Byrjuðu á því að fara á skíði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. janúar 2013 07:30 Skúli og félagar fengu að reyna ýmislegt. svig, gönguskíði og svo skíðaskotfimi.mynd/aðsend Sænska félagið Elfsborg fór óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Byrjað var á að fara í fjögurra daga skíðaferð með liðið. Hinn 24 ára gamli KR-ingur Skúli Jón Friðgeirsson er á mála hjá sænska félaginu Elfsborg sem er núverandi sænskur meistari. Liðið ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili, bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni. Tímabilið hefst eftir rúma tvo mánuði og þjálfarinn, Jörgen Lennartsson, fór mjög óhefðbundna leið er hann byrjaði undirbúningstímabilið með liðinu. Hann fór með það allt saman á skíði. „Við fórum í tíu tíma ferðalag norður á skíðasvæði. Þar vorum við á skíðum í fjóra daga," segir Skúli Jón og hlær við er hann rifjar upp þessa sérstöku byrjun á undirbúningstímabilinu. „Það var lítill frjáls tími enda vorum við í ýmsum leikjum. Keppni á gönguskíðum, ratleikur uppi í fjalli. Það var líka keppt í svigi. Ég vann ekki en var þokkalega öflugur. Ég var hvorki fyrstur né síðastur. Þetta var öðruvísi, ég verð að viðurkenna það." Skúli Jón segir að það sé ekki hefð fyrir því að byrja undirbúningstímabil hjá félaginu á þennan hátt. „Ég veit ekki hvað þetta var. Þjálfaranum finnst gaman á skíðum og kannski var þetta afsökun fyrir hann að komast á skíði," segir Skúli léttur. „Þessi ferð var náttúrulega hópefli fyrir liðið. Hrista hópinn saman. Við bjuggum saman í einhverjum kofum og svo var stanslaust verið að skipta upp í lið í alls konar keppnum. Að því leytinu til var þetta góð byrjun á undirbúningstímabilinu. Margir leikmenn ráku samt upp stór augu er þeir sáu þetta á dagskránni. Ruku í þjálfarann og sögðust vera slæmir í hnjánum og svona. Hann sagði þeim bara að hætta þessu væli," segir Skúli hlæjandi og bætir við að allir leikmenn hafi sloppið heilir heim úr ferðinni. „Við slepptum líka skíðastökki. Það hefur klárlega hjálpað. Við áttum svo frítíma á kvöldin og menn gátu lyft sér aðeins upp ef þeir vildu gera það á kvöldin. Þetta var hópefli og allir voru hæstánægðir með þessa ferð." Elfsborg ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili en liðið tekur meðal annars þátt í Meistaradeildinni í ár. „Það er aðeins pressa á liðinu. Stefnan er að sjálfsögðu að verja titilinn og svo er mikill metnaður fyrir Meistaradeildinni. Það er stefna félagsins að komast inn í riðlakeppnina. Það er langt síðan sænskt félag hefur komist þangað inn. Félagið er með þessi tvö markmið fyrir tímabilið," segir Skúli en litlar breytingar eru á liðinu milli ára. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira
Sænska félagið Elfsborg fór óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir komandi tímabil. Byrjað var á að fara í fjögurra daga skíðaferð með liðið. Hinn 24 ára gamli KR-ingur Skúli Jón Friðgeirsson er á mála hjá sænska félaginu Elfsborg sem er núverandi sænskur meistari. Liðið ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili, bæði heima fyrir og í Meistaradeildinni. Tímabilið hefst eftir rúma tvo mánuði og þjálfarinn, Jörgen Lennartsson, fór mjög óhefðbundna leið er hann byrjaði undirbúningstímabilið með liðinu. Hann fór með það allt saman á skíði. „Við fórum í tíu tíma ferðalag norður á skíðasvæði. Þar vorum við á skíðum í fjóra daga," segir Skúli Jón og hlær við er hann rifjar upp þessa sérstöku byrjun á undirbúningstímabilinu. „Það var lítill frjáls tími enda vorum við í ýmsum leikjum. Keppni á gönguskíðum, ratleikur uppi í fjalli. Það var líka keppt í svigi. Ég vann ekki en var þokkalega öflugur. Ég var hvorki fyrstur né síðastur. Þetta var öðruvísi, ég verð að viðurkenna það." Skúli Jón segir að það sé ekki hefð fyrir því að byrja undirbúningstímabil hjá félaginu á þennan hátt. „Ég veit ekki hvað þetta var. Þjálfaranum finnst gaman á skíðum og kannski var þetta afsökun fyrir hann að komast á skíði," segir Skúli léttur. „Þessi ferð var náttúrulega hópefli fyrir liðið. Hrista hópinn saman. Við bjuggum saman í einhverjum kofum og svo var stanslaust verið að skipta upp í lið í alls konar keppnum. Að því leytinu til var þetta góð byrjun á undirbúningstímabilinu. Margir leikmenn ráku samt upp stór augu er þeir sáu þetta á dagskránni. Ruku í þjálfarann og sögðust vera slæmir í hnjánum og svona. Hann sagði þeim bara að hætta þessu væli," segir Skúli hlæjandi og bætir við að allir leikmenn hafi sloppið heilir heim úr ferðinni. „Við slepptum líka skíðastökki. Það hefur klárlega hjálpað. Við áttum svo frítíma á kvöldin og menn gátu lyft sér aðeins upp ef þeir vildu gera það á kvöldin. Þetta var hópefli og allir voru hæstánægðir með þessa ferð." Elfsborg ætlar sér stóra hluti á komandi tímabili en liðið tekur meðal annars þátt í Meistaradeildinni í ár. „Það er aðeins pressa á liðinu. Stefnan er að sjálfsögðu að verja titilinn og svo er mikill metnaður fyrir Meistaradeildinni. Það er stefna félagsins að komast inn í riðlakeppnina. Það er langt síðan sænskt félag hefur komist þangað inn. Félagið er með þessi tvö markmið fyrir tímabilið," segir Skúli en litlar breytingar eru á liðinu milli ára.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Fleiri fréttir Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira