Vonar að bekkjarsystkinin séu stolt af sér Álfrún Pálsdóttir skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Birta Huga- Selmudóttir stígur sín fyrstu skref í atvinnumannaleikhúsi í leikritinu Nóttin nærist á deginum í Borgarleikhúsinu. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er mjög skemmtilegt og þroskandi og ég held að ég sé smituð af leiklistarbakteríunni,“ segir hin 15 ára Birta Huga- Selmudóttir. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í leikritinu Nóttin nærist á deginum sem var frumsýnt fyrir viku í Borgarleikhúsinu. Leikritið er nýtt verk eftir Jón Atla Jónasson og skartar þeim Hilmari Jónssyni og Elfu Ósk Ólafsdóttur í aðalhlutverkum auk Birtu, sem hafði hvorki reynslu né tengingu við leikhúsið áður en hún var boðuð í prufu. Nú stígur hún sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi við góðar undirtektir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist, leikstjórn og kvikmyndagerð og get vel hugsað mér að starfa við það í framtíðinni,“ segir Birta sem stundar nám í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Hún segir að það hafi verið flókið að púsla saman náminu og vinnunni í leikhúsinu en að það hafi tekist með góðu skipulagi. „Þetta tekur alveg sinn tíma en það er líka mikill skóli að eyða tíma sínum uppi í leikhúsinu,“ segir Birta og vonar að bekkjarfélagar sínir séu stoltir af sér. Birta vill ekki gefa of mikið uppi um hlutverkið sem hún leikur til að eyðileggja ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð leikritið. Hún segist þó leika stúlku sem lendir í erfiðum aðstæðum. „Ég er mikið á sviðinu og þarf að beita líkamlegri tjáningu. Maður þarf alltaf að vera á tánum upp á innkomur og svona. Það er alveg álag en mjög skemmtilegt og fólkið í leikhúsinu er frábært.“ Birta viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir frumsýninguna, en um leið og hún steig á svið gleymdist það fljótt. „Þá datt maður bara inn í leikritið og hlutverkið. Það virtust allir vera ánægðir eftir frumsýninguna.“ Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta er mjög skemmtilegt og þroskandi og ég held að ég sé smituð af leiklistarbakteríunni,“ segir hin 15 ára Birta Huga- Selmudóttir. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í leikritinu Nóttin nærist á deginum sem var frumsýnt fyrir viku í Borgarleikhúsinu. Leikritið er nýtt verk eftir Jón Atla Jónasson og skartar þeim Hilmari Jónssyni og Elfu Ósk Ólafsdóttur í aðalhlutverkum auk Birtu, sem hafði hvorki reynslu né tengingu við leikhúsið áður en hún var boðuð í prufu. Nú stígur hún sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi við góðar undirtektir. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á leiklist, leikstjórn og kvikmyndagerð og get vel hugsað mér að starfa við það í framtíðinni,“ segir Birta sem stundar nám í 10. bekk í Austurbæjarskóla. Hún segir að það hafi verið flókið að púsla saman náminu og vinnunni í leikhúsinu en að það hafi tekist með góðu skipulagi. „Þetta tekur alveg sinn tíma en það er líka mikill skóli að eyða tíma sínum uppi í leikhúsinu,“ segir Birta og vonar að bekkjarfélagar sínir séu stoltir af sér. Birta vill ekki gefa of mikið uppi um hlutverkið sem hún leikur til að eyðileggja ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð leikritið. Hún segist þó leika stúlku sem lendir í erfiðum aðstæðum. „Ég er mikið á sviðinu og þarf að beita líkamlegri tjáningu. Maður þarf alltaf að vera á tánum upp á innkomur og svona. Það er alveg álag en mjög skemmtilegt og fólkið í leikhúsinu er frábært.“ Birta viðurkennir að hafa verið örlítið stressuð fyrir frumsýninguna, en um leið og hún steig á svið gleymdist það fljótt. „Þá datt maður bara inn í leikritið og hlutverkið. Það virtust allir vera ánægðir eftir frumsýninguna.“
Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira