Bjargvættur í lofti Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Ég fann fyrir augngotum samferðafólks míns þegar gráturinn braust út. Skjálfhent reyndi ég að festa sætisbeltið á drenginn og útskýra fyrir honum að komið væri að systur hans að sitja við gluggann. Hann var ósammála því og mótmælti. Of ungur til að hlusta á rök. Þar með vorum við orðin þyrnir í augum, en aðallega í eyrum, þeirra sem höfðu ætlað sér að eiga notalega morgunstund á þessari leið, fá sér kaffisopa og súkkulaði og teygja úr tánum. Glugga í blað. Fólk kom farangri sínum fyrir, smeygði sér úr yfirhöfnum og smokraði sér í sætin í þrengslunum í vélinni. Með uppákomunni töfðum við fyrir umferð um mjóan ganginn í ofanálag og ég sá fyrir mér strembnar fjörutíu mínútur fram undan í háloftunum. Einhverjir myndu ekki láta augngoturnar einar nægja. Aðstæðurnar voru óþægilega kunnuglegar. Þar sem ég tafsaði eitthvað við drenginn um skiptast-á-regluna rifjaðist upp fyrir mér þegar sessunautur minn einn reyndi hástöfum að fá úthlutað öðru sæti af því ég sat með barn í fanginu. Skilningsrík flugfreyjan var miður sín yfir að geta ekki orðið við bón hans. Roskinn bandarískur ferðamaður gat heldur ekki orða bundist af feginleik yfir að hafa aldrei eignast börn þegar hann fylgdist með fyrirganginum í mér með tvö lítil börn á flugvelli. Mér voru um það bil að fallast hendur þegar drengnum var skyndilega boðið gluggasætið á móti og sú sem átti það settist við ganginn. „Nú varstu aldeilis heppinn," sagði ég við hann en óttaðist að sú hjálpsama sæi fljótlega eftir greiðaseminni, þar sem þriggja ára ferðalangar sitja sjaldnast þegjandi og hljóðalausir í þrjá stundarfjórðunga. Enda vorum við ekki komin í loftið þegar hún þurfti að leggja frá sér blaðið til að sinna spjalli drengsins. Ég heyrði ekki hvað þeim fór á milli en þau hlógu. Í tæpa klukkustund skrafaði hún við þann þriggja ára, teiknaði myndir, litaði, þurrkaði nef. Hafði engan tíma til að þiggja kaffið sem flugfreyjan bauð. Hún tók blaðið ekki upp aftur. Hinum megin við ganginn andaði ég léttar, saup á kaffinu og maulaði súkkulaði. Teygði aðeins úr tánum. Dauðsá eftir að hafa ekki tekið með mér lesefni. Kunni þó ekki við að fá blaðið hennar lánað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Ég fann fyrir augngotum samferðafólks míns þegar gráturinn braust út. Skjálfhent reyndi ég að festa sætisbeltið á drenginn og útskýra fyrir honum að komið væri að systur hans að sitja við gluggann. Hann var ósammála því og mótmælti. Of ungur til að hlusta á rök. Þar með vorum við orðin þyrnir í augum, en aðallega í eyrum, þeirra sem höfðu ætlað sér að eiga notalega morgunstund á þessari leið, fá sér kaffisopa og súkkulaði og teygja úr tánum. Glugga í blað. Fólk kom farangri sínum fyrir, smeygði sér úr yfirhöfnum og smokraði sér í sætin í þrengslunum í vélinni. Með uppákomunni töfðum við fyrir umferð um mjóan ganginn í ofanálag og ég sá fyrir mér strembnar fjörutíu mínútur fram undan í háloftunum. Einhverjir myndu ekki láta augngoturnar einar nægja. Aðstæðurnar voru óþægilega kunnuglegar. Þar sem ég tafsaði eitthvað við drenginn um skiptast-á-regluna rifjaðist upp fyrir mér þegar sessunautur minn einn reyndi hástöfum að fá úthlutað öðru sæti af því ég sat með barn í fanginu. Skilningsrík flugfreyjan var miður sín yfir að geta ekki orðið við bón hans. Roskinn bandarískur ferðamaður gat heldur ekki orða bundist af feginleik yfir að hafa aldrei eignast börn þegar hann fylgdist með fyrirganginum í mér með tvö lítil börn á flugvelli. Mér voru um það bil að fallast hendur þegar drengnum var skyndilega boðið gluggasætið á móti og sú sem átti það settist við ganginn. „Nú varstu aldeilis heppinn," sagði ég við hann en óttaðist að sú hjálpsama sæi fljótlega eftir greiðaseminni, þar sem þriggja ára ferðalangar sitja sjaldnast þegjandi og hljóðalausir í þrjá stundarfjórðunga. Enda vorum við ekki komin í loftið þegar hún þurfti að leggja frá sér blaðið til að sinna spjalli drengsins. Ég heyrði ekki hvað þeim fór á milli en þau hlógu. Í tæpa klukkustund skrafaði hún við þann þriggja ára, teiknaði myndir, litaði, þurrkaði nef. Hafði engan tíma til að þiggja kaffið sem flugfreyjan bauð. Hún tók blaðið ekki upp aftur. Hinum megin við ganginn andaði ég léttar, saup á kaffinu og maulaði súkkulaði. Teygði aðeins úr tánum. Dauðsá eftir að hafa ekki tekið með mér lesefni. Kunni þó ekki við að fá blaðið hennar lánað.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun