háði baráttu sína um Gullfoss, meðal annars með því að hóta að fleygja sér í fossinn þegar fyrsta skóflustunga framkvæmdarinnar yrði tekin, hefur henni verið þakkað framlagið til íslenskrar náttúru, enda hlýtur það að teljast ómetanlegt að hafa bjargað Gullfossi. Sjö áratugum síðar tóku bændur til sinna ráða norður í Þingeyjarsýslu. Þá stóð til að miðla vatni úr Skjálfandafljóti að Mývatni og Laxá, með tilheyrandi virkjunum og miðlunarlónum og risastíflu í Laxárgljúfri. Aðgerðin hefði meðal annars þýtt að Laxárdalur hefði að stórum hluta farið undir vatn. Hápunktur aðgerða Þingeyinganna var á ágústkvöldi 1970 þegar stífla í Miðkvísl var rofin með sprengju. Samstaða þeirra sem að aðgerðunum stóðu var eftirtektarverð enda er það ekki fyrr en í þessari viku, í tengslum við frumsýningu heimildarmyndarinnar Hvellur sem fjallar um atburðinn, að gefið er upp hverjir það voru sem önnuðust framkvæmd sprengingarinnar. Sextíu og fimm manns hlutu skilorðsbundna dóma fyrir tiltækið ásamt sektum sem voru þó aldrei innheimtar. Það sama gildir um andóf Sigríðar í Brattholti og aðgerð Þingeyinganna að dómur sögunnar varð fljótlega aðgerðarsinnum í vil og líklega eru þeir fáir sem ekki eru þakklátir þeim sem stóðu að aðgerðinni við Miðkvísl fyrir framlag sitt til náttúruverndar. Sá eini sem enn lifir af þremenningunum sem framkvæmdu sprenginguna í Miðkvísl, Arngrímur Geirsson, er hógvær og segir í viðtali við Friðriku Benónýsdóttur í Fréttablaðinu í dag spurður hvort sagan hafi ekki leitt í ljós að baráttan hefði verið réttmæt: „Ég ætla ekki að leggja dóm á hvað þessi einstaki atburður átti stóran þátt í því en öll hugsun manna um þessi mál hefur breyst mjög mikið. Þó ekki nógu mikið.“ Arngrímur telur að baráttu af því tagi sem háð var í Þingeyjarsýslu sé ekki lokið. Og það er áreiðanlega rétt hjá honum. Álitaefni varðandi ákvörðun um það hvernig á að nýta land munu alltaf koma upp. „Þetta er eilífðarverkefni sem hugsanlega sveiflast eitthvað frá kynslóð til kynslóðar eftir því hvert viðhorfið er hverju sinni,“ segir Arngrímur. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem samþykkt var í fyrri viku er afdráttarlaust skref í þá átt að skýra þessa vinnu. Þar er horft fram í tímann og svæði skilgreind vandlega. Rammaáætlun er niðurstaða vandaðrar vinnu, bæði vísindamanna og stjórnmálamanna, en hún á líka rætur í baráttu eldhuga sem á undan sinni samtíð lögðust á árar með íslenskri náttúru gegn skammsýnum sjónarmiðum um gróða.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun