Frá „svikum“ til „þjóðarsigurs“ Þorsteinn Pálsson skrifar 2. febrúar 2013 06:00 „…vissulega er það svo, að smáþjóð verður að varast það að ganga svo langt, að hún geti ekki alltaf verið við því búin að leggja mál sín undir úrlausn alþjóðadómstóls, því að sannleikurinn er sá, að smáþjóð á ekki annars staðar frekar skjóls að vænta heldur en hjá alþjóðasamtökum og alþjóðastofnunum af því hún hefur ekki valdið til að fylgja eftir sínum ákvörðunum eins og stórveldin." Þessi málsgrein er úr ræðu sem Ólafur Jóhannesson flutti á Alþingi í nóvember 1960. Fjórum mánuðum síðar snerist hann gegn samningi um lausn landhelgismálsins. Hann fól í sér viðurkenningu Breta á tólf mílunum, tímabundnar veiðiheimildir þeim til handa og að við frekari útfærslu yrði ágreiningur leystur fyrir alþjóðadómstólnum. Bjarni Benediktsson og Morgunblaðið lýstu samningnum sem „stærsta stjórnmálasigri Íslendinga". Stjórnarandstæðingar og Þjóðviljinn notuðu hins vegar orð eins og „svik" og „landráð". Þegar kom að frekari útfærslu landhelginnar áratug síðar kaus þjóðin þá flokka til valda sem lofuðu að rifta samningnum við Breta um dómstólaleiðina. Sumir töldu það „þjóðarsigur" þess tíma. Spurningin er: Breytti sú afstaða þjóðarinnar „sigursamningi" í „svikasamning"? Tæpast. En þessi gamli landhelgissamningur, rétt eins og síðasti Icesave-samningurinn, varpar ljósi á þann vanda sem ríkisstjórnir standa andspænis þegar meta þarf hvort verja á hagsmuni Íslands með samningum eða eftir öðrum leiðum.Ísland valdi ekki EFTA-dómstólinn Hvorki íslensk stjórnvöld né íslenska þjóðin tóku ákvörðun um að leggja ágreininginn um Icesave-skuldina fyrir EFTA-dómstólinn; og Bretar ekki heldur. Það gerði sjálfstæð eftirlitsstofnun, ESA. En með því að hafna samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu máttu menn eigi að síður gera sér grein fyrir að úrslit málsins gætu ráðist þar. Þeir sem forystu höfðu fyrir því að hafna samningum viðurkenndu hins vegar aldrei valdsvið EFTA-dómstólsins. Viku fyrir dómsuppkvaðninguna sagði forseti Íslands að dómstóllinn væri eins og lögfræðiskrifstofa sem gæfi ráðgefandi álit en réði ekki úrslitum máls. Þegar dómurinn var fallinn taldi forsetinn að hann hefði staðfest mesta lýðræðissigur í sögu Evrópu. Daginn sem dómurinn gekk gagnrýndi Morgunblaðið utanríkisráðherra harðlega í forystugrein fyrir að hafa ekki andmælt því að málið færi fyrir EFTA-dómstólinn. Þar sagði „að fáir væru líklegir til að hafa sagst vilja fara „dómstólaleiðina". Svo fráleitt þótti að una þessum dómi að í fyrirsögn stóð: „Reynt er vísvitandi að rugla saman EFTA-dómstól og „dómstólaleiðinni"." Næsta dag notaði blaðið réttilega orðið „þjóðarsigur" um niðurstöðu þess dómstóls sem það sólarhring fyrr taldi að hefði ekkert með málið að gera fremur en önnur innanríkismál. Rétt eins og Ólafur Jóhannesson snerist gegn þeirri leið við lausn landhelgisdeilunnar við Breta 1961, sem hann hafði sjálfur mælt með, hafa margir þeirra sem í upphafi lögðu á ráðin um samningaleið vegna Icesave-skulda Landsbankans snúist gegn henni á síðari stigum.Hvar er skjóls að vænta? Bæði þessi mál enduðu farsællega. En þegar öllu er á botninn hvolft er ólíklegt að uppsögn landhelgissamningsins hafi flýtt fullum yfirráðum yfir 200 mílna lögsögunni. Eins er óvíst að vaxtakostnaður vegna síðasta Icesave-samningsins hefði orðið meiri en það óhagræði af lakari viðskiptakjörum sem tveggja ára óvissa hefur valdið. Það er oft hyggilegt að semja. En fyrri Icesave-samningarnir eru gott dæmi um hitt. Formenn stjórnarflokkanna voru svo rúnir trausti eftir þá að þeir gátu ekki einu sinni nýtt sér góða niðurstöðu EFTA-dómstólsins til að bæta stöðu sína. Umræður um mál eins og þessi eru jafn tilfinningaþrungnar nú og fyrir hálfri öld. Munurinn er helst sá að þá voru fleiri staðfastir í skoðunum. Nú eru þeir fleiri sem taka afstöðu eftir sama lögmáli og haninn á burstinni. Annað er að sú skoðun hefur fengið fullt verð í búð reynslunnar, sem Ólafur Jóhannesson hafði stundum en Bjarni Benediktsson jafnan, að Ísland ætti ávallt að vera reiðubúið að leggja mál fyrir alþjóðadómstóla. Smáþjóð ætti helst skjóls að vænta hjá alþjóðastofnunum því hún hefði ekki sama vald og stórveldin til að fylgja málum sínum eftir. Icesave-deilan átti rætur í reglum um innri markað Evrópusambandsins. En aðildin að honum tryggði Íslandi aftur á móti réttarvernd EFTA-dómstólsins. Bretar gátu því ekki neytt aflsmunar nema skamma stund. Þetta er eitt af þeim sjónarmiðum sem liggja til grundvallar umsókn um fulla aðild að Evrópusambandinu. Dómsniðurstaðan styrkir því ótvírætt umsóknina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
„…vissulega er það svo, að smáþjóð verður að varast það að ganga svo langt, að hún geti ekki alltaf verið við því búin að leggja mál sín undir úrlausn alþjóðadómstóls, því að sannleikurinn er sá, að smáþjóð á ekki annars staðar frekar skjóls að vænta heldur en hjá alþjóðasamtökum og alþjóðastofnunum af því hún hefur ekki valdið til að fylgja eftir sínum ákvörðunum eins og stórveldin." Þessi málsgrein er úr ræðu sem Ólafur Jóhannesson flutti á Alþingi í nóvember 1960. Fjórum mánuðum síðar snerist hann gegn samningi um lausn landhelgismálsins. Hann fól í sér viðurkenningu Breta á tólf mílunum, tímabundnar veiðiheimildir þeim til handa og að við frekari útfærslu yrði ágreiningur leystur fyrir alþjóðadómstólnum. Bjarni Benediktsson og Morgunblaðið lýstu samningnum sem „stærsta stjórnmálasigri Íslendinga". Stjórnarandstæðingar og Þjóðviljinn notuðu hins vegar orð eins og „svik" og „landráð". Þegar kom að frekari útfærslu landhelginnar áratug síðar kaus þjóðin þá flokka til valda sem lofuðu að rifta samningnum við Breta um dómstólaleiðina. Sumir töldu það „þjóðarsigur" þess tíma. Spurningin er: Breytti sú afstaða þjóðarinnar „sigursamningi" í „svikasamning"? Tæpast. En þessi gamli landhelgissamningur, rétt eins og síðasti Icesave-samningurinn, varpar ljósi á þann vanda sem ríkisstjórnir standa andspænis þegar meta þarf hvort verja á hagsmuni Íslands með samningum eða eftir öðrum leiðum.Ísland valdi ekki EFTA-dómstólinn Hvorki íslensk stjórnvöld né íslenska þjóðin tóku ákvörðun um að leggja ágreininginn um Icesave-skuldina fyrir EFTA-dómstólinn; og Bretar ekki heldur. Það gerði sjálfstæð eftirlitsstofnun, ESA. En með því að hafna samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu máttu menn eigi að síður gera sér grein fyrir að úrslit málsins gætu ráðist þar. Þeir sem forystu höfðu fyrir því að hafna samningum viðurkenndu hins vegar aldrei valdsvið EFTA-dómstólsins. Viku fyrir dómsuppkvaðninguna sagði forseti Íslands að dómstóllinn væri eins og lögfræðiskrifstofa sem gæfi ráðgefandi álit en réði ekki úrslitum máls. Þegar dómurinn var fallinn taldi forsetinn að hann hefði staðfest mesta lýðræðissigur í sögu Evrópu. Daginn sem dómurinn gekk gagnrýndi Morgunblaðið utanríkisráðherra harðlega í forystugrein fyrir að hafa ekki andmælt því að málið færi fyrir EFTA-dómstólinn. Þar sagði „að fáir væru líklegir til að hafa sagst vilja fara „dómstólaleiðina". Svo fráleitt þótti að una þessum dómi að í fyrirsögn stóð: „Reynt er vísvitandi að rugla saman EFTA-dómstól og „dómstólaleiðinni"." Næsta dag notaði blaðið réttilega orðið „þjóðarsigur" um niðurstöðu þess dómstóls sem það sólarhring fyrr taldi að hefði ekkert með málið að gera fremur en önnur innanríkismál. Rétt eins og Ólafur Jóhannesson snerist gegn þeirri leið við lausn landhelgisdeilunnar við Breta 1961, sem hann hafði sjálfur mælt með, hafa margir þeirra sem í upphafi lögðu á ráðin um samningaleið vegna Icesave-skulda Landsbankans snúist gegn henni á síðari stigum.Hvar er skjóls að vænta? Bæði þessi mál enduðu farsællega. En þegar öllu er á botninn hvolft er ólíklegt að uppsögn landhelgissamningsins hafi flýtt fullum yfirráðum yfir 200 mílna lögsögunni. Eins er óvíst að vaxtakostnaður vegna síðasta Icesave-samningsins hefði orðið meiri en það óhagræði af lakari viðskiptakjörum sem tveggja ára óvissa hefur valdið. Það er oft hyggilegt að semja. En fyrri Icesave-samningarnir eru gott dæmi um hitt. Formenn stjórnarflokkanna voru svo rúnir trausti eftir þá að þeir gátu ekki einu sinni nýtt sér góða niðurstöðu EFTA-dómstólsins til að bæta stöðu sína. Umræður um mál eins og þessi eru jafn tilfinningaþrungnar nú og fyrir hálfri öld. Munurinn er helst sá að þá voru fleiri staðfastir í skoðunum. Nú eru þeir fleiri sem taka afstöðu eftir sama lögmáli og haninn á burstinni. Annað er að sú skoðun hefur fengið fullt verð í búð reynslunnar, sem Ólafur Jóhannesson hafði stundum en Bjarni Benediktsson jafnan, að Ísland ætti ávallt að vera reiðubúið að leggja mál fyrir alþjóðadómstóla. Smáþjóð ætti helst skjóls að vænta hjá alþjóðastofnunum því hún hefði ekki sama vald og stórveldin til að fylgja málum sínum eftir. Icesave-deilan átti rætur í reglum um innri markað Evrópusambandsins. En aðildin að honum tryggði Íslandi aftur á móti réttarvernd EFTA-dómstólsins. Bretar gátu því ekki neytt aflsmunar nema skamma stund. Þetta er eitt af þeim sjónarmiðum sem liggja til grundvallar umsókn um fulla aðild að Evrópusambandinu. Dómsniðurstaðan styrkir því ótvírætt umsóknina.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun